Ljósið - 05.03.1908, Blaðsíða 4

Ljósið - 05.03.1908, Blaðsíða 4
36 LJÓSIÐ herrann noti stiltur stál, starfið rekur ótta úr sál. Veki biskup trúartal, tala gott eg við' hann skal, eg meta þá mun horskan hal, sem hefir mikið drengjaval. Það er verra en barnabrek, ef biskup ekkert sýnir þrek á hreinan pappír ber eg blek, og biskupinn í vörður rek. Biskup fær hjá bónda mát, blessuð sér það öldin kát, hann afgamlan brýtur bát, á bræðrum hans er mesta fát. Bestu laun fær biskupinn, þó brjóti tíu boðorðin; öldin flest það segir svinn, að sé hann versti ómaginn. Eg það segi um þann mann, ef hann færi’ á spítalann, vart eins þungur verður hann, vitið máske lagast kann. Hallgrímur ei heiðrar svall, hans ofmikið spítir gall, óvitar ei spinna spjall þá spekina talar Einar karl. Reifaður gulli riddarinn ragur fer í bælið inn, óttast herrann manndóm minn, sem mann og byssu refurinn. Klerkurinn líkur Kaífas er kristin fræði aldrei las; þeir sem ala flónsku flas, fá dóm sama og Matthías.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.