Morgunblaðið - 21.08.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Katrín Jak-obsdóttir,formaður VG, flutti ræðu á flokksráðsfundi um helgina og fór vítt yfir hið pólitíska svið. Þar var fátt sem kom á óvart, sennilega helst það að Katrín upplýsti að hún hefði verið fylgjandi hvalveiðum þegar hún var ellefu ára gömul. Katrín hamraði mjög á and- stöðu sinni gegn einkarekstri og lét fá svið mannlífsins undan- skilin í þeirri umfjöllun. Engum sem les ræðu Katrínar dylst að hún telur stórvarasamt að einka- aðilar komi nærri rekstri fyr- irtækja. Þá er ljóst að hún sér samsæri auðvaldsins í hverju horni, til að mynda í því að illa innrættar hægristjórnir haldi opinberum rekstri í fjárhagslegri spennitreyju til að geta þvingað í gegn einkarekstur á sviðum þar sem hið opinbera hafi brugðist! Þá er hún eindreginn tals- maður hærri skatta og saknar þess bersýnilega að Jóhanna og Steingrímur skuli hafa misst um- boðið til að halda áfram á skatta- hækkunarbrautinni. Og hún er, eins og forverar hennar í forystu vinstrihreyfingarinnar síðustu öldina eða svo, sannfærð um gildi stéttarbaráttu til þjóðfélags- umbóta og telur að réttlætið hafi sjaldan náðst fyrr en eftir „langa og stranga verkalýðsbaráttu“. En hún er ekki bara í forneskj- unni, hún víkur líka að flótta- mannavandanum sem dynur á Evrópu þessi miss- erin. Af honum dregur hún sér- kennilegar álykt- anir. Hún segir öfgahreyfingar sem ali á ótta við „út- lendinga og ólíka menningarheima“ hafa vaxið undanfarin ár. Og hún segir að hér á landi megi „sjá sömu orð- ræðu þar sem reynt hefur verið að stilla upp fátæku fólki og hæl- isleitendum sem andstæðingum sem berjist um þær krónur sem eru til í kassanum“. Katrín neitar með öðrum orð- um að viðurkenna að óheftur flóttamannastraumur, jafnvel frá löndum þar sem ekkert bjátar á, leggi fjárhagslegar byrðar á þjóðir sem fyrir verða. Óraun- sætt tal af þessu tagi gerir minna en ekkert gagn því að vandinn er fyrir hendi og milljarðar króna sem fara til flóttamanna verða ekki nýttir í annað. Í Frankfurt- er Allgemeine Zeitung var til að mynda um helgina fjallað um þennan vanda í Þýskalandi, en þar eru sveitarfélög víða að slig- ast undan kostnaðinum. Blaða- manni FAZ datt bersýnilega ekki í hug að efnisleg umfjöllun af því tagi væri ámælisverð. Þó að formaður vinstri grænna slái um sig með slagorðum úr for- tíðinni dugar það ekki nema ef til vill til að fá klapp á flokksráðs- fundi. Alvörustjórnmálamenn verða að treysta sér í alvöru um- ræður, líka um erfið og viðkvæm mál. Formaður VG er fastur á villigötum fortíðar og óraunsæis} Furðutal Á mbl.is var sagtfrá því í gær að fram hefði komið á blaðamannafundi Stefan Löfven, for- sætisráðherra Sví- þjóðar, og dómsmálaráðherra landsins að fjárframlög til lög- reglunnar skyldu hækkuð veru- lega. Og það kom fram skýring á þessu óvænta örlæti í þessa átt. Löfven hafði sagt að um væri að ræða viðleitni til að auka öryggi vegna nýlegra skot- árása víða um landið: „Þetta skapar hræðilegt óör- yggi fyrir fólk í þessum íbúðar- hverfum. Það er ekki ásætt- anlegt, við verðum að takast á við vandann rétt,“ sagði for- sætisráðherrann. Bætti hann við að margar sakamálarann- sóknir væru felldar niður og á sumum stöðum furðaði fólk sig á því ef lögreglan kæmi yfir höf- uð ef það hringdi.“ Það er dap- urlegt að forsætisráðherra nor- ræns réttarríkis þurfi að lýsa öryggismálum lands síns með þessum hætti. Nýverið nefndi Trump forseti ástandið í Svíþjóð og fóru þá sænsk yfirvöld og fjölmiðlar víða á límingunum og fordæmdu forsetann. Nú er vitað að ástandið er mun lakara en hann tæpti á. Gústaf A. Skúla- son sagði í bloggi sínu í liðinni viku: „… skotárás var gerð í Vallentuna norðaustur af Stokkhólmi. Sl. þriðjudag voru 5 skotárásir sama sólarhringinn í Svíþjóð. Einn drepinn í skotárás í Öst- berga suður af Stokkhólmi og annar særður og er á sjúkra- húsi. Lögreglan kölluð út til að verja starfsfólk sjúkrahússins vegna árásar 40 manna hóps á sjúkrahúsið. Skotárásir í Lin- köping, Eskilstuna og Skarp- näck suður af Stokkhólmi. Lög- reglan kölluð til að stöðva barsmíðar og slagsmál við fé- lagsmálastofnun í Hultsfred. Svo kom miðvikudagur með réttarhöldum yfir 50 ára göml- um manni sem drap annan mann með skærum sem hann stakk mörgum sinnum í háls hins myrta. Hinn myrti elskaði dætur sínar tvær og neitaði að myrða þær vegna lauslætis þeirra að taka í hendur stráka á sama aldri. Skotárás í Hels- ingborg, einn særður á sjúkra- hús. Skotárás í Stokkhólmi í íbúðarhverfi.“ Ekkert af þessu rataði í íslenskar fréttir! Það sem hætt er að þykja fréttir segir því stærri sögu} Löfven dómharðari en Trump R annsóknir á kannabisneyslu sem sýna skaðsemi hennar hafa hrannast upp við sjóndeild- arhringinn síðustu árin, sér- staklega hvað varðar andlega heilsu. Með hverri nýrri rannsókn koma fram ný atriði og það síhallar á kannabis, afleiðing- arnar eru miklu alvarlegri en nokkurn óraði fyrir. Enn sem komið er er þó stór hópur sem þykist hafa meira hyggjuvit en vísindin og „peppa“ smá hassreykingar eins og íslenskur rappari komst að orði í viðtali á dögunum. Persónulega hef ég, líkt og svo margir, séð þetta sem vísindarannsóknir segja einmitt að kannabisneysla geri; séð einstaklinga missa námshæfni, missa frumkvæði og fram- kvæmdagetu og verð því nokkuð vonsvikin yf- ir svona tali. Ég hef líka fylgst með fólki veikj- ast alvarlega á geði eftir að hafa notað kannabis um lengri tíma. Að ógleymdu því að enda í harðari efnum. Ég hef áður skrifað um þetta og tilgang- urinn er ekki að taka annan hring á það sama heldur langar mig að benda á niðurstöður mjög merkilegra rannsókna sem greint var frá í vikunni. Hingað til hefur staðið svolítið sterkur hringur í kring- um kannabis sem verkjalyf, sérstaklega vestanhafs. Bæði fyrir sjúklinga með króníska líkamlega verki og svo við andlegri vanlíðan eftir áföll, þar sem sjúklingar með áfallastreituröskun hafa notað kannabis. Nýjustu fréttir benda til að það sé alvarlega van- hugsað að nýta maríjúana sem meðferð- arúrræði. Breska Business Indsider greindi í vikunni frá tveimur rannsóknum sem leiða í ljós að meirihluti þeirra rannsókna, sem hefur hing- að til verið byggt á til að koma maríjúana inn í heilbrigðisþjónustuna, sé verulega gallaður. Í þeim séu svo litlar sannanir fyrir jákvæðum áhrifum á heilsu sjúklinga að sú vinna sé í raun og veru eftir; að framkvæma vandaðar alvörurannsóknir til að hægt sé að mæla með þessu úrræði við verkjum og áfallastreitu- röskun, nú eða ráða frá því. Það er hópur vísindamanna við Veterans Health Adiministration, sem er eitt stærsta samþætta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna sem stendur að baki þessum rannsóknum en farið var í gegnum 27 fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á maríjúana í læknis- fræðilegum tilgangi og engin þeirra reyndist skotheld. Kannabis í lækningaskyni er löglegt í 28 ríkjum Bandaríkjanna. Vísindamenn ytra segja að brýn þörf sé á því að rannsaka hvort of geyst hafi verið farið í að leyfa efnið á þessum forsendum. Þetta er svo sem það sama og hefur verið að bent á í þessari umræðu hér heima, að flestar rannsóknir á kannabis í læknisfræðilegum til- gangi sýni ekki fram á nægilega gagnsemi. Það er von- andi að í bígerð séu betri og dýpri rannsóknir svo hægt sé að fá áreiðanlegri niðurstöður. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexand- ersdóttir Pistill Lögleiðing á lélegum forsendum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Aðsókn að kennaranámi viðHáskóla Íslands eykst ámilli ára og munu alls 166nemendur hefja grunn- nám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólum nú í haust. Þá munu 42 hefja grunnnám við Háskólann á Akureyri. Ásóknin í kennaranám er þó ekki nægileg og við blasir að skortur verði á menntuðum kenn- urum á næstu árum, þar sem marg- ir innan stéttarinnar nálgast eft- irlaunaaldur og fjöldi kennara virðist kjósa að gera eitthvað allt annað en að kenna. „Það er alveg ljóst að þó að við myndum þre- eða fjórfalda aðsókn í kennaranám myndi það ekki duga til að mæta fækkun kennara á næstu árum. Það kemur til með að vanta svo mikið af kennurum, vegna þess að meðalaldurinn er kominn hátt í fimmtugt núna og það eru stórir hópar að fara á eftirlaun á næstu árum,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, í samtali við Morgunblaðið. „Það þarf að draga kennara til starfa. Við þurfum núna um það bil fimm þúsund kennara til þess að mæta þeim stöðum sem eru þarna úti, en það hafa tíu þúsund kennarar menntað sig til starfans. Það eru fimm þúsund kennarar þarna úti sem eru ekki að kenna og það er eiginlega stærsta vandamálið í bili, annarsvegar að ná í þetta fólk og líka að halda þeim sem eru að störf- um,“ segir Ólafur. Hann segir vandamál að nýút- skrifaðir kennarar yfirgefi stéttina eftir skamman tíma. „Margir stoppa bara stutt, eftir tvö, þrjú eða fjögur ár eru þeir bara farnir að gera eitt- hvað annað. Þetta tengist að því er virðist laununum og vinnuaðstæð- unum og þá er ég kominn hringinn í málinu, því ef launin og vinnuað- stæðurnar væru góðar myndi líka fjölga í kennaranámi, kennararnir sem byrja að kenna myndu vera lengur og menntaðir kennarar sem vinna önnur störf, gætu hugsað sér að koma að kenna,“ segir Ólafur. Skoða lausnir Kristján Þór Júlíusson mennta- málaráðherra og Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, hafa á síðustu vikum reifað hug- myndir um framtíð mennta- kerfisins. Menntamálaráðherra hef- ur skipað starfshóp til að skoða stöðuna og meðal annars nefnt end- urskoðun laga um kennaramenntun og möguleikann á einhvers konar þrepaskiptu kennaranámi. Áslaug Arna hefur mælt fyrir auknum einkarekstri í mennta- kerfinu og í umfjöllun um það hefur verið bent á að einkaskólar eigi auð- veldara með að manna sínar stöður en skólar sem reknir eru af hinu op- inbera. Ólafur segir að stytting á kennaranáminu sé engin ávísun á að fleiri kennarar fáist til starfa. „Ef einhverjum dytti í hug að fara að stytta kennaranám myndi það ekki leysa neitt. Það eru fimm þúsund kennarar nú þegar með menntun, sem eru að gera eitthvað allt annað. Þessir fimm þúsund eru allir með þriggja ára nám á bakinu, en eru samt ekki að kenna.“ Hann segir helstu lausnina til að bregðast við vera þá að hækka laun kennara. „Launin miðað við aðrar háskólamenntaðar stéttir hafa verið að lagast en hafa ekki lagast nóg. Birtingarmyndin af því er sú staða sem við erum að horfa upp á.“ Morgunblaðið/Eggert Skólabörn Fjölmargir kennarar eru komnir að lokum starfsferils síns. Of lítil aðsókn er í kennaranám og nýútskrifaðir kennarar tolla illa í stéttinni. Kennaraskortur er yfirvofandi hérlendis Dvínandi aðsókn hefur verið að kennaranámi við Háskóla Ís- lands og Háskólann á Akureyri síðan námið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009. Á árunum 2001-2008 hófu að meðaltali 598 nemendur grunn- nám til kennsluréttinda við Kennaraháskólann (sem síðar varð hluti Háskóla Íslands) og Háskólann á Akureyri. Flestir voru þeir árið 2002, eða 848 samtals við opinberu há- skólana. Frá 2009-2017 hafa nýnemar í námi til kennsluréttinda við þessa skóla verið 265 að meðal- tali. Fæstir voru þeir í fyrra, eða 175 samanlagt við HÍ og HA. Þess ber að geta að inni í þess- um tölum eru ekki þeir sem hefja nám í íþrótta- og heilsu- fræðum við HÍ, sem veitir kennsluréttindi. Lengra nám, færri nemar AÐSÓKNIN Í TÖLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.