Ljósið - 01.08.1923, Page 1

Ljósið - 01.08.1923, Page 1
/ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. Reykjavin, ágúst 1923. 10. blaÖ Jesús Kristur er Guð kristinna manna. Efstidagur. Rusl margt geymir ritningin, rannsókn þvi ei bönnum, hneyksli lærir heimurinn, hér af kennimönnum. Börn guðs villir biskup lands, bræður þó hann vígi, ósatt fer til andskotans. Enn er Guð sá nýi. Gleður alla guðleg . \i), guðson einn ef ræður, menn hafa til synda sáð, svndina kæfum bræður. Einn er drottinn ein sönn t.rú, alheim best hún styður, dauð og heiðin djöfia trú, dregst í víti niður. Það má vita þjóðin svinn, þrýtur ei guðs kraftur, dæmdur vondur djöfullinn, dæmast skal nú aftur. Guðson ekki fiutti fjöll, forðum út í liaflð, ei menn hafa orð hans snjöll, í mold niður graflð. Lýgin vond er lastatröll, laun hún fær sem drottning, víst kirkjan og valdstjórn öll, veita henni lotning. Yond og lýgin veröldin, verður meðan stendur, af því heiðni afguðinn, ungdómi er kendur. Sannleik þráir múgur manns, morðingjann vill grafa æðsti klerkur okkar lands, óvin lífs vill hafa.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.