Ljósið - 27.06.1913, Síða 1
LJOSIÐ
^nmavtt ^xnavs JjoduxmssoYm.
5. ár.
Reykjavík, 27. júní 1913.
11. blað.
Guð vor er Jesús Kristur.
var p
til
biskupsins yfír íslandi, herra Þórhalls Bjarnarsonar,
guðfræðinganna á Sýnódus 24. júni 1913.
í nafni drottins vors og herra Jesú Krists áminni eg
ykkur alla um að verða samtaka í því, að laga guðfræði
þá, sem þið kennið æskulýð vorum. — Það sjá það allir
rétthugsandi menn, að hún er röng, og því ekki trúarleg.
Einn sannur guð er til frá eilífð, sem ekki lætur sig
vera án vitnisburðar. Skapari og frelsari vor, mannanna, er
einoghinsama persóna; andi, vilji og kraftur þessarar guð-
dómlegu persónu er góður og almáttugur.
Pessi drottinn alheimsins, konungur konunga og kot-
unga, hefur aldrei fæðst af konu og dáið. Spámaðurinn,
sem misskilinn var, píndur og deyddur á Gyðingalandi, hann
var ekki nema að líkamanum til af konu fæddur, né heldur
dó hann nema að líkamanum tii. Andinn var sú ódauð-
lega vera, 'sem kallast guðs son og guð blessaður frá eilífð
til eilífðar, Jesús Kristur. Hann er vegurinn til guðs og
huggarinn, sem vér megum treysta.
Hann upplýsi ykkar skilning, bræður mínir.
Eg er syndari eins og þið. Drottins náð og miskunn
er eilíf og nær út yfir gröf og dauða. Enginn maður, sál,
útskúfast eða kvelst eilíflega.
Vinur syndaranna, Einar Jochumsson.