Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Blaðsíða 38
6 Vinnuvélar og tæki Helgarblað 17. nóvember 2017KYNNINGARBLAÐ Haukur Gíslason, eig-andi verktakafyrir-tækisins Jökulfells, er önnum kafinn maður og var bara laus í spjall að kvöldlagi fyrir þennan greinarstúf. En þegar það símaspjall átti sér stað, á níunda tímanum, var hann samt enn í vinnunni og vélardynur ómaði í bak- grunninum á meðan símtalið átti sér stað. „Þetta geta orðið dálítið langir dagar. Ég er núna í hringveginum yfir Horna- fjarðarfljót, fyrsti áfangi, og þetta er nokkuð stórt verk, við erum með ein 10–12 tæki hér, búkollur, gröfur og jarðýtur,“ segir Hauk- ur, en hinar svokölluðu búkollur eru liðstýrðir trukkar frá Volvo. Volvo er einmitt einna mest áberandi merkið í tækjaflota Jökul- fells en ýmsir fleiri þekktir framleiðendur koma þar líka við sögu. Jökulfell hefur byggt upp glæsilegan flota af þungum vinnuvélum, trukkum, gröfum og jarðýtum. Haukur Gíslason er frá Svínafelli rétt hjá Höfn í Hornafirði en starfsemi Jökul fells teygir sig hins vegar um allt land, meðal annars til Vestmannaeyja og á Austfirðina. Verktaka- starfsemi Jökulfells snýst um vegagerð fyrir Vegagerð ríkisins, strenglagningu fyrir Landsnet og alhliða jarð- vinnu fyrir byggingar, meðal annars að grafa og sprengja fyrir húsum: „Sveitarfélagið á Horna- firði er einn af mínum sam- starfsaðilum en við höfum líka komið að vinnu fyrir undirbúning ýmissa stórra bygginga hjá einkaaðilum. Yfirleitt eru þetta stór verk- efni þó að við séum raunar til í hvað sem er. En óneitanlega hefur maður gírað sig upp fyrir stærri verkefnin með allan þann tækjakost sem ég hef yfir að ráða,“ segir Haukur. Rekstrarkostnaðurinn liggur fyrst og fremst í hinum glæsilega tækjakosti en óhætt er að segja að lítil yfirbygging sé á fyrir- tækinu. Eigandinn er á kafi í vinnunni sjálfur, lítið fer fyrir skrifstofuhaldi og vefsíðu er til dæmis ekki til að dreifa. Starfsmenn eru ekki margir en fjöldi ársverka er óreglu- legur. Umfang og stærð fyrir- tækisins kemur helst fram í þeim mikla og stóra tækja- kosti sem nota þarf við verk- efnin. Hefur Jökulfell vaxið mikið að umfangi og veltu undanfarin ár en fyrirtækið var stofnað árið 2005. Nánari upplýsingar veitir Haukur Gíslason í síma 777 7007. Langir dagar hjá Jökulfelli LEGGJA VEGi oG StREnGi, ALHLiðA JARðVinnA VEGnA bYGGinGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.