Morgunblaðið - 30.08.2017, Side 8

Morgunblaðið - 30.08.2017, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2017 8 MÓTHERJARNIR Benedikt Guðmundsson benediktrunar@hotmail.com F yrir tveimur árum lenti íslenska körfubolta- landsliðið í einum svakalegasta dauðariðli sem sést hefur, ekki bara í körfuboltasögunni heldur íþróttasögunni. Það að fimm af átta bestu landsliðum í álfunni séu saman í riðli er eitthvað sem á ekki að vera hægt. Gerði það möguleika Íslands á sigri nánast enga en á móti var of- boðslega skemmtilegt fyrir liðið og alla stuðningsmenn að mæta þessum risaþjóðum. Það að hafa síðan staðið hressilega í þremur þeirra gerir mót- ið eftirminnilegt. A-riðillinn, sem Ísland er í nú, er allt öðruvísi. Riðillinn er vissulega sterkur, eins og allir riðlar eru þegar komið er á lokamót. Hins vegar eru möguleikar á sigri eða sigrum til staðar. Það er samt engin þjóð þarna sem Ísland „á að vinna“ því allar hin- ar fimm þjóðirnar eru taldar sterkari en Ísland, svona fyrir fram. Grikkland Fyrsti leikurinn er gegn Grikk- landi sem er mikil körfuboltaþjóð, með mikla sögu og hefð. Gríska liðið var eitt af þremur sem unnu alla sína leiki í riðlinum á EM 2015 en varð að sætta sig við 2 stiga tap gegn Spán- verjum í átta liða úrslitum. Vænt- ingar Grikkja hafa verið miklar fyrir EM í Finnlandi enda leit liðið virki- lega vel út framan af sumri. Aftur á móti hafa bara borist nei- kvæðar fréttir að undanförnu úr her- búðum liðsins. Fyrst tilkynnti gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, að hann mundi ekki spila með liðinu og síðan hafa leikmenn liðsins víst verið að tjá sig hver við annan með hnef- unum. Antetokounmpo er klárlega hæfi- leikaríkasti leikmaður Grikkja og fjarvera hans veikir liðið töluvert, enda einn hæfileikaríkasti leikmaður NBA deildainnar. Gríska sambandið er mjög ósátt með NBA liðið hans, Milwaukee Bucks, og vill meina að hann sé ekki meiddur eins og Bucks heldur fram. Eldri bróðir hans mun hins vegar spila og vera fulltrúi fjöl- skyldunnar, sem er upprunalega frá Nígeríu. Þeir bræður hafa valið að spila fyrir hönd Grikklands í stað landsliðs Nígeríu. Grikkir spila taktískan körfubolta og verður ekki auðvelt fyrir íslenska liðið að keyra upp hraðann gegn þeim, þar sem Grikkir eru virkilega góðir í því að stjórna tempóinu í leikj- um. Þannig að ef það er einhver óein- ing innan hópsins hjá Grikkjum þá aukast möguleikarnir á sigri. En að sama skapi ef yfirstjórnin er hætt að pirra sig á Milwaukee Bucks, og leik- mennirnir hættir að slást, þá er þetta mjög erfitt verkefni sem bíður okkar í fyrsta leik. Pólland Pólland verður án sinnar helstu stjörnu í Finnlandi en miðherjinn Marcin Gortat, leikmaður Wash- ington Wizards, var heldur ekki með liðinu í undankeppninni. Það munar um minna fyrir pólska liðið og verður erfitt fyrir Mike Taylor, þjálfara liðs- ins, að fara með liðið eins ofarlega og síðast þegar Pólverjar enduðu í 11. sæti. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Maciej Lampe fyrir stuttu, en hann er líklegast næstbesti leik- maður leikmaðurinn á eftir Gortat. Taylor má eiga að hann hefur engu að síður búið til flotta liðsheild sem gerir liðið erfitt viðeignar. Á móti er stöðugleiki ekki helsta einkenni liðs- ins og er það verkefni drengjanna okkar að sjá til þess að þetta verði slæmur dagur hjá pólska liðinu. Bandaríkjamaðurinn og leikstjórn- andinn AJ Slaughter stýrir liðinu en honum var boðinn ríkisborgararéttur fyrir lokakeppnina 2015 sem hann þáði. Hann hefur reynst liðinu vel enda hæfileikaríkur bakvörður sem hefur sem dæmi verið leikmaður árs- ins í efstu deild í Frakklandi þar sem hann leikur áfram í vetur. Þeir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson eru því ekki bara að fara að kljást við kauða í Finnlandi heldur líka í vetur. Það þarf að hafa góðan hemil á honum ef sigur á að vera raunhæfur möguleiki. Frakkland Frakkar mæta til leiks án nokk- urra heimsklassa leikmanna en engu að síður er liðið gríðarlega sterkt. Frakkar eiga svo ofboðslega marga hágæða leikmenn að ef allir væru heilir, og gæfu kost á sér, gæti Frakkland verið með svona 3-4 virki- lega sterk lið í lokakeppninni. Helsta von Íslands að ná óvæntum sigri er að Frakkar mæti hrokafullir til leiks og vanmeti íslensku víking- ana. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir legðu allt í sölurnar í leikinn gegn Grikkjum daginn áður, þar sem þeir telja sig eiga náðugan dag gegn litla og krúttlega Íslandi 19 tímum seinna. Það gæti því verið upplagt að taka fast á þeim frá fyrstu sekúndu og sjá hvernig þeir bregðast við. Það gæti farið illa í þá ef strákarnir berja aðeins á þeim. Möguleikinn á sigri er enginn ef þetta verður hæfileikakeppni í körfu- bolta í 40 mínútur. Slóvenía Slóvenar mæta til leiks með hörku lið þar sem NBA-stjarnan Goran Dragic er fremstur í flokki. Dragic var með rúm 20 stig í leik hjá Miami Heat í vetur en hann var ekki með Slóvenum á EM fyrir tveimur árum. Annar bakvörður sem Slóvenar tefla fram er undrabarnið Luka Doncic. Þessi 18 ára strákur er einn áhuga- verðasti leikmaður mótsins og hvet ég alla til að fylgjast vel með honum. Hann var frábær með Real Madrid í vetur en spænska stórveldið keypti hann til sín þegar krakkinn var að- eins 13 ára gamall. Í síðustu sjö æf- ingaleikjum Slóvena fyrir mótið hef- ur þessi krakki verið stigahæstur í fimm þeirra. Það mun reyna vel á bakverðina okkar að reyna halda þessum tveimur í skefjum. Þá hafa Slóvenar styrkt sig verulega inni í teig frá síðustu lokakeppni með því að redda fyrrverandi NBA leikmann- inum Anthony Randolph slóvenskum passa. Eftir að hafa vera valinn núm- er fjögur í nýliðavali NBA á sínum tíma af Golden State lék Randolph sex tímabil í NBA en síðasta vetur var hann liðsfélagi Doncic hjá stórliði Real Madrid. Íslenska liðið þarf algjöran stjörnuleik til að leggja Slóvena að velli þar sem allt gengur upp en það er allt hægt á góðum degi. Ég sé þetta skemmtilega lið Slóvena fara langt í þessu móti og yrði ekki hissa ef þetta yrði „spútniklið“ mótsins. Finnland Finnar eru búnir að festa sig í sessi í lokakeppni EM en þetta er fjórða lokakeppnin í röð sem þeir eru meðal þátttakenda. Það er mikil eftirvænt- ing í Finnlandi hjá heimamönnum og líklegt að stuðningurinn í stúkunni muni hjálpa Finnum mikið. Finnar hafa tapað öllum sínum æfinga- leikjum nema einum fyrir mótið, sem er ekkert sérstaklega sannfærandi en æfingaleikir eru ekki nærri því það sama og þegar í alvöruna er komið. Í síðasta æfingaleiknum sínum töpuðu þeir fyrir Rússum með 9 stigum en við Íslendingar máttum einnig sætta okkur við tap gegn Rússum fyrir stuttu. Finnska liðið er klárlega það lið í riðlinum sem er næst því íslenska í getu. Þarna er okkar helsti möguleiki á sigri. Það er alveg klárt að stuðið í stúkunni verður ekki síðra en bar- áttan inni á vellinum með fjöldann all- an af Íslendingum. Vonandi verða strákarnir búnir að stela einum sigri áður en kemur að þessum lokaleik í riðlinum sem gæti þýtt að þetta yrði úrslitaleikur um sæti í 16-liða úrslit- um. Ég hef endalausa trú á þessu liði okkar og með öflugum stuðningi í Helsinki er allt hægt. Öflugir Slóvenar gætu slegið í gegn á EM í Finnlandi  Riðill Íslands í Helsinki mjög sterkur  Finnska liðið næst því íslenska í styrkleika á pappírunum AFP Reyndur Frakkinn Evan Fournier leikur með Orlando Magic í NBA-deildinni. Leikirnir á EM A-RIÐILL Leikið í Finnlandi ÍSLAND Pólland Grikkland Frakkland Finnland Slóvenía B-RIÐILL Leikið í Ísrael Úkraína Ísrael Litháen Georgía Ítalía Þýskaland C-RIÐILL Leikið í Rúmeníu Króatía Tékkland Spánn Svartfjallaland Rúmenía Ungverjaland D-RIÐILL Leikið í Tyrklandi Bretland Rússland Serbía Lettland Tyrkland Belgía Leikir íslenska liðsins í A-riðli ÍSLAND – GRIKKLAND Fim. 31. ágúst kl. 13:30 PÓLLAND – ÍSLAND Lau. 2. september kl. 10:45 FRAKKLAND – ÍSLAND Sun. 3. september kl. 10:45 ÍSLAND – SLÓVENÍA Þri. 5. september kl. 10:45 FINNLAND – ÍSLAND Mið. 6. september kl. 17:45 Finnland Rúmenía Ísrael Tyrkland B2-A3 A1-B4 B1-A4 A2-B3 Þriðjud. 12. sept. Þriðjud. 12. sept. Fimmtud. 14. september kl. 18:30 Föstud. 15. september kl. 18:30 Sunnudagur 17. september kl. 14:00 um 3. sæti og kl. 18:30 um EM-titilinn Miðvikud. 13. sept. Miðvikud. 13. sept. C1-D4 D2-C3 C2-D3 D1-C4 Laugardaginn 9. september Sunnudaginn 10. september 16 LIÐA ÚRSLIT UNDANÚRSLIT ÚRSLITALEIKIR 8 LIÐA ÚRSLIT Allir leikir eftir riðlakeppnina fara fram í Tyrklandi EM Í KÖRFUBOLTA 2017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.