Ljósið - 01.01.1908, Síða 6

Ljósið - 01.01.1908, Síða 6
2 L J Ó S I Ð er talað, að hann leiti frétta hjá framliðnum, og þykir sumum það ekki vera hákristilegt. »Ljósið« er smátt eins og mustarðskorn. Drottinn al- máttugur, sem eg trúi á, gefur, að það stækki, svo það skíni vel í vantrúarmyrkrinu, sem nú er í þessu landi. Eg óska af hjarta almenningi til heilla og liamingju á nýja árinu, og um leið þalcka eg meislara frelsisins fyrir liðna árið. Árið var merkisár, þótt erfitt væri yíirleitt bændum og búaliði, sem ekki lifir á landsjóðnum. Grasbrestur og sjúkdómar gerðu víða vart við sig. Konungskoman og sá dýri mannfagnaður, átveizlur og óhóf, er víst nógsamlega útbreitt utan lands og innan. Það er víst laust við Frið- rik VlII., konung vorn, þótt íslendingar liafi ekki ratað meðalhófið; það mun vandratað í ílestu. Þórir, nefndur haustmyrkur, lét í »Þjóðviljann« grein, sem hefði átt að standa í fleiri blöðum, en ritstjóri »Ljóssins« hefir nægi- legt efni í rit sitt, þótt ekki taki hann neitt frá Skugga- sveini, Bessastaða-Skúla. Að endingu inngangsorðanna hið eg drottinn á himnum að sendaoss meiraljós og fyllra kennimannafrelsi en frárækir forustusauðir kirkjumála hafa að hjóða. Það eitt er víst, að sundurlynd kirkja og sundurþykt ríki hljóta annað hvort að falla eða þekkja sinn vitjunartíma og bæta ráð sitt. Förum af breiða veginum yfir á þann mjóa og beina; hann er rýmri nú en á dögum guðspjallamanna og post- ula drottins. Drottinn er með í verki. Óttist ekki. Kastið hneyxlunum frá. Lj ósid tileinkast sannleiks og frelsisvinum |*jórt:i r minnai' bæði liéx* og annars staðar. Vísur ortar síðustu jólanótt. Frá himnum kom það lírsins ljós, er lýsir oss með sannleiks krafti. Jesús bræðra hljóti hrós; hánn ei Ijóta málið skapti.

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.