Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Page 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.8. 2017 VINKONUR Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fót- bolta, segist hafa lært ýmislegt af Nadiu, vinkonu sinni og liðsfélaga. „Ég hafði aldrei þekkt neinn múslima áður en ég kynntist Nadiu. Ég hef lært alls konar siði af henni enda erum við saman alla daga.“ Dagný segir Nadiu trúaða en móðir hennar hafi ákveðið, eftir að fjölskyldan settist að í Danmörku, að hún og dæturnar fimm myndu aðlagast dönsku samfélagi vel. „Þær halda í sínar hefðir á heimilinu en utan heimilis vilja þær vera eins og hverjir aðrir Danir. Mamman og syst- urnar ganga til dæmis ekki með slæður. Nadia á vin- konur sem ganga með slæður og henni finnst það reyndar dálítið flott!“ Nadia getur bjargað sér á frönsku, segir Dagný, „en talar fimm tungumál reiprennandi; persnesku, ensku, þýsku, dönsku og hindí – lærði það af því að hún horfði svo mikið á Bollywood-kvikmyndir þegar hún var lítil! Hún var töluvert í Englandi og Þýskalandi á sumrin sem unglingur, af því að ættingjar hennar búa þar, og talar þess vegna bæði tungumálin.“ Liðsfélagar og vinkonur. Landsliðskonan Dagný Brynjars- dóttir og Nadia Nadim leika saman með liði Portland. Ljósmynd/Úr einkasafni Dagnýjar Brynjarsdóttur Danskar hefðir utan heimilis NADIA NADIM Móðir með fimm ungar dætur stígur út úr flutningabíl að kvöldlagi á óþekktum stað. Hvar í ósköpunum erum við? „Þið eruð í Dan- mörku,“ segir gamall maður á göngu með hundinn sinn. „Þetta er Randers.“ Nadia Nadim, ein helsta stjarna kvennaliðs Danmerkur á EM í fótbolta, sem nýlokið er í Hollandi, er fædd í Herat og alin upp í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Faðir hennar var háttsettur foringi í afganska hernum en hvarf árið 2000, þegar stúlkan var 12 ára. Rabani Nadim var boðið til fundar við Talíbana en átti ekki afturkvæmt. Hálfu ári síðar komst Hamida Nadim að því að eiginmaður hennar hafði verið tekinn af lífi. Konan sá sæng sína upp- reidda og tókst að flýja land ásamt dætrum þeirra Rabins. Þeim var smyglað yfir til Pakistan, komust áfram (með fölsuð skilríki) fljúgandi til Ítalíu og þaðan var ferðinni heitið með flutningabíl til Englands, þar sem skyldmenni mæðgnanna bjuggu. Fyrir einhvern misskilning fór bíllinn hins vegar til Danmerkur. Þeim var þó í raun sama, ævisparnaðurinn enda uppurinn, ákváðu að vera um kyrrt á Jótlandi og var komið fyrir í flóttamannabúðum. Rabani heitinn hafði yndi af fótbolta og gaf dætrum sínum bolta. Þær léku sér í garðinum við hús fjölskyldunnar en hvergi annars staðar. Ekki þótti til- hlýðilegt í afgönsku samfélagi að stúlkur stunduðu íþróttir. Í dönsku flótta- mannabúðunum spiluðu systurnar fótbolta við börn í sömu stöðu, Araba, Ar- mena, Palestínumenn og Íraka. Eftir að fjölskyldan flutti úr búðunum hóf Nadia að æfa fótbolta og er nú einn kunnasti framherji heims, liðsfélagi landsliðsmannsins Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá Portland Thorns í banda- ríku atvinnumannadeildinni. „Nadia er mjög ábyrg stelpa, hress, skemmtileg og opin,“ segir Dagný við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Þær eru nánar vinkonur og búa meira að segja tvær saman í íbúð sem félagið útvegar þeim. „Nadia sagði mér sögu sína í fyrra; að pabbi hennar hefði verið drepinn og hvernig þær náðu að flýja. Mér fannst það dálítið óraunverulegt að þekkja einhvern sem hefur upplifað svona mikið,“ segir Dagný. Nadia vakti snemma athygli fyrir fótboltahæfileika og lék með Viborg, IK Skovbakken og Fortuna Hjørr- ing. Hún gat sótt um danskan ríkisborgararétt 18 ára, 2006, og öðlaðist hann 2009. Varð þá fyrsti útlending- urinn til að leika með landsliði þjóðarinnar eftir að hafa fengið danskan ríkisborgarrétt. 2014 gekk hún til liðs við Sky Blue FC í Bandaríkjunum en samdi í fyrra við Portland Thorns. NÁMSHESTUR Nadia er næstelst fimm systra. „Mamma þeirra ól þær greinilega mjög vel upp. Lagði áherslu á það við dætur sínar að þær væru ekki komnar til Danmerkur bara til að vera, heldur ættu þær að verða eitthvað. Sú elsta er læknir, ein er hjúkrunarkona, ein atvinnu- maður í hnefaleikum og Nadia er langt komin í læknisfræðinámi og ætlar að verða lýtalæknir,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. „Hún tekur eina önn á ári í skólanum í Árósum, á meðan frí er í fótboltanum í Banda- ríkjunum, og á eftir tvær annir. Hún er dugleg að læra hér enda mikill dauður tími í atvinnumennskunni.“ Langt komin í læknisfræði Nadia Nadim, til vinstri, á sjúkrahúsi í Árósum þar sem hún lærir læknisfræði. AFP MARKSÆKIN Fyrsta mark Nadiu Nadim með danska A-landsliðinu var gegn Íslandi á Algarve-mótinu í Portúgal 9. mars árið 2009. Danir unnu leikinn 2:0 og hún gerði fyrra markið á 36. mín. Þetta var þriðji leikur Nadiu með landsliðinu, en hún fékk keppnisleyfi með Dönum rétt áður en mótið hófst. Nadia á að baki 73 leiki fyrir Danmörku og hefur skorað í 16 þeirra; alls 21 mark, þar af þrjú gegn Íslandi. Hún gerði eitt mark í 2:0 sigri í vináttuleik í Viborg sum- arið 2013 og aftur skoraði hún í Algarve-mótinu vorið 2016, en það dugði skammt. „Stelpurnar okkar“ burstuðu þá Dani 4:1. Nadia Nadim og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í leiknum í Portúgal. Ljósmynd/Algarvephotopress Braut ísinn gegn Íslandi Flóttabarn og fótboltahetja Nadia fagnar marki sínu í úrslitaleik EM gegn Hollandi um síðustu helgi. AFPNadia í Afganistan. Myndin birtist fyrir tveimur árum í þætti danska sjónvarpsins um hana. ’Nadia er næstelst fimmsystra, mjög ábyrg stelpa,hress, skemmtileg og opin,segir ein besta vinkona henn- ar, Dagný Brynjarsdóttir landsliðsmaður. Rabani Nadim, foringi í afganska hernum. Talíbanar tóku hann af lífi. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is ótorlokar ir allar stærðir kerfa. tum einnig boðið mótorloka llar algengustu gerðir loka frá öðrum framleiðendum. Gæðamótorlokar frá Sviss M fyr Ge á a

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.