Ljósið - 27.06.1913, Side 4
76
L J O S I Ð
vini, sem vill með alvöru leiða í Ijós sannleika lífsins og hið
rétta frelsi sem fullkomnar okkur til þess að vér getum heitið
sannir menn og eftirbreytendur hins mikla herra, er oss hefir
kallað til starfs í sínum víngarði hér á jörðinni.
Jafnvel þó Jón virði mig ekki, skal eg samt virða hann og
alt það, sem gott og göfugt er í hans fari, en þann hroka, sem
hann hefir sýnt mér, mun eg aldrei virða, af því það er ekki
rétt að virða drambsemi, og staðhæfing hans, að eg viti ekkert
og kunni ekki að tala við siðaða menn. Og ekkert ber greini-
legar vott um vesaldóm og siðmenningarskort eins og hroki og
dramb ýmsra stórbokka í mannfélaginu. E. J.
Pólftíska ástandið hér á landi.
Hví er það orðið svo spilt?
Svar: Af því að menn hafa margoft tapað aiiri
skynsamiegri stjórn á hugsunum, orðum
og gjörðum.
Mottó:
Vilt er bæði þjóð og þing.
Það er guðleg vissa.
Einar gefur upplýsing,
Oldin situr hissa.
Menri hafa yfirleitt Iátið valdþyrsta og illa valda flokksfor-
ingja blinda sig til fylgis við sig. Þessir sömu menn hafa gint
ýmsa pólítiska glamrara til að starfa fyrir sig. Kaupmen t. d.
hafa máske lofað stöðugri atvinnu, jafnvel að gefa upp skuldir þeim,
sem kysu þann leiðtoga er kaupmanninum féll best. Þetta er
ekki rétt né sómasamlegt, því að öll atkvæðagreiðsla, hvort hún
fer fram opinberlega eða leynilega, á að vera frjáls og bygð á
skoðun hvers einstaks kjósanda. Vitaskuld er það ekki nema
heiðarlegt, að sá sem býður sig fram til þingmensku, haidi fundi
í því héraði, þar sem hann býður sig fram. Þar iætur hann í
ljósi stefnu þá, er hann vill berjast fyrir eins og vel hugsandi
mannvinur, sem leiðir þjóðina til framfara í heild sinni. Hann
má ekki taka of mikið tillit til einstaks héraðs. Það verður að
vera alt í hófi. Hver heiðarlegur þingmaður á að sýna á máli