Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Síða 17
13.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 gangur að störfum er ein ástæða þess að hann og Trump passa saman eins og hnetusmjör og sulta á ristuðu brauði. Sessions skilaði Trump mikilvægu fylgi og í kjölfarið tilnefndi Trump hann sem dómsmálaráðherra Bandraríkjana. Sessions hafði verið á pólitíska jaðrinum með skoðanir sínar á innflytjendum árum saman. Trump hóf popúlistabylgju og sá Sessions sér leik á borði en það á eftir að koma í ljós hversu sniðug pólitísk ákvörðun það var af hans hálfu. Sessions, svik og sturluð tíst Um miðjan júlí á þessu ári fer Trump í einka- viðtal hjá blaðamanni New York Times. Við- talið er áhugaverð lesning og inniheldur enda- laust af ótrúlegum ummælum Trump um tugi málefna. Í viðtalinu lætur Trump reiði sína gagnvart Sessions í ljós vegna þess að hann steig til hliðar sem yfirmaður alríkislögregl- unnar í rannsókn á tengslum Rússlands og Trump. En Sessions er meðal þeirra sem er verið að rannsaka. „Ef hann ætlaði að víkja sæti, hefði hann átt að segja mér áður hann tók starfið og ég hefði valið einhvern annan“ segir Trump í viðtalinu. Í kjölfarið tístir Trump næstu daga endalausar árásir gegn dómsmálaráðherra sínum. Segir Sessions vera „umkringdan“ og að hann hafi tekið „MJÖG veika afstöðu til glæpa Hillary Clinton og lek- um“ til fjölmiðla úr öryggisstofnunum og Hvíta húsinu. Á einum tímapunkti var Ses- sions á fundi í Hvíta húsinu meðan Trump tísti níð um hann úr öðru herbergi. Tímsetningin á aðför Trumps að Sessions varengin tilviljun en New York Times birti um svipað leyti frétt þess efnis að fjármálaeftirlitið væri að rann- saka milljóna dala lán til Trump frá Deutsche Bank. Í fréttinni kemur einnig fram að Deutsche mun líklega láta rannsóknarteymi Robert Mueller hafa upplýsingar um fjármál Trump. Þó maður hefði haldið að tíst væru ekki góð leið fyrir forseta til að koma skila- boðum til dómsmálaráðherra síns þá svarar Sessions kallinu. Sessions tilkynnti fyrir rúmri viku að ráðuneytið myndi þrefalda mannafla sinn í rannsókn á lekum úr ríkistjórninni og öryggisstofnunum Bandaríkjanna. Rannsókn- irnar beinast að ólöglegum lekum á trúnaðar- upplýsingum til fjölmiðla eða erlendra rík- isstjórna. Sessions tilkynnti hins vegar líka að ráðuneytið ætlar að „endurskoða reglur ráðu- neytisins um hvernig fjölmiðlum er stefnt fyrir dóm.“ Núverandi stefna ráðuneytisins var sett af Eric Holder, dómsmálaráðherra í tíð Bar- ack Obama, og gerir samþykki dóms- málaráðherra skilyrði fyrir því að blaðamanni sé stefnt fyrir stjórnarskrávarið ritverk. Ítrekuð orð staðgengils Sessions, Rod Ro- senstein, um að ráðuneytið sé ekki að fara sækja að blaðamönnum, hafa ekki verið tekin trúanleg af fjölmiðlum vestanhafs enda Trump ítrekað beint árásum sínum að þeim. Trump hefur sagt fjölmiðla „óvin amerísku þjóðinnar“ en mögulega einhver áhugaverðasti og jafn- framt hættulegasti maður sem pólitík hefur séð lengi, Stephen K. Bannon, á mikinn heiður af árásum Trumps á fjölmiðla. Bannon berst við sameinaðan heim Bannon varð ráðgjafi í kosningastjórn Trumps í ágúst 2016. Hann, líkt og Sessions, sá Trump sem leið til að gera öfgakenndar hugmyndir sínar að veruleika. Þrátt fyrir að hafa óskertan aðgang að forsetanum hefur Bannon tekist vel að halda sig úr sviðsljósi fjölmiðla. Bannon veitti New York Times viðtal í janúar þar sem hann sagði fjölmiðla vera „andstæðing“. Bannon er mikill þjóðernissinni og hefur um árabil óttast hnignun kristilegra gilda og yf- irtöku múslima. „Ég hef dáðst að þjóðern- issinnuðum hreyfingum um allan heim, ég hef ítrekað sagt að sterkar þjóðir gera góða ná- granna,“ er haft eftir Bannon í viðtali hjá Wall Street Journal 21. nóv. 2016. Franskir fjöl- miðlar og Politico hafa staðfest að Bannon er mikill aðdáandi franska heimspekingsins Charles Maurras. Slíkar upplýsingar gefa ör- litla innsýn inn í hugarheim Bannons, en Maurras var kaþólskur þjóðernissinni sem færði rök fyrir því við upphaf 20. aldarinnar að upplýsingaöldin hefði upphafið einstaklinginn á kostnað þjóðarinnar. Politico greindi frá því að Bannon notaði skiptingu Maurras um hina „löglegu þjóð“ sem er leidd af kjörnum fulltrú- um og „alvöru þjóðina“ sem er venjulegt fólk þegar hann talar um popúlistabyltinguna sem er á uppleið. Þessi hugmyndafræði talar að einhverju leyti til fyrrnefndar kjósendahóp í Suður-Karólínu. Svik stjórnmálamanna, þrá liðinna tíma og nauðsyn þess að setja þjóðina í fyrsta sæti á ný. Flemming Rose, fyrrverandi ritstjóri hjá Jyllands-Posten, ritaði í Huffington Post í febrúar grein um samtöl sín við Bannon í einkaveislu í New York. Þar rekur hann meðal annars skoðanir Bannons á borða við: „Evróp hefur glatað kristnum gildum sínum og það hefur dregið úr mætti álfunnar“ og „Evrópa hefur ekki sýnt vilja né styrk til að standa gegn múslimskum innflytjendum“. Bannon er með sömu lausn á þessum vanda og Trump og Sessions; sterk landamæri. Ein helsta innsýn í hugarheim Bannons er útvarpsþættirnir hans, Breitbart News Daily, sem eru enn aðgengilegir á Soundcloud. Trump var gestur í þættinum níu sinnum og ræddu þeir innflytjendamál í nóvember 2015. Trump talar um nauðsyn þess að halda mennt- uðum, duglegum og atvinnuskapandi innflytj- endum í landinu, því þeir eru „góðir fyrir efna- haginn“. Bannon er ósammála þeirri staðhæfingu og segir: „Punkturinn minn er meira eins og hjá Sessions. Þjóð er meira en bara efnahagur, við erum borgaralegt sam- félag.“ Tíu dögum seinna er Ryan Zinke, þá- verandi þingmaður og núverandi innanrík- isráðherra í ríkistjórn Trumps, í viðtali. Þeir ræða um sýrlenska flóttamenn og Zinke talar um nauðsyn þess að ítarleg könnun fari fram á bakgrunni sýrlenskra flóttamanna áður en þeim er hleypt inn í landið. Bannon mótmælir á ný og segir: „Þú kannar einungis bakgrunn þeirra ef þú ætlar að hleypa þeim inn, af hverju að hleypa þeim inn til að byrja með?“ Það eru þessar skoðanir Bannons sem hafa mótað harða innflytjendastefnu Trump- ríkisstjórnarinnar; tímabundið bann við komu ríkisborgara sex landa þar sem múslimar eru í meirihluta ásamt 120 daga banni á móttöku sýrlenskra flóttamanna. Nýjasta útspil Trump-ríkisstjórnarinnar er núna RAISE- löggjöfin, en hún setur enskukunnáttu sem skilyrði til að komast inn í Bandaríkin. Síðast- nefnda löggjöfin verður líklega ekki samþykkt í þinginu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkin setja tungumálakunnáttu sem skil- yrði fyrir inngöngu inn í landið (sjá Johnson- Reed lögin). Þegar frumvarpið var kynnt lenti Stephen Miller, núverandi talsmaður fyrir Trump-ríkisstjórnina og fyrrverandi aðstoð- armaður Sessions, í rifrildi við blaðamann CNN, Jim Acosta, um ljóðið The New Colos- sus sem er að finna á Frelsisstyttunni. Rifrildi blaðamanns og ríkisstjórnar Trumps um gildi ljóðsins er ágæt táknmynd fyrir Bandaríkin í dag. Lögfræðingurinn og ljóðskáldið Sigurður G. Hafstað þýddi og uppfærði nýlega hluta ljóðsins til að endurspegla Bandaríki dagsins í dag. „Sendið mér þjáða, þreytta og snauða, þann langþreytta múg sem býr yfir þrá að komast í skjól fyrir fátækt og dauða, framtíð í landi hinna frjálsu að fá. Ég skal hirða af þeim restina, rupla þá snauða ræna þá, fangelsa, hengja og flá.“ -Frelsisstyttan Trump kemur og fer en fólkið ekki Það er útbreidd skoðun að Trump sé vanda- málið en þrátt fyrir að hann hafi kynt undir ótta við útlendinga með ýmsum hætti er hann í raun bara spegilmynd af stórum hluta banda- rísku þjóðarinnar, fólki sem upplifir sig svikið af stjórnmálamönnum í Washington. Trump hitti á taug þegar hann lofaði að endurskoða fríverslunarsamninga, þegar hann lofaði að endurvekja glötuð störf. Hann sannfærði þjóð um að innflytjendur væru vandamálið og að hann einn gæti leyst það. Loforð Trumps voru svo stór að þau skyggðu á galla hans. Það eru einungis liðnir 200 dagar og enn er ólíklegt að hann muni koma mörgum af loforðum sínum í verk. Hann mun hins vegar kenna öðrum um mistökin og hampa sjálfum sér fyrir afrekin og hvað sem verður af rannsókn Muellers er víst að fólkið sem kaus hann er ekki að fara að flytja frá Bandaríkjunum í bráð. Trump á viðburði í Vestur-Virgínu í síðustu viku. Á tímabilinu janúar- júlí hafa að meðaltali 60% íbúa í ríknu verið ánægð með störf Trumps (Gallup). AFP Sessions gengur frá pontu eftir að hafa tilkynnt um aukinn mannafla til að stöðva leka. Kjósendur í New York mótmæla því að Bannon sé við störf í Hvíta húsinu. Ljósmynd/Jeffrey Bary Wikimedia Commons

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.