Ljósið - 27.06.1913, Page 8

Ljósið - 27.06.1913, Page 8
80 L J Ó S I Ð Ritgjörð Grísla Sveinssonar í Ingólfl, Það er ómótmælanlegt, að lögfróður yfirréttarmálaflutningsmað- ur Oísli Sveinsson hefir með vel samdri ritgerð í blaðinu »lngólfur« fært lúterskum biskupi og lúterskum leiðtogum hans það til lýta með berum orðum, óhrekjanlegum, að þeir séu alls ekki á því rétta að viðhalda þjóðkirkjutrú, og gangi í gönur afvega- leiðandi og mjög villandi og bendir hann á framkomu prófess- ors Haraldar Níelssonar, sem gangi hamförum í þá átt, að leita að fréttum af framliðnum, og gefur það í skyn, að það sé sín æðsta gleði, sem er þó gagnstætt bæði ritningunni, barnalær- dómskverinu og öllum réttkristnum hugsunarhætti. Herra Gísli Sveinsson færir fullnægjandi rök að því, að þjóðkirkjan sé að falli komin og á grafarbarminn, sem að skáldið Þorsteinn Erlingsson kallar helvítis «barm,» og endar grein Oísla Sveins- sonar á því, að rotnuninn í kirkjunni sé nóg og þurfi ekki meira til þess að hún geti ekki staðist. Eg, Einar Jochumsson viðurkenni, að eg er hugsjónamaður sá, er sé ekki biskupi vorum Þórhalla né öðum hans undirgefnu bræðrum nokkur tök á að þeir, geti hrakið nokkurt atriði í framsetningu hins lögfróða manns, og er hann, þessi lögfræð- ingur, samkvæmur því sem eg h:fi oft sagt um þjóðkirkjuna og hennar kenningar, enda hefir enginn af guðfróðu herrunum hrak* ið orð mín, af því þeir hafa ekki getað gjört það, sökum þekk- ingar og frelsis, sem þjóðin er nú búin að ná. Almenningur úti um alt land finnur, hve sú gamla prestanna guðfræði er óaðgengileg fyrir heilbrigða skynsemi og kristilega jafnaðarskoðun. Með þessu tölublaði er 5. árgangl lokið og þakka eg öllum góðum kaupendum blaðsins stuðning þeirra við mig í mínu mikla frelsisverki. E.J. Östlundsprentsm.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.