Ljósið - 27.06.1913, Page 6

Ljósið - 27.06.1913, Page 6
78 L j Ó S I Ð Sýnódus var haldinn hér í Reykjavík í 3 daga, frá 24.—26. júní. — Eg hef alla dagana lítið eitt komist að því, sem fram hefur farið og getur blaðið iVísir« um margt af því, og líklega líka blaðið »ísafold«. Það, sem eg sérstaklega sjálfur var heyrnarvottur að, og fleiri vita, er það, að tvær trúmálastefnur eru á dagskrá, og með- al fylgjenda þeirrar nýju stefnu ber fyrstan að telja hinn frjálslynda, göfuga biskup landsins, Þórhalla Bjarnason. Margir munu vita, að prófessor Jón Helgason þykist vera og er fylgjandi þeim flokki. Honum næstur í tigninni er dócent Sig. P. Sívertsen. Um Harald Níelsson prófessor vita margir, hvar hann stendur og hvernig hann berst móti lúterskum, góðum hugsunarhætti. Eg get þess, að eg heyrði ekki Jón prófessor Helgason segja neitt, meðan eg var við, en biskup okkar, Þórhallur, talaði mjög frjálsum og kristilegum orðum um það, að menn yrðu að losa sið við trúna á bókstaflegum innblæstri bibh'unnar, þar hann áliti, að þeir einir væru best lúterskir, sem fyndu frelsi sannleikans í sínum eigin sálum og kvaðst biskupinn elska fólkið og vilja gera því til geðs, ekki síður yngri kynslóðinni en hinni eldri, því frelsið í okkar sálum krefðist framsóknar í fögru og góðu. Dósent S. P. Sivertsen talaði fallegt erindi í þá átt, að það væri alveg rangt, að nýguðfræðingar vildu ekki hafa neina fasta skoðun í trú, yegna þess, að guðstrúin kæmi altaf fram fegurri og fegurri, og yrði að hafa framþróum til þess að sannleikur- inn gæti sigrað heimspekilegar oggamlar villukenningar frá löngu liðnum tíma. — Hann gat þess, að það væri sorglegt, ef að kennimenn guðs vildu ekki kasta Ijótum kenningum og fanst mér þetta sannfærandi og kristilegt í alia staði. Honum svaraði séra Guðmundur Einarsscn frá Ólafsvík og var hann sterkur bókstafstrúarmaður, vildi ekki raska gömlum kenningarmála sinnar »fóstru«. Tala hans var talsvert löng, öll mér ógeðsleg og öllurn, sem trúa í sannleika á Jesúm Krist sem gjafara lífs og Ijóss og frelsara allra manna. Hann hélt fast við blóðfórnarkenningu og táknatilbeiðslu og alt það, sem er að svíkja, þrátt fyrir sterka starfsemi þessara blindu og viltu leiðtoga kirkjunnar.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.