Ljósið - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Ljósið - 01.01.1908, Blaðsíða 4
Vísur kveðnar tií Éinars jochumssonar, af Indriða í>or kelssyni á Fjalli í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu. Einar hefir eld í sál, allt í réttum skorðum, kristindómsins munar mál mælir snjöllum orðum. Þá sem trúa á tjandafans forsmán eilífs dauða, ætti mælsku hrísið hans, húð að stríkja rauða. Einurð varla hopar hans hót frá spjalli sannleikans, þó dæmi hann allir böls til banns biskup jarl og herrar lands. Grímur sálugi kirkjuhaldari í Garði í Kelduhverfi í Þing- eyjarsýslu, orti þessa vísu til Einars Jochumssonar á Páskadag, eftir það að hann og söfnuður séra Þorleifs á Skinnastað á- samt prestinum hafði hlustað á ræðu Einars, að lokinni em- bættisgerð í kirkjunni. Allra skilið áttu hrós alla viltu hugga. Kristilegt þú leiðir ljós ljótum út úr skugga. Málvillur og stafvillur eru á nokkrum stöðum í tímariti þessu, og bið eg góðfúsa lesendur að lesa í málið. Verstu stafvillur í kvæðum mínum eru þessar: Fyrsta línan í konungskvæðinu á að lesast þannig: Stíg réttum fótum réttarvöll. I fyrstu línu í kvæðinu heimkoman, vantar ur í fóst- urjörðin. I kvæði til Steingríms rektors, í síðasta erindi lesist djarft í stað djarf.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.