Ljósið - 09.03.1908, Blaðsíða 5

Ljósið - 09.03.1908, Blaðsíða 5
LJÓSIÐ 45 um þínum. Eg get ekki betur séð, en að þú viljir halda eftir mestu getu í allar rangar kirkukenningar, hvað hneixlanlegar sem þær eru, og engin af þjónum þínum má kasta Ijótu máli, gömlu og óþörfu, af því að þú, yfirmaður Lútersku kírkjunnar, ert andlega blindur kreddudýrkari, þá verða þjónar þínir, prestarnir, að vera það líka, annars mundir þú svipta þá því embætti, sem kosningar frjálsra sóknarmanna veita þeim. Sérðu nú ekki, Hallgrímur hiskup, hvað slíkt fyrir- komulag er ókristilegt og vitlaust, að menn, sem tekið hafa guðfræðispróf, verða að kenna beint á móti sam- vizku sinni og heilbrigðri skynsemi, bráðvitlausar ljótar kenningar um höfund alls þess góða og sanna. Táktu nú þá nýu endurskoðuðu ritningu þér í hönd og' lestu hana með skynsamlegri dómgreind, og þá muntu sjá, að bókin er villumannafræði. Eg hygg, að þó þér endist lífið í 20 ár enn, sem eg vildi gjarnan óska, ef þú hættir úr þvi sem þér er ábótavant, að þú, og prestar þínir múnu þá sjá og við- urkenna, að ritningin er engin almáttugur frelsari allra þjóða. Þið allir til samans guðfræðingarnir, sem eigið hana í hókaskápum ykkar, ekki lieldur. Það er ritningin, sem þið allir strandið á trúhoð- arnir, þið eruð engir af ýkkur með réttu ráði, ekki einn einasti. Þið hugsið, að Ivristur sé fmnanlegur í dauðu manna verki, og því eins gömlu og ritningin er, hókin sú er ekki neitt nýtt barnagull. Fróði Hailgrímur, þó alt mál af henni sé sett á nýján pappír og ný logagylt spjöld á hana látin, þá er málið á henni jafn ókristi- legt og þungt fyrir það. Bókin er gamalt mannaverk, full af mótsögnum og draumsjónum, þungum spádóm- um, lýgi, klámi, hlóti, þjóðsögum frá Gyðingaþjóð- inni ramvitlausri drottnunargjarni, hjátrúarfullri og þrællyndri smáþjóð, sem vildi hrjóta undir sig lönd með ránskap, svikum og lýgi. Heiðuu þjóðirnar, sem áttu löudin og mannvirkin, borgirnar, mennina og fénaðinn, vildu og reyndu Gyðingar að leggja undir sig með

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.