Ljósið - 09.03.1908, Blaðsíða 6

Ljósið - 09.03.1908, Blaðsíða 6
46 L JÓSIÐ grimd og dýrsæði við saldausa menn, sem ekkert höfðu til saka unnið fremur en fólkið í Vestmanneyjum þá Tyrkinn rændi Vestmanneyjar. Það er svívirðileg heimska að hugsa, að algóður drottinn á himnum hafi útvalið Gyðingaþjóðina til að fremja alla þá mannvonsku og níðingsverk, er sagan sýnir að þeir frömdu af mannvonsku, bæði á heiðingj- um, og svo á sínum ágætustu siðameisturum, og sein- ast á þeim réttkristna réttlætisprédikara, Messíasi. Þeim vitrasta og bezta mannvini, sem veraldarsagan get- ur um. Líklega vilt þú ekki kannast við það, Hallgrímur biskup, að margir djöflar búi niðri í kristnum mönnum þó kristið fólk brjálist? Sagan sýnir, að það var trú Gyðinga, að svo væri. En hvort að Gyðingum hafi komið það vel, að einn karl læknaðist, sem brjálaður var, en djöflarnir drápu 2000 svin um leið og þeir höfðu vistaskipti, — og gott var það Hallgrímur að þú varst þar ekki nærri, — og það getur þú, sem sprenglærður guðfræðingur skoð-™ að eftir þinni vild. Þú ættir annars, Hallgrímur biskup, að skrifa lag- lega, góða grein í öll blöð landsins, svo látandi: að þú, sem ónýtur drottins kennimaður, beiddir alla góða menn á íslandi, að fyrirgefa þér og kennimönnum kirkjunnar, alt það óþarfa bull, og líka þau óþörfu verk, sem blessuð þjóðin hefir í blindni og barnaskap keypt af ykkur launuðu kennimönnum bókstafstrúarinnar, eg veit að allir heiðvirðir menn á íslandi, vildu af hjarta sjá það, að það er ekki beinlínis af illvilja að öllu leyti, heldur af aumingjaskap, að þú, biskup þjóðarinnar, og þínir mörgu misjöfnu þjónar, þekkið ekki herra ykkar og drottinn, þann, sem hefir verið til frá eilífð ogverð- ur eilíflega til, og mun miskuna öllum sínum brotlegu börnum, og leiða þau til sín, á þann hátt, sem lærðir guðfræðingar ekki skilja, sem vígðir eru til þess að halda í gamlar mannasetningar dauðahaldi, og alt þetta þykjast blessaðir herrarnir gera i Jesú nafni,

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.