Morgunblaðið - 21.08.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2017
Egill Helgason segir í yfirskriftpistils síns á Eyju að það sé
sjálfsagt að Samfylkingin skipti um
nafn.
Þá liggur súheimild fyrir.
Áður hafði nú for-
maður flokksins
sagt að það væri
ekki hlutverk for-
manns að hafa skoð-
un á því!
Egill segir:„Samfylkingin
var alltaf mjög vont
nafn á stjórn-
málaflokki. Það var
líka hugsað til al-
gjörra bráðabirgða
á sínum tíma. Samfylking minnir á
eitthvað frá því á millistríðs-
árunum, þá voru alls konar „fylk-
ingar“ í gangi.
Það var meira að segja ómur afgamalli sögu, sem einhverjir
mundu ennþá fyrir aldamótin, í
nafninu – frá því þegar kommar og
kratar gerðu tilraunir til að fylkja
sér saman. En svo fórst fyrir að
breyta nafninu – og flokkurinn sat
uppi með þetta heiti. Það vekur
engar sérstakar kenndir, segir ekk-
ert um stefnuna eða viðhorfin, er
innantómt.
Nú þegar fylgið er í nokkru lág-marki, virðist þó aðeins vera
að rísa, ætti að vera tilvalið tæki-
færi til að breyta. Það er ekki þar
með sagt að flokkurinn verði stór á
ný, en hann á þó ákveðin sóknar-
færi nú þegar Björt framtíð og Við-
reisn eru undir hælnum á Sjálf-
stæðisflokknum.
Flokksmenn geta svo skeggrættum það hvort nafnið á að vera
Jafnaðarmannaflokkur eða Jafn-
aðarflokkur.“
Egill Helgason
Fylgið „í nokkru
lágmarki“ (5,7%!!)
STAKSTEINAR
Logi Einarsson
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
Trésagarblöð, álsagarblöð, járn-
sagarblöð, demantssagarblöð.
Allar stærðir, allar gerðir.
Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár
HJÓLSAGARBLÖÐ
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is
Veður víða um heim 20.8., kl. 18.00
Reykjavík 15 léttskýjað
Bolungarvík 12 léttskýjað
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 6 súld
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 16 alskýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 18 skýjað
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 19 heiðskírt
Dublin 14 rigning
Glasgow 16 alskýjað
London 19 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 15 skúrir
Berlín 18 skúrir
Vín 21 léttskýjað
Moskva 28 heiðskírt
Algarve 29 heiðskírt
Madríd 34 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 29 léttskýjað
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 21 léttskýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 24 heiðskírt
Chicago 25 heiðskírt
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:39 21:24
ÍSAFJÖRÐUR 5:33 21:40
SIGLUFJÖRÐUR 5:15 21:23
DJÚPIVOGUR 5:06 20:56
Flugvél Primera Air sem fara átti í
loftið frá Tenerife á Kanaríeyjum
seinni partinn á laugardag lagði loks
í hann í gærkvöldi, einum og hálfum
sólarhring á eftir áætlun. Eiríkur
Hreinn Helgason er einn 170 far-
þega sem áttu bókað far með vél-
inni. Hann segir hópinn hafa dvalið
á flugvellinum í hálfan sólarhring
eða fram á hádegi í gær áður en
fólkinu var aftur ekið inn í höfuð-
borgina.
Hleypur inn með skrúfjárn
„Þetta er einhver keðjuverkun.
Við vorum búin að sjá það í gær-
morgun [að morgni laugardags] að
vélin hafði ekki farið í loftið að heim-
an,“ segir Eiríkur. Hrafn Þorgeirs-
son, forstjóri Primera Air, sagði í
samtali við mbl.is í gær að ástæða
seinkunarinnar væri vélarbilun.
Aðspurður segist Eiríkur telja að
þetta sé aðallega ein vél sem Pri-
mera glími við. „Þegar við fórum út
fyrir þremur vikum var vélin eig-
inlega biluð og flugmaðurinn varð að
stoppa úti á miðri braut [við lend-
ingu] og síðan kom inn maður með
skrúfjárn og fór að laga eitthvað
fram í. Ég er búinn að fljúga með
Aeroflot og allskonar skrítnum flug-
félögum. Þetta er það alskrítnasta
sem maður hefur séð hingað til.
Þetta er ekki traustvekjandi.“
Eiríkur segist einu sinni áður hafa
ferðast með Primera og það hafi
sloppið þá. „En því er lokið núna.
Ég mun beina viðskiptum mínum
annað.“ alexander@mbl.is
„Alskrítnasta sem
maður hefur séð“
Strandaglópar í 36 tíma á Kanaríeyjum
Morgunblaðið/ÞÖK
Alþjóðleg Primera hefur höfuðstöðvar í Lettlandi en er íslenskt í grunninn.
Íslandsbanki hefur tilkynnt að
hann hyggist leggja áheitasöfnun í
kringum Reykjavíkurmaraþon enn
meira lið en bankinn hefur verið
aðalstyrktaraðili hlaupsins og
söfnunarinnar um langt árabil.
Þannig hefur bankinn ákveðið að
standa straum af öllum kostnaði
sem fellur til við söfnunina sem og
þróun og viðhald á tölvukerfi
vegna heimasíðunnar og færslu-
gjöld vegna áheita.
Íþróttabandalag Reykjavíkur
hefur umsjón með hlaupinu og
hafa 5% af áheitasöfnuninni runn-
ið í kostnað. Hér eftir mun sá
kostnaður hins vegar falla á bank-
ann.
Í gærkvöldi höfðu safnast ríf-
lega 115 milljónir vegna hlaupsins
sem fram fór á laugardaginn. Er
það mun meira en safnaðist í
fyrra þegar alls söfnuðust 97,3
milljónir króna.
Aukinn stuðningur við Reykjavíkurmaraþon
Allt um sjávarútveg