Ljósið - 27.06.1913, Blaðsíða 5

Ljósið - 27.06.1913, Blaðsíða 5
L J Ó S I Ð 77 sínu, að hann sé jafnaðarmaður, fús á að bæfa kjör vinnandi lýðsins og þeirra undirokuðu, sem hafa oft verið kúgaðir af drotn- unargirni þingherranna, er ekki kunna að gæta meðalhófs og vilja maðka krókinn á almennings fé. Kristileg skylda er það hvers manns, sem lifir undir löggjöf hins réttkristna fyrsta fræðara, Jesú frá Nazaret, hann sýnir það að sami andi velvildar og mannúðar nær til allra, ekki síður til, smælingjanna en hinna háttsettu, sem Iöggjöfinni ráða. Því að allir sjá, hve mikil spilling það er fyrir krafta siðmenningarinn- ar, þegar háttsettu mennirnir reynast slæmir fyrirmyndarmenn og Ienda í féglæfrum og vanskilum. Svo eru þeir sýknaðir eða breitt yfir yfirsjónir þeirra meira en kristilegt er, í samanburði við þá lágtstandandi, sem, eins og eðlilegt er, h'ka eru breyskir og brot- legir eftir ströngum lagaskýringum juristanna. Dæmin eru svo mörg, að eg get rúmsins vegna ekki talið þau, en skamt á að minnast er það flókna bankamál, sem eg hefi sjálfur kveðið um og óskað eftir, að kafnaði algjörlega, þar eð það mun vera svo ljótt, að margir velmetnir drengir komast ekki lýtalaust úr því foræði. Alt fyrir það ætti þetta margrædda bankamál að verða góð aðvörun, að slíkt komi ekki fyrir hjá mönnum, sem eiga að gæta mikils fjár þjóðarinnar. Nú skal eg minnast á stærsta atriðið, hvað veldur spillingu í stjórnarfari þjóðarinnar og út á við óreiðu líka í viðskiftalífinu. Innri maðurinn, sem er andinn, er mjög viltur, fyrst hjá guðfræðingum landsins, sem eiga að leiða æskulýðinn, til sann- leiksþekkingar og lifandi trúar á alheimsfrelsara og fræðara Jesúm Krist. Án þekkingar á honum er ómögulegt sannan guð að þekkja. En nú er það ljóst almenningi og mér, einum smælingja, að það eru einmitt lærðu mennirnir, sem ganga á undan í því að hverfa frá aðalkjarnanum í guðsopinberuninni, og sama sem ieita ullar í geitarhúsum. Þetta getur ekki lengi gengið svo. Menn verða að halda sér við lífsorðið, sem er Kristur, en sleppa heiðindómi og hé- giljum og kynjasögum. Því hver rétthugsandi maður getur sann- að, að djöfullinn sé annað en falskur grýlulærdómur, óvirkilegur og óþarfur frá upphafi vega sinna? Að kasta Ijótum lærdómi er víst kominn tími til. Og finst ntér sönn skylda allra góðra manna að athuga málið.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.