Ljósið - 15.05.1920, Side 3

Ljósið - 15.05.1920, Side 3
3 hans fyrir sönnu mannfrelsi. Eg kann ekki að biðja betur fyrir vini mlnum. Kristileg hugvekja til Jóns bislmps Helgasonar. Eg undirritaður, Einar Jochumsson, nú á níunda ári yfir sjötugt, hef gjört skyldu mína, rannsakað biblíuna, og full}rrði að hún sé gamalt mannaverk, fult af mót- sögnum við rétta dómgreind mina. Lærðir og launaðir guðfræðingar geta ekki hrundið orðum mínum, en þagað geta þeir og haldið áfram að hneyksla mig og alla þá mannvini, er vilja fá hreinan sannleika, er getur verið fræðari og frelsarí allra þjóða. Hið óskýra mál guðspjallanna er þungt handa smæl- ingjum, er rétt kristnir eiga að verða. Til dæmis: Malte- usarguðspjall byrjar á ættartölu frelsara vors. í þeirri ættartölu er Jesús sagður sonur stórsyndarans Daviðs og Jesús sagður maður eftir Davíðs konungs hjarta. — Það var Davíð, sem bað á andlátsstundu sinni, frillu- son sinn Salómon konung að drepa duglegasta hers- höfðingja Sáls konuugs (Semaí) með blóðsverði og sak- laus börn og konur líka. Þessa bæn föðursins gerði Sal- ómon sakir siðvenju þeirra tíma að neita eigi síðustu beiðni deyjandi föður. Eru þrír Gyðingakonungarnir: Sál, Davíð og Salómon góð fyrirmynd handa oss? Eg segi nei. Vér eigum ekki að likjast þeim. Vér eigum að likjast þeim góða, réttláta manni, Jesú. Hann var nýr maður, ólíkur Gyðingalöggjafanum Móse, er gróf á steina tíu boðorð handa þrælum sínum. Mér finst ég hafa fengið útvalniugu frá drotni míoum

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.