Morgunblaðið - 21.08.2017, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2017
✝ Kristján BjörnHjaltested
fæddist í Reykjavík
8. september 1945.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsi
Vesturlands 12.
ágúst 2017.
Foreldrar Krist-
jáns voru Guðríður
Sigurbjörg Hjalte-
sted, f. 26. apríl
1909, d. 23. apríl
2003, og Erlingur Hjaltested, f.
10. janúar 1907, d. 15. apríl
1987. Bræður Kristjáns: Gunnar
skrifstofumaður, f. 25. apríl
1935, d. 27. nóvember 2008, og
Stefán matreiðslumaður, f. 11.
febrúar 1940.
Sonur Kristjáns er Georg, f.
24. febrúar 1965, eiginkona
hans var Dóróthea Huld, f. 10.
febrúar 1967, börn þeirra eru
Vaka Ingibjörg, f. 6. maí 1995,
Birkir, f. 24. ágúst 1999, og
Styrmir, f. 19. júní
2004.
Kristján ólst upp
í Vogahverfinu og
stundaði nám í
Langholts- og
Vogaskóla en lauk
gagnfræðaprófi frá
Hlíðardalsskóla.
Hann hóf nám í
matreiðslu eftir
gagnfræðapróf og
lauk því námi 1965.
Kristján varð fyrir slysi árið
1966 sem leiddi til örorku. Hann
hafði þó ágætisstarfsgetu og
starfaði sem matreiðslumaður
allan sinn starfsferil og lengst af
í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni
12. Kristján lagði stund á hesta-
mennsku og átti það áhugamál
hug hans allan um áratuga
skeið.
Útför Kristjáns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 21.
ágúst 2017, kl. 15.30.
Elsku hjartans afi okkar.
Þú varst ljósið í lífi okkar, því-
lík fyrirmynd sem við litum upp
til. Það var sama hvaða verkefni
lífið lét þig fá þá fórst þú í gegn-
um þau öll með þvílíkum styrk og
góðu skapi og sigraðist á þeim.
Enda elskuðu allir að vera í
kringum þig, þú varst svo mikil
hvatning fyrir alla. Ég man eftir
því hvað þú varst alltaf að fíflast
og hlægja með okkur krökkunum
þegar við vorum yngri, hvað okk-
ur öllum fannst gaman að fá afa
Kidda í heimsókn, þá byrjaði al-
vörustuð og svoleiðis var það alla
tíð.
Takk fyrir að hafa alltaf sýnt
mér áhuga og verið til staðar og
ég veit að þú horfir niður til okk-
ar og ert ennþá að fylgjast með
okkur.
Ég man svo vel eftir öllum
góðu stundunum okkar og sam-
talinu okkar uppi á spítala fyrr á
árinu, þetta eru allt minningar
sem ég mun eiga að eilífu og þú
munt ávallt vera í hjarta okkar,
elsku sterki og duglegi maður.
Megir þú finna frið og ég veit
að þú ert í faðmi þinna nánustu
og einn daginn munum við öll
sameinast og hittast á ný.
Við elskum þig.
Þín,
Vaka, Birkir og Styrmir.
Kristján Björn
Hjaltested
✝ (Sveinberg)Skapti Ólafs-
son prentari fædd-
ist í Reykjavík 7.
október 1927. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 1. ágúst 2017.
Foreldrar hans
voru Ólína Jóhanna
Pétursdóttir hús-
móðir frá Svefn-
eyjum í Breiðafirði,
f. 1887, d. 1979, og Ólafur Jón
Jónasson sjómaður frá Innra-
Leiti á Skógarströnd, f. 1887, d.
1929.
Skapti átti 12 systkini, Sigríði
Ingunni, f. 1912, d. 2011; Ólöfu
Pálínu (Lóu), f. 1914, d. 1965;
Guðrúnu Aðalheiði, f. 1915, d.
1944; Vigdísi Steinu, f. 1916, d.
2013; Hansínu, f. 1918, d. 1941;
Pétur Hafliða, f. 1920, d. 2009;
Önnu Ingibjörgu, f. 1921, d.
1996; Jónas Guðmund, f. 1921,
d. 2015; Guðrúnu, f. 1922, d.
1959; Rósu, f. 1924, d. 2015;
Gísla f. 1926, d. 2002, og Ólöfu
Jónu (Lóló), f. 1929.
Fyrri eiginkona Skapta var
Sveinfríður Guðrún (Sísa)
Sveinsdóttir húsmóðir, f. 1929,
d. 1993. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Kortsdóttir húsmóðir,
f. 1902, d. 1985, og Sveinn Jó-
hannsson, kaupmaður, f. 1893,
d. 1964.
Eftirlifandi eiginkona Skapta
er Kolbrún Gunnarsdóttir,
sjúkraliði og leikskólakennari.
Hún fæddist 1941. Foreldrar
hennar voru Gunnar Heimir
sonar og Prentsmiðju Morg-
unblaðsins. Hann stofnaði og
rak eigin prentsmiðju, Prent-
verk Skapta Ólafssonar, frá
1971 til 1995. Síðustu starfsárin
starfaði hann hjá Prentmet.
Skapti starfaði hjá lögreglunni í
Kópavogi frá 1961 til 1967 og
1974 til 1977.
Skapti var trommuleikari í
Lúðrasveit Reykjavíkur frá
1949 til 1956 og slagverksleikari
í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá
1950 til 1954. Hann var einn af
stofnendum Samkórs Kópavogs
og söng með kórum frá 1966 til
1970, meðal annars Pólýfón-
kórnum. Hljómsveitarferill
Skapta hófst árið 1947, hann
söng og lék með ýmsum: hljóm-
sveit Baldurs Kristjánssonar,
Carl Billich, Jónatan Ólafssyni,
Magnúsi Randrup, einnig með
Jóhannesi Péturssyni, Sig-
urgeiri Björgvinssyni og Rúti
Kr. Hannessyni. Hann stofnaði
eigin hljómsveit, Hljómsveit
Skapta Ólafssonar, sem einnig
hét Fjórir jafnfljótir og spilaði
rokk fyrir unga fólkið í Vetr-
argarðinum í Tívolí í Vatns-
mýri. Hann kom fram á ýmsum
skemmtunum, djassviðburðum
og spilaði meðal annars undir
hjá Josephine Baker. Hann gaf
út vinsæl textahefti og gítar-
kennslubók. Á árunum 1957 til
1959 söng Skapti inn á vinsælar
hljómplötur fyrir Íslenska tóna
og HSH og spilaði undir á
hljómplötum annarra söngvara
og skemmtikrafta. Síðustu ár
lék Skapti í nokkrum kvikmynd-
um, tók að sér hlutverk í leikrit-
inu Ást í Borgarleikhúsinu, söng
og spilaði opinberlega og gaf út
sólóplötu sem heitir Skapti.
Útför Skapta fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskirkju 15.
ágúst 2017.
Jónsson og Ragn-
hildur Daníels-
dóttir. Börn hennar
eru Ragnhildur
Gunnarsdóttir og
Skúli Gunnarsson,
maki Fríða Ólöf
Ólafsdóttir.
Þau Skapti og
Sísa eignuðust fjög-
ur börn. 1 ) Snorri
arkitekt, f. 1950, d.
2005. Sambýlis-
kona hans var Lone Ries. 2)
Stella hússtjórnarkennari, f.
1953. Eiginmaður hennar er
Ólafur Elísson, endurskoðandi.
Þeirra börn eru: a) Sjöfn, f.
1976, gift Pálma Jóhannssyni.
Þeirra börn eru: Snorri, f. 2008,
og Linda, f. 2012. b) Skapti Örn,
f. 1980, sambýliskona hans er
Guðrún Arna Sturludóttir. c)
Hlín, f. 1989, sambýlismaður
hennar er Jón Bjarki Magn-
ússon. 3) Sævar fram-
kvæmdastjóri, f. 1958. Eig-
inkona hans er Bryndís
Óladóttir bankastarfsmaður. 4)
Steinn, f. 1963. Sambýliskona
hans var Þórhildur Jónsdóttir,
d. 2013.
Skapti hóf prentnám í Félags-
prentsmiðjunni árið 1944 og
lauk sveinsprófi frá Iðnskól-
anum í Reykjavík árið 1948, öðl-
aðist meistararéttindi í prentiðn
árið 1966 og í ofsetprentun árið
1977. Þá fékkst Skapti einnig
við bókband. Hann starfaði
lengst af í Félagsprentsmiðj-
unni, Prentsmiðjunni Eddu,
Prentsmiðju Árna Valdimars-
Genginn er móðurbróðir minn,
Sveinberg Skapti Ólafsson, næst-
yngstur 13 systkina. Eftirlifandi
er nú einungis yngsta dóttirin,
Ólöf Ólafsdóttir.
Skapti var mannkostamaður
eins og þau systkin öll. Hann var
prentari að iðn, tónlistamaður
mikill og söngmaður góður.
Hann var áhugasamur um og
hafði unun af allri tónlist, sígildri
tónlist ekki síður en djassi og
dægurtónlist og spilaði og söng
með ýmsum hljómsveitum. Sem
dægurlagasöngvari sló hann í
gegn, eins nú er sagt. Nokkrar af
hans plötum slógu sölumet á
sinni tíð og voru þrautspilaðar í
útvarpinu. Þetta þótti okkur
bræðrunum, systursonum hans,
afar merkilegt og litum mjög upp
til hans fyrir vikið. Í okkar aug-
um var hann eins og Haukur
Morthens og næsti bær við Bítl-
ana frá Liverpool og svipaðar
stórstjörnur. Er við komust á
legg notuðum við tækifærið í fjöl-
skylduboðum og drógum hann
með okkur inn í okkar herbergi
að hlusta á okkar tónlistargoð á
fyrri hluta sjöunda áratugarins.
Þessu tók hann af stakri þolin-
mæði og sat jafnvel undir löngum
ljóðaþulum frá Bob Dylan, sagði
sitt álit á lögunum og raulaði
stundum með.
Mér er minnisstætt löngu fyr-
ir þessa tíma, er ég var þriggja
eða fjögurra ára og hafði orðið
fyrir því óláni að rífa síðu í
myndabók sem ég hélt mikið upp
á. Skapti, sem þá var liðlega tví-
tugur og nam prentiðn, tók að
sér að líma saman síðuna sem
hann gerði af stakri natni og
vandvirkni á meðan ég horfði á
bergnuminn. Hérna kemur þá
höfuðið á manninn, sagði Skapti.
Og viti menn, höfuðið límdist við
bolinn og myndin varð heil. Í
mínum augum var þetta eins og
kraftaverk.
Þannig var Skapti og raunar
allt hans líf. Ætíð var hann
reiðubúinn til að hjálpa. Svo var
hann hrókur alls fagnaðar á
mannamótum og spilaði og söng
eftir pöntunum í fjölskyldu-
boðum. Nú er hann horfinn til
feðra sinna. Heimurinn er fátæk-
ari fyrir vikið.
Ragnar Árnason.
Skapti móðurbróðir minn hef-
ur nú kvatt okkar tilveru. Hann
var yngstur fjögurra bræðra í 13
systkina hópi, þeirra Péturs,
Gísla og Jónasar, sem allir er nú
gengnir. Öll systkinin eru nú lát-
in þar á meðal móðir mín, Sig-
urrós (Rósa), nema Ólöf Jóna
Ólafsdóttir sem kveður nú sein-
asta systkini sitt.
Fjölskyldufaðirinn fórst í
vinnuslysi frá Ólínu Pétursdóttir,
ömmu minni, og 13 ungum börn-
um og lá þá ábyrgðin öll á herð-
um ömmu minnar sem aldrei
brotnaði undan álaginu.. Þessir
ágætu bræður og systur þeirra
auðvitað ólust því upp án leið-
sagnar föður síns og stuðnings.
Þetta mótaði að mínu mati þessa
bræður. Þeir urðu allir mjög
sjálfstæðir og sjálfbjarga menn,
létu ekki segja sér hlutina heldur
kynntu sér þá sjálfir og voru opn-
ir, sanngjarnir og með mjög
sterka réttlætiskennd sem ekki
varð keypt þó hún gæti bakað
þeim tímabundin vandræði.
Komu sér allir vel fyrir með mik-
illi vinnu og dugnaði en ekki var
það alltaf auðvelt. Eignuðust fjöl-
skyldur og fjölda afkomenda.
Þeim var annt um heildarfjöl-
skylduna og skildu mikilvægi
samheldni eins og gerist oft hjá
þeim sem hafa þurft að hafa mik-
ið fyrir lífinu. Skilja hvernig sam-
heldni stuðningur og vinsemd við
börn og ungmenni í kringum þá
getur breytt miklu fyrir þá sem
njóta!
Við bræður, synir Rósu,
kynntumst þeim öllum hverjum
með sínum hætti og nutum oft
góðs af kynnum við þá bæði í leik
og starfi. Hressileiki, gaman-
semi, opnar rökfastar og hrein-
skiptar umræður þeirra um
menn og málefni og gjarnan póli-
tík við eldhúsborðið og ekki sam-
mála um margt. Þeir vissu að
munnurinn var fyrir neðan nefið!
Þeir vildu framtíð barnanna og
ættingjanna sem besta.Get nefnt
t.d. að Gísli lét það boð út ganga
að hann vildi gefa öllum börnum
systkina sinna stúdentshúfu að
gjöf ef menn kláruðu stúdents-
próf. Jónas varð þekktur knapi
og rak sendiferðabíl. Pétur var
alls staðar fremst í flokki þar
sem hann kom að, bæði í flokki
sjómanna og svo hjá Félagi eldri
borgara. Skapti var prentari og
tónlistarmaður (poppari) og ekki
laust við að það kitlaði hégóma-
girnd mína að Skapti frændi væri
frægur söngvari.
Í hugum okkar barnanna voru
þessir bræður snillingar hver á
sinn hátt og alveg ljóst að þeir
höfðu mikil áhrif til góðs á unga
ættingja í kringum sig.
Í dag kveð ég hinstu kveðju
hann Skapta með þakklæti fyrir
samfylgdina í gegnum lífið um
leið og ég þakka gengnum
bræðrum hans og systrum fyrir
þeirra áhrif í að auðga líf afkom-
endanna. Í mínum huga hafa þau
öll eilíft líf. Ég votta eiginkonu,
börnum, Ólöfu J. Ólafsdóttur
systur hans, mökum og barna-
börnum innilega samúð við þessa
skilnaðarstund en ég veit að
hann fór í friði og syngur í eilífð-
inni!
Atli Árnason.
Við Skapti vissum lengi hvor
af öðrum en kynntumst ekki per-
sónulega fyrr en um 1980 þegar
við unnum undir sama þaki. Í
mínum huga hafði hann verið
sveiflumúsíkant og fyrsti rokkari
íslenskrar músíksögu. Svo
kynntumst við og í ljós kom að
það var miklu meira í manninn
spunnið. Hann var menningar-
lega sinnaður, hlýr persónuleiki
og gaman að ræða við hann um
allt milli himins og jarðar, enda
sagði hann skemmtilega frá. Ef
einhver var „kúl“ þá var það
Skapti. Einu sinni vorum við,
ásamt nokkrum öðrum, úti á
svölum í samkvæmi og reyktum.
Einhver fór að kvarta undan
gigtarverkjum en Skapti sagðist
ekki vita hvað það væri (var þó
kominn á níræðisaldurinn). Svo
fékk hann sér smók, leit á sígar-
ettuna og sagði „Það er kannski
vegna þess að ég byrjaði svo
snemma að reykja.“
Þegar hann var að nálgast átt-
rætt ákvað hann að gefa út
hljómplötu með eigin söng og bað
mig að semja nokkra texta á
hana. Mér fannst það mikill heið-
ur, en hann sagði að honum fynd-
ist líka heiður að fá mig til þess.
Hann leit aldrei stórt á sig og var
í rauninni lítillátur þótt hann
hefði gert margt skemmtilegt um
ævina. Í nokkur ár gaf hann út
hefti með vinsælum dægurlaga-
textum, hann las inn kynningar
fyrir útvarpsstöð („Aðalstöðin –
góður félagi“), lék hlutverk í
kvikmyndum og í Borgarleikhús-
inu, en aldrei leit hann á sig sem
leikara eða áberandi persónu.
Hann hefði, hins vegar, ekki tek-
ið neitt af þessu í mál ef honum
hefði fundist það óspennandi.
Hann sóttist einfaldlega ekki eft-
ir því.
Við náðum vel saman frá því
við kynntumst og það var alltaf
fagnaðarfundur þegar við hitt-
umst. Hann var bara þannig. Það
er því ekkert skrýtið að ég sakna
þessa margslungna öðlings. Ég
votta hans nánustu samúð mína.
Þorsteinn Eggertsson.
Sagan hefst í Holtagerði árið
1970. Allt hálfkarað, nýmálað og
nýmalbikað. Í sjónvarpinu var
Kópavogur kallaður „ungur bær“
sem væri að breytast úr sveit í
kaupstað. Sjö ára flutti ég þang-
að og vingaðist fljótt við jafn-
aldra minn, Stein, sem bjó á móti
á nr. 15 ásamt þremur systkinum
og foreldrunum Sveinfríði (Sísu)
og Sveinberg Skapta. Allir köll-
uðu hann Skapta nema við eftir
að við uppgötvuðum Sveinberg í
Prentaratali.
Manni skildist fljótt að faðir
nýja vinarins var landsþekktur
söngvari sem hafði gert garðinn
frægan með Allt á floti „en nú vill
hann ekki spila það“, sögðu börn-
in í götunni og höfðu fyrir sér
einhverjar balluppákomur. Ég sá
hann oft á kveldin, bera stóra
trommusettið út í bíl mjög ein-
beittan á svip.
Það var atvinnumannsandlit
hans. Litlum drengjum tók hann
ævinlega fagnandi.
Það var ekkert sjálfgefið að
mér yrði tekið svo vel. Ungviði
sem vafraði inn á heimkeyrsluna
á 15 var ekki alltaf vel séð. En ég
var „í náðinni“ frá fyrsta degi og
fékk að upplifa menningarheim-
ili.
Afmælisveislurnar voru eins
og þær rómuðu í Holly-
woodpressunni, með leikjum og
skemmtiatriðum, en með breið-
firsku ívafi. Við drengirnir í göt-
unni fórum eitt sinn á sirkus-
mynd með honum og hver haldið
þið að hafi skemmt sér best eða
sýnt mestu innlifun? Jú, jú, sá
fullorðni í hópnum!
Löngu seinna var ég staddur
með þeim feðgum á baráttufundi
í Háskólabíói þar sem góðkunnur
þulur var kynnir. Jón Múli
muldraði gullkornin og um leið
fóru hrinurnar af stað úr okkar
sætaröð. Þulurinn hefði þekkt
þennan hlátur hvar sem var í
heiminum.
Þau hjónin í Holtagerði voru
róttæk eins og sagt var þá, og
þótti mikið koma til austur-evr-
ópskar menningar, mun minna til
amerískrar að undanskildum
djassinum. Merkilegt við það var
að Sveinberg var af amerísku
kynslóðinni sem upplifði hernám-
ið á æskuárum. Alla tíð síðan var
mál hans enskuskotið, sbr.
„Kiddi, nú ertu farinn að var-
íera!!!“
Í austurbænum var orrustu-
völlur Bergþórugötu-bísanna og
Lindargötu-bísanna. Þar sá
Sveinberg ýmsar vofur í húsa-
sundum. „Þarna fann Bessi
Bjarnason einu sinni skamm-
byssu!“
Minningar, minningar.
Hvað um útitónleikana í
Kolgrafarfirði 1984, þegar mr.
Ólafsson á maragass, Ásgeir
Ingvarsson, gítar og fleiri léku
„þétt bít“ við vegarkantinn uns
þingmaður Vestlendinga snar-
hemlaði við sýnina?
Sveinberg var síðustu árin
haldinn þeim sjúkdómi er rænir
fólk minningunum. Á utanlands-
árum mínum hvatti hann mig
reglulega til heimferðar, símleið-
is. Ég var því meira en lítið á nál-
um þegar ég nálgaðist herbergi
hans á Vífilsstöðum sl. ár. Myndi
hann þekkja mig?
Hví, spurði ég? Hann fagnaði
mér eins og forðum í Holtagerð-
inu þegar ég bankaði þvottahús-
megin uppburðarlítill græningi.
Ég var enn í náðinni, hafði alltaf
verið, eiginlega var ég í hópi út-
valdra að hafa fengið að kynnast
þessum tilfinningaríka, marg-
slungna Bergþórugötubísa.
Takk Sveinberg.
Kristinn Jón Guðmundsson.
Árið 1995 keypti Prentmet
rekstur Skapta Ólafssonar. Við
vorum svo lánsöm að hann vildi
halda áfram að vinna og starfa
með okkur. Þegar fyrirtækið
keypti sína stærstu og fullkomn-
ustu prentvél var henni gefið
nafnið „Skapti Ólafsson“ í virð-
ingarskyni við hinn aldna meist-
ara. Nafnið Skapti þýðir skapari
og það lýsir vel hans góða lífs-
starfi. Hann var yndislegur mað-
ur, alltaf léttur í lund og með ein-
staklega hlýja nærveru. Það gaf
honum mikið að gleðja aðra.
Honum var umhugað um vinnu-
stað sinn og vinnufélaga. Skapti
var duglegur að fræða okkur um
gamla tíma, kenna ungu sam-
starfsmönnunum réttu tökin og
hvernig þeir ættu að koma fram
og stunda vinnuna. Skapti var
okkur öllum mjög góð fyrirmynd.
Hann vildi hafa röð og reglu,
nýta pappírinn vel, fara vel með
hráefni og vélar og halda um-
hverfi og vélum hreinum. Honum
var einnig umhugað um plönt-
urnar á lóð fyrirtækisins, að þær
fengju nægan áburð. Góðar
minningar eigum við af sumar-
ferðum Prentmets, árshátíðum
og jólahlaðborðum. Sumarferð-
irnar fórum við ár eftir ár og allt-
af mættu Skapti og eiginkona
hans Kolbrún hress og kát,
Skapti með gítarinn og stjórnaði
hópsöng af sinni einstöku list.
Ættjarðarlög og dægurlög voru
sungin og yfirleitt tókum við lag-
ið hans „Allt á floti alls staðar“
með honum. Fyrirtækið bauð
þeim hjónum á alla viðburði með-
an Skapti hafði heilsu. Við minn-
umst Skapta Ólafssonar öll með
hlýhug og söknuði og sendum
Kolbrúnu og allri fjölskyldu hans
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
Prentmets,
Ingibjörg Steinunn Ingjalds-
dóttir og Guðmundur
Ragnar Guðmundsson.
(Sveinberg)
Skapti Ólafsson
Okkar yndislegi sonur og bróðir,
HAFLIÐI ARNAR BJARNASON,
Eyjabakka 16,
verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópa-
vogi miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað.
Þeim sem vilja minnast Hafliða Arnars er bent á Pieta og
Hugarafl. Minningarathöfn verður haldin í Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 26. ágúst klukkan 13.
Ólöf H. Aðalsteinsdóttir Bjarni H. Sigurjónsson
Svanhvít Jóna Bjarnadóttir Christian Reith
Hilmir Þór Bjarnason Karen Pálsdóttir
Bernharður Bjarnason
Elías Kjartan Bjarnason Sigrún Helga Davíðsdóttir
og aðrir vandamenn