Ljósið - 15.07.1923, Blaðsíða 3

Ljósið - 15.07.1923, Blaðsíða 3
LJÓSIÐ 3 Sjálfur Drottinn segir mér, sýslið lítt um kverið, aldrei vondur heiðinn her, á himnum getur verið. Sál mín er af frelsi full, frelsi Guðs þið metið, lýð þið bjóðið löngum bull, logið margt þið getið. Fyrirbrigði. Egyptalands forni fjandinn, frelsi spillir voru enn, hann er þrældóms þrái andinn, er þrælkar börn og deyðir menn. Morðinginn hann Móeses, í manna ritning það eg les, strauk í burtu ur stóru landi, strákur hvarf á eiði sandi. Fyrirbrigði fjandinn gerði, frjálsan drap hann mann með sverði, loddara hann list þá lærði, lifandi fólkið fjandinn ærði. Framdi satan Fróðár undur, fjölkunnugur laufa lundur, Guðlaus vondur galdra hundur, gott lögmálið braut í sundur. Bíblíuna bræður sjá, bókin fúnar hillum á, mörg þar eru myrkraverk, af mönnum framin æði sterk. Kristur rétta kendi trú, kannist við það bræður nú, hann er Drottinn himnum á, hefir aldrei dáið sá. Einar Kvaran ekki kann, upp að vekja nema drauga. Eg segi nafna sannleikann, sannan guð á ekki spauga. Fyrirbrigði forn og ný, fúna öllum löndum í, allir Kristi eiga trúa, ei að smælingjum má ljúga.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.