Dagsbrún - 01.03.1896, Page 1

Dagsbrún - 01.03.1896, Page 1
IV. Winnipeg, Man. Nr. 3. Kaldeumenn hinir fornu. Lakd — Köstir — Letur. Framhald. Áður en ég fer lengra út í mál þetta, hlýt ég'með fám orðum að minnast á tungumál jþeirra, þessara fornu manna. Lað hcíir veriö eins 0g menn hafi tekið það sem sjálfsagt, að “eins ogallir mennséu afkomendur Adams og Evu,” ein» liafi í fyrstunni að eins verið eitt tungumál tii í heiminum. 0g ef að menn álíta þetta satt að vera, þá liafi tungumál þetta hlotið að vera annaðlivort hebreska eða þá móðurtunga hebreskunnar. Já, áður en turninn Babei (!!) var bygð- ur, töluðu menn vissulega allir liið sama mál, og þetta mái var alt að einu íullkomið og málin á vorum dögum, að undanteknum nöfn- um á nýjum hlutum og nýjum uppgötvunmn (!!) Samkvæmt hinu heilaga innblásna orði var ekki hægt að fara lcngra út í sakir þessar því að ef að menn leituðu lengra, þá fóru menn með því að niður- brjóta ritninguna. En þegar sú skoðun fór að verða almennari, að ritningin væri þjóðsaga ein, þá fóru menn að skygnast lengra. Menn fJru þá að rannsaka málin fyrir alvöru og komust þá að alt annari niðurstöðu. .Alenn sáu þá, að því var eins varið nieð tungumálin eins og manninn, að þau fæddust, komust á fullorðins ár og til hárr- ar elli. Þau voru sum skyld og sum óskyld. iilenn fóru þá að rekja saman þau, sem skyld voru, og gátu þá skift þeim í stóra ílokka. Aðalflokkaskifting tungumálanna varð í þrjá flokka: 1. Beygjanlegu tuugumálin og skiftast þau aftur í tvo flokka: a, Aryanska flokkinn og b, Semitiska flokkinn.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.