Ljósið - 05.03.1908, Síða 6
38
LJÓSIÐ
frjáls góð vera stór og sterk
styrkir ekki lýgin klerk.
Blessaðu Jesú muna minn,
mér í þú ert upprisinn,
vond burt fari vantrúin,
vit mitt þroskar meistarinn.
I hafið aldrei færast fjöll,
forn nú dæmast guða spjöll,
málvillurnar taki tröll,
trú ei gefur ritning öll.
Ekki duga öll þau orð,
er prestarnir leggja á borð,
lýgin enn er stór á storð,
stolið,, rænt og framið morð.
Blessaðu Kristur lýð og land,
Ijós þitt styrki bræðra band,
ekki mun eg óttast grand,
elskan kærleiks hvetur brand.
Frjálsir bræður sjái sól,
sannleikans við norður pól,
öllum gefur Jesú jól,
Jesú börnum veitir skjól.
Hver vill neita kærleik hans,
kraft sem elur smælingjans,
trúr einn drottinn lýðs og lands
lífvörður er syndugs manns.
Enda á Hrópið hér eg bind,
hverfi burtu’ úr landi synd,
þú minn Jesú lífs ert lind,
líf og sál í þinni mynd.