Dagsbrún - 01.11.1894, Síða 11
179
Eða þegar hann lítr til stjarnanna, sem hugr uianna hefir staðið til
um allar aldir, og segir :
Whoever looked upon them shining
And turned to earth without repining
líor wished for wings to flee away
And mix with their eternal rav 1
Mér er sama, þótt þér segiö mér, að Byron hafi ekki liirt neitt nm
sannleika, og að hann hafi verið siðleysingi hinn inesti, þá var lmnn
þó fegurðar dýrkandi að því, or snertir þessa dýrðlegu opinberun guðs,
er vér köllum fegurð og þá var hann líka guðsdýrkandi. Eins er um
listamauninn, sem málar myndir, sem sker út líkneskjur, sem syngr
kvæði, sem úthellir sálu sinni í inndælum söng, sem hefir eyra, er get1-
hlustað og greint þessa undarlegu dularfullu liljómfegurð og samræmi,
sem aðrir hafa ekkert skynbragð á, er vanta þessa gáfu. Þessir lista-
menn eru dýrkendr fegurðarinnar og hún er mjög áríðandi hluti af
guðsdýrkuninni.
Þá er að minnast á hið annað meginatriði: sannleikann, sem nær
yfir alt það, sem vanalega eru köiluð vísindi. Tökum til dæmis þá
menn, sem alla æfi sína af göfgi hjartana verja iífi sínu til þess að leita
sannleikans; þeir hafna öllu smjaðri og dekri og embættum, svo að
þeir goti haldið áfram rannsóknum sínum, þeir hafna auði og pening-
um og segja með Agassiz, og eru það einhver hin göfugustu orð, sem
ég hefi heyrt: ,,Ég hefi engan tíma til þess að safna mér peningum.,
Hann hafði séð hugsjón sannleikans hvarfia fyrir augu sér og var hon-
um meira í mun að ná honum, en afla sér peuinga. Tökum til dæmis
efnafrseðinginn, sem grefst eftir samsetningu hinna undarlegu hluta,
er vór köllum smáagnir (Atoms). Hann klýfr ögn frá ögn til þesa
hann kemr svo langt, að liann getr ekki séð agnirnar, og þá uppgötvar
hann allrahanda undrunarverð verkfæri, 'til þess að ná og halda föstu
því, sem augað getr oigi séð, höndin eigi gripið og eyrað eigi greint.
Hann eltir þetta lengra og lengra inn í hinu ósýnilega heirn, þangað
til hann loksins opnar frumhA'olf lítið, er ímyndunin ieu getr gri;>ið,
og þegar hann þar er að skoða hið óendanlega smáa, þá stendr liann
augliti til augiitis við hinn óskiljanlega guð. Aftr eru aörir oins og
Newton, er eyða æfi sinni meðal stjarnannn umgirtir af hinu óendan-
lega stóra. Þeir halda áfram leit sinni, þangað til þeir vcrða gjörsam-
lega hrifnir eins og Kepler og segja : „0, guð ! ég liugsa þær hugsan-
ir eftir, som þú hugsaðir fyr.“ Tökum jaröfræðinginn, sim með erf-