Ljósið - 05.03.1908, Síða 7

Ljósið - 05.03.1908, Síða 7
LJÓSIÐ 39 lior’fuLX* álít eg og fleiri séu nú komnar í trúfrelsis áttina. Með nýjárinu hætti Jón docent Helgason að starfa að útgáfu og ritstjórn »Nýja kirkjubl.cc, skyldi því ekki valda bæði andleg' og líkamleg fátækt þess rangeygða kennimanns? Prófessor Þórhallur Bjarnarson er nú einn ritstjóri og ábyrgðarmaður, að þessu nýja málgagni þjóðkirkj- unnar. Fleirum en mér fmst Kirkjublaðíð, það fyrsta á þessu ári, langtum meira í frelsisáttina, en meðan tveir ólíkir menn höfðu ritstjórn þess. Bréfkaflar úr prívatbréfum frá prófasti Zóphóníasi sáluga, er var í Viðvík, til prófessors Þórhalla. Þeir eru prentaðir í »Nýja kirkjublaðinu«, og sýna þeir greinilega hvað prófastur Zóphónías áleit að prestar væru bundnir við óheilnæmar gamlar venjur og rangar trúarskoðanir. Það er auðskilið, að prófasturinn þráði skýrari og fyllri trúarsannanir en kirkjan og hennar þjónar gefa. Geng- ur Zóphónías svo langt í bréfköflum þessum, sein hann hefir þorað embættis síns vegna. Zóphónías var mjög vel kristinn í anda, í því langtum fremri Páli Sigurðs- syni, sem þó margir álitu fyrirmyndar prest; en hann var ágætur únítara kennimaður, eftir skapi síra Matthí- asar bróður míns. Síra Páll Sigurðsson kendi ekki Jesús Krist, sem Guð drottinn almáttugann. Það verð- ur að kenna hann svo, þá falla um koll bókstafskenn- ingar og villur klerkanna, það þurfa menn að skilja, að spámaður dó, en ekki eilífur Jesús Kristur. Það eru fleiri undrandi yfir heimsku presta i trúarefnum, en eg einn. Það trúa fáir afturgöngusögum nú. Þær eru ekki kristilegar. Skynberandi menn, sem eru með réttu ráði, trúa betur náttúrulögmálinu. Ritningin segir frá tveim mönnum, sem aldrei dóu á jörðunni. Elías spámaður, er sagt er, að hafi farið í eldlegum vagni til himins, kast- nði að ejns ytix'höfn sinni niður á leiðinni til himnarík- Js. Upprisusögur eru margar í biblíunni, í báðum testa- mentunum. Það var bæði fyrir og eftir upprisu Messí- asar, að menn risu upp þótt dauðir væru. Líkið af

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.