Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.8. 2017 Góður stuðningur bjargar lífum Á fundi Samtakanna ’78 umtransbörn og ungmenni varrætt hverjar aðstæður þeirra á Íslandi væru, hvers konar stuðnings þau þörfnuðust, hvernig skólakerfið kæmi til móts við þau og hver lagaleg staða þeirra væri. Voru mælendur sammála um að málin væru á réttri braut, flest börn- in hlytu stuðning frá foreldrum og skóla, en að enn þyrfti meiri fræðslu í samfélaginu og að halda áfram bar- áttunni fyrir lagalegum réttindum. Samfélagið hefur þroskast Saga Eir Svanbergsdóttir frá Trans Íslandi, félagi transeinstaklinga á Ís- landi, tók fyrst til máls. Hún sagði fé- lagið hafa verið stofnað árið 2007 og það berðist fyrir réttindum trans fólks. Árið 2012 komu lög yfir kyn- leiðréttingaferli fyrir transfólk yfir 18 ára, og að nú berðist félagið fyrir að því að lögin ættu við um börn líka. Hún sagði ekki allt transfólk hafa í huga að fara í kynleiðréttingu og tók hún sjálfa sig sem dæmi. Hún segir samfélagið hafa þrosk- ast í heild sinni og taki nú vel á móti trans börnum og ungmennum, „fyrir utan nokkur súr epli“. Annað baráttuefnið snýr að því að samkvæmt kerfinu eru þessi börn veik og þurfa ávísun frá lækni til að fara á BUGL, barna- og unglingageð- deild Landspítalans, en þá fyrst er hægt að gera eitthvað fyrir þau. Saga Eir segir það baráttumál að hætta að skilgreina þetta sem sjúk- dóm, „við berjumst fyrir því að fólk skilji að við erum ekki geðveik, þetta lagist ekki, svona erum við bara og það er ekkert að okkur“. Margt má betur fara í skólakerfinu Ragnheiður Jóna Laufey Aðalsteins- dóttir er sá íslenski kennari sem fyrst aflaði sér þekkingar um transbörn, eftir að hún fékk transstelpu í bekk- inn sinn. Þar sem litlar upplýsingar að finna á Íslandi leitaði hún til Gen- der Odyssey í Seattle þar sem hún sótti ráðstefnu ásamt námsráðgjafa. Hún segir að margt megi betur fara í skólakerfinu þegar kemur að transbörnum og að það þurfi að út- rýma kynjaklósettunum strax, en það sé einmitt helsta baráttumál trans- barna í Bandaríkjunum. „Ferlið stendur oft og fellur með kennurunum og hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga og leita sér fræðslu og þekkingar. Okkur ber skylda til að hugsa um hag barnsins,“ fullyrðir hún. Hún bendir á að það sé mjög mikilvægt að vera með teymi sem samanstandi af deildarstjóra, náms- ráðgjafa, hjúkrunarfræðingi eða sál- fræðingi, sem transbörn og foreldrar þeirra geta leitað til og sé einnig klárt fyrir næsta transnemanda. Fræðsla til kennaranema og end- urmenntun kennara sé mjög mikil- væg, en einnig til nemenda. „Það á að fræða nemendur strax í fyrsta bekk um að það séu til fleiri kyn en tvö því fræðsla er besta vörnin gegn fordómum,“ segir hún að lok- um. Mikil vitundarvakning Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ’78, hefur haldið úti hóp fyrir aðstandendur transfólks sem og fyrir transbörn og -unglinga. Hún segir að sum börn tjái kynvit- und andstætt því kyni sem þeim var úthlutað um leið og þau byrji að tjá sig, en önnur seinna. Það sé mjög misjafnt, en flestir sem komi í ráðgjöf til hennar séu á aldrinum 13-20 ára, og að hún fái nýjan transeinstakling til sín í nánast hverri viku, enda séu þau mál um helmingur þeirra mála sem komi inn á borð til ráðgjafaþjón- ustu Samtakanna ’78. Hún heldur því fram að skilningur og þekking geti bjargað lífi trans barna og ungmenna, að stuðningur samfélags og aðstandenda skipti sköpum í lífi þeirra. „Rannsóknir sýna að börnum og ungmennum sem fá stuðning frá fjöl- skyldu sinni og samfélagi farnist vel á meðan transbörn, sem er hafnað af einhverjum í kringum sig, eru í miklu meiri hættu á að skaða sjálf sig, upp- lifa mikla vanlíðan og farnast illa í líf- inu,“ segir Sigríður Birna. „Þegar ég spyr transbarn: „Hvar verður þú eftir 5 ár ef ekkert breytist í lífi þínu?“ fæ ég alltaf svar í þessum dúr: ekki til, ekki lifandi, ekki hér. Verðum við ekki að bregðast við því?“ Sigríður segir að fræðslan sé rosa- lega mikilvæg og að reyndar hafi orð- ið mikil vitundarvakning og fjölmiðla- umfjöllun sem hafi hjálpað mikið. Það þurfi að fræða bæði aðstandendur og börn, svo þau hreinlega viti að þau megi vera öðruvísi. Það þurfi að byrja á að fræða börnin strax í leikskóla, og hún leggur til að kennt sé að sumir séu með píku og sumir með typpi, ekki stelpur eru með píku og strákar með typpi, það sé hreinlega ekki satt. Sigríður Birna segir einnig marga foreldra transbarna eiga erfitt, því þeir geta enga sönnun fengið fyrir því að barnið sé trans, einungis barnið sjálft geti sagt til um það. Foreldrar hafi líka oft áhyggjur af því að þeir séu að ýta barninu sínu út í þetta, bæði ungum börnum og ung- lingum, en það sé alls ekki rétt, það sé ekki hægt að búa til transbarn. Ekki frekar en maður getur breitt líkamlegu kyni barnsins síns eða kyn- hneigð, en margir foreldrar fái þessa gagnrýni frá vinum, samfélagi og fjölskyldunni og hafa áhyggjur af henni. Sigríður Birna segir alla aðila vera að læra mikið um transfólk og ferlið, og þar á meðal sé starfsfólk BUGL sem veiti stöðugt betri þjónustu. „Því miður er þetta ennþá sjúkdómagrein- ing og öll börn og ungmenni sem vilja fá þjónustu verða að fara á BUGL. Sumir transunglingar fá svokallaða blokkera eða kynhormónabælandi lyf sem stöðva kynþroska, en þeir séu ekki óafturkræfir ef viðkomandi skiptir um skoðun og svo í framhald- inu geta þau byrjað á hormónum, en yngstu ungmennin eru 16 ára sem hafa byrjað á hormónum á Íslandi.“ Sigríður Birna segir að blokkerar breyti lífi þar sem það er ótrúlega erfitt að ganga í gegnum kynþroska þess kyns sem maður er ekki. Bandaríska trans- stelpan Corey varð fyrir miklu einelti í skólanum. Ljósmynd/Facebook Af tilefni Hinsegin daga hafa Samtökin ’78 staðið fyrir fræðslufundum í vikunni í Stúdentakjallaranum. Þar var m.a. rætt um að- stæður og réttindi transbarna og -ungmenna; barna með kynvitund sem samræmist ekki líkamlegu kyni þeirra. Óliver Elí er 17 ára transstrákur sem kom út í vor, en hann fatt- aði að hann væri trans um leið og hann heyrði skilgreininguna á því hvaða það væri að vera trans, þegar aðilar frá Samtök- unum ’78 héldu fyrirlestur í skólanum hans. „Þá náði ég að setja mig inn í réttan kassa, því mér fannst ég aldrei hafa passað í þann sem ég var í. Það algerlega breytti lífi mínu,“ segir Óliver Elí sem var svolítið hræddur fyrst og fór að lesa reynslusögur trans- ungmenna. „Ég lærði meira og meira um fyrirbærið og gat sætt mig við að vera trans.“ Óliver Elí er svo heppinn að hann gekk aldrei í gegnum and- lega vanlíðan og allir tóku hon- um mjög vel. „Fyrst talaði ég við vinina, og þetta var ekkert mál fyrir þá. Svo ráðlagði námsráðgjafinn með að leita til Samtakanna og þar hjálpaði Sigga Birna mér að tala við mömmu mína sem hjálpaði mér að tala við alla fjöl- skylduna, og það gekk rosa vel.“ Óliver Elí segir að þetta hafi komið fáum á óvart í fjölskyld- unni, en að fólk sé enn að venj- ast þessu. Stundum ruglist fólk og noti kvenkyns lýsingarorð yf- ir hann, en hann vilji ekki gera mikið úr því þar sem hann sé nýkominn út, en mamma hans sé mjög dugleg í að leiðrétta fólk. Óliver Elí ætlar að breyta nafninu í skólanum núna í haust, en bekkurinn hans er þegar byrjaður að nota nýja nafnið. „Samfélagið hefur tekið mér mjög vel, en það eina sem gerir þetta erfitt er heilbrigðiskerfið og sá partur af ferlinu, og það er víst mjög langt og erfitt ferli að fá að breyta kyni og nafni í þjóð- skrá,“ segir Óliver Elí sem lítur bjartsýnn fram á veginn. „Ég ætla að taka hormóna og fara í brjóstnám, en svo læt ég tím- ann leiða í ljós hvort ég fari í fleiri aðgerðir.“ Breytti lífi mínu algerlega Óliver Elí, 17 ára transstrákur. ’ Þegar ég spyr transbarn: hvar verður þú eftir fimm ár ef ekkert breytist í lífi þínu? fæ ég alltaf svar í þessum dúr: ekki til, ekki lifandi, ekki hér. Verðum við ekki að bregast við því? Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ’78 INNLENT HILDUR LOFTSDÓTTIR hilo@mbl.is Kynvitund – segir til um hvernig við viljum lifa og vera í okkar kyni. Kynvit- und hefur ekkert með kynfæri, líffræði eða útlit að gera. Allir hafa kynvitund Kynhneigð – segir til um hverjum við löðumst að. Transfólk – regnhlífahugtak yfir fólk sem er með kynvitund sem samræm- ist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Flæðigerva – (gender fluid) kynvitund er fljótandi og getur breyst. Stundum er það reglulegt og stundum óreglu- legt. Kynsegin – regnhlífahugtak yfir ein- staklinga sem skilgreina sig ekki ein- göngu sem karl eða konu. Nota hugs- anlega persónufornafnið „hán“. Sískynja – þegar kynvitundin samræm- ist líkamlegu kyni, hver sem kyn- hneigðin er. Kynleiðrétting – ferli sem sumir trans- einstaklingar fara í gegnum til að sam- ræma líkama sinn og kynvitund. Hvað þýða þessi hugtök?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.