Morgunblaðið - 21.08.2017, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2017
s e t s já, s e s t e ðsögu e og sa þætt g ð s ja s a y
Facebook og Google leit, Bluetooth handfrjáls síma- og hljómtækjabúnaður,
leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum, bakkmyndavél, aðalljós með birtuskynjun,
upplýsingatölva með 5" litaskjá, sjálfvirkur regnskynjari á rúðuþurrkum, tvískipt
sjálfvirk loftkæling, 16" álfelgur, lykillaust aðgengi og ræsing.
VISIA DÍSIL
EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
2.850.000KR.
ACENTADÍSIL
EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.050.000KR.
NISSANPULSAR
EINNBESTÚTBÚNI BÍLLINN
Í SÍNUMFLOKKI
STAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN PULSAR
ER MEÐAL ANNARS:
LED dagljósabúnaður, NissanConnect upplýsingakerfi með
7" n r i k í l n k l i k rfi m in vi n ll ím f rir
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
3
5
5
6
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
rt
öl
ur
fra
m
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri.
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Skipuleggjendur Menningarnætur í
Reykjavíkurborg eru í skýjunum
með hátíðahöldin á laugardaginn.
„Það gekk allt rosalega vel og mikill
mannfjöldi í bænum að njóta allra
viðburðanna. Þegar maður labbaði
um svæðið var verið að spila tónlist á
nánast hverju einasta götuhorni,“
segir Berghildur Erna Bernharðs-
dóttir, kynningarstjóri Höfuðborg-
arstofu.
„Mér fannst fólk vera glatt. Víða
safnaðist mikill fjöldi saman, eins og
til dæmis við útikaríókíð við Bern-
höftstorfu. Ég var þar í smástund og
þar var klappað fyrir öllum þeim sem
stigu á svið og héldu sína eigin tón-
leika. Flugeldasýningin var alveg
stórglæsileg og þetta gekk bara rosa-
lega vel. Við vorum virkilega ánægð
með allan daginn,“ segir Berghildur.
Jafnt streymi í bæinn
Áætlað er að fjöldi gesta í mið-
borginni hafi verið vel á annað
hundrað þúsund. „Í fyrra áætluðum
við að fjöldinn væri um 130 þúsund
manns. Þegar ég leit yfir mannhafið í
gær fannst mér eins og það væru
fleiri en í fyrra. Ég held að þetta hafi
verið fjölmennasta Menningarnóttin
sem hefur verið haldin. Veðrið hjálp-
aði til, það verða allir svo glaðir í
svona veðri. Margt af ferðamönnum
er í bænum og við getum verið stolt
af því að geta sýnt Reykjavík í sínu
fegursta ljósi, menninguna, listirnar
og góða veðrið.“
Berghildur segir að samkvæmt
lögreglunni hafi verið jafnt og mikið
streymi fólks í miðborgina allan dag-
inn. „Venjulega er fólk að koma í bæ-
inn um fjögur, en núna var fólk fyrr á
ferðinni. Þá vorum við líka að stækka
viðburðasvæðið, þannig að mann-
fjöldinn dreifðist vel, á Klambratúni
var sirkus og þar var alveg kjaft-
fullt.“
Hún segir samgöngur að miðborg-
inni hafa gengið vel en frítt var í
strætó og var aukaferðum bætt við
frá völdum stöðum utan miðborg-
arinnar þar sem fólk gat lagt bílum
sínum. Þá hafi umferðin úr miðborg-
inni líka gengið vel að skipulagðri
dagskrá lokinni en strætó gekk fram
eftir miðnætti og skutlaði fólki til síns
heima eða aftur að bílastæðum.
Reykjavíkurmaraþon Íslands-
banka var haldið á laugardags-
morgun og þar hlupu um 14 þúsund
þátttakendur ýmsar vegalengdir í
blíðskaparveðri.
Einhverjir til vandræða
Skemmtanahald í miðborginni fór
að mestu leyti vel fram þó að ein-
hverjir hafi verið til vandræða sökum
ölvunar. Fangageymslur lögreglu við
Hverfisgötu voru fullar og nokkra
þurfti að flytja úr miðborginni í
fangaklefa í Hafnarfirði. Á Ingólfs-
torgi voru rapptónleikar þar sem
safnaðist saman margt ungt fólk og
þar var mjög mikið fjör, kannski of
mikið á einhverjum tímapunkti, að
sögn Berghildar.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu segir að afskipti
hafi verið höfð af unglingum víðs veg-
ar á miðborgarsvæðinu og lagt hafi
verið hald á áfengi sem var í fórum
þeirra og að því loknu haft samband
við foreldra og forráðamenn viðkom-
andi.
Fjör víða um land
Ekki var einungis gleði í Reykja-
vík um helgina, en bæjarhátíðir fóru
víða fram. Dönskum dögum var fagn-
að í Stykkishólmi og fjölskylduhá-
tíðin Tvær úr Tungum var haldin í
Reykholti í Biskupstungum. Þá voru
Töðugjöld haldin á Hellu, og sam-
hliða var 90 ára afmæli Þorpsins
fagnað.
Þá voru Blómstrandi dagar í
Hveragerði og þar var stemningin
frábær í einmuna veðurblíðu, að sögn
Jóhönnu M. Hjartardóttur, við-
burðastjóra hátíðarinnar. „Þetta var
eiginlega besta veður sem komið hef-
ur í sumar. Dagskráin gekk frábær-
lega vel og toppurinn var á laug-
ardagskvöld er fleiri þúsund manns
voru í garðinum á brekkusöng,“ en
eftir brekkusönginn hélt Hjálpar-
sveit skáta flugeldasýningu.
Ísdagurinn hjá Kjörís er árlegur
viðburður á Blómstrandi dögum.
„Þau hjá Kjörís voru afskaplega
ánægð með hve margir komu í heim-
sókn til þeirra og smökkuðu alls kyns
ólíkinda- og furðubragðtegundir.
Lokahnykkur hátíðarinnar var síð-
degis í gær er söngvaskáldið Hörður
Torfason tróð upp í Listasafni Árnes-
inga. „Þetta eru búnir að vera virki-
lega góðir dagar sem við erum búin
að eiga hérna,“ segir Jóhanna.
Á annað hundrað þúsund gesta
Mikill fjöldi í miðborginni á Menn-
ingarnótt Samgöngur gengu vel
Glimrandi stemning í Hveragerði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjónarspil Að venju lauk Menningarnótt seint á laugardagskvöld með til-
komumikilli flugeldasýningu sem lýsti upp Hörpu og nærliggjandi hverfi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleði Gríðarlegur fjöldi fólks hljóp Reykjavíkurmaraþon. Flestir hlupu 10
km en aðrir allt upp í 42,2 km. Veðrið lék við þátttakendur allan daginn.