Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 25.11.2004, Blaðsíða 35
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 25. NÓVEMBER 2004 I 35 Keflavíkurkirkja Fimmtudagur 25. nóv. Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, flytur erindi í Kirkjulundi kl. 20:30. Erindið er á vegum Bjarma, samtaka um sorg og sorgarferli á Suður- nesjum og nefnist: Að missa sína nánustu, úrvinnsla og aðlögun í sorg. Allir velkomnir. Aðventukvöld Sunnudagur 28. nóv.: Fyrsti sunnudagur í jólaföstu. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Aðventukvöld kl. 20. Einsöng- ur Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Kvennakór Suðurnesja Kór Keflavíkurkirkju og Barna- kór Keflavíkurkirkju. Ólafur Oddur Jónsson flytur hugvekju. Sjá Vefrit Keflafvíkur- kirkju: keflavikurkikja.is Miðvikudagur 1. des.: Kirkjan opnuð kl. 12:00. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12:10. Samveru- stund í Kirkjulundi kl. 12:25 Umsjón: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Útför Þórönnu Erlends- dóttur, Kirkjuvegi 11, Keflavík, fer fram kl. 14. Æfing Barnakórs Keflavík- urkirkju kl. 16-17 og Kórs Keflavíkurkirkju frá 19-22:30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Messa (altarisganga) á fyrsta sunnudegi í aðventu 28. des- ember kl. 14. Gideonfélagar á Suðurnesjum kynna starf sitt og verða með vitnisburð. Sunnudagaskóli sunnudag- inn 28.nóvember kl. 11. Kór kirkjunnar æfir þriðju- daginn 30. nóvember kl.20. Alfa námskeið miðvikudag- inn 1. desember kl.19. Systrafélag Ytri-Njarð- víkurkirkju fundar á mánudögum kl. 20.30. Njarðvíkurkirkja Sunnudagaskóli í Ytri-Njarð- víkurkirkju sunnudaginn 28. nóvember kl. 11. Ekið frá Safn- aðarheimilinu kl.10.45. og kom- ið við í strætóskýlinu Akurbraut á leið í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Systrafélag Njarðvíkurkirkju fundar 2. þriðjudag hvers mán- aðar kl. 20 í safnaðarheimilinu. Baldur Rafn Sigurðsson Kirkjudagur kvenfélagsins Gefnar verður haldinn sunnu- daginn 28. nóv. og hefst með guðsþjónustu í Útskálakirkju kl. 14. Kvenfélagskonur annast ritningarlestur. Árlegur basar félagsins verður í Sæborgu kl. 15.15. Margt góðra muna til jólagjafa, jólaskreytinga, kökur o.fl. Geri góð kaup um leið og þið styrkjið gott málefni. Grindavíkurkirkja Sunnudagurinn 28. nóvember 1. sunnudagur í aðventu Sunnudagaskólinn kl. 11:00 Aðventumessa kl. 14:00 Kvenfélagskonur taka þátt í stundinni Tónlist: Dína María Margeirs- dóttir leikur á píanó og Rósalind Gísladóttir syng- ur við gítarundirleik Kór og hljómsveit kirkjunnar. Kaffiveitingar eftir athöfn á vegum Kvenfélags Grindavíkur Friðarljósin verða til sölu til styrktar Hjálp- arstarfi krikjunnar Sóknarnefnd Hvalsneskirkja Laugardagurinn 27. nóvember. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Allir velkomnir. Sunnudagurinn 28. nóvember. 1. sunnud. í jólaföstu, messa kl. 11. Kór Hvalsnes- kirkju syngur, organisti Steinar Guðmundsson. NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu í Sand- gerði á þriðjudögum kl. 17. Foreldrastundir eru á þriðju- dögum kl. 13.00 í safnaðar- heimilinu í Sandgerði. Sóknarprestur Útskálakirkja Laugardagurinn 27. nóvember. Safnaðarheimilið Sæborg, Kirkjuskólinn kl. 13. Allir velkomnir. Sunnudagurinn 28. nóvember. 1. sunnud. í jólaföstu, messa kl. 14. Kvenfélagskonur annast ritningarlestra. Kór Útskála- kirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Garðvangur Helgistund kl. 15:30. NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl. 17. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson Hvitasunnukirkjan Keflavík. Sunnudagar kl. 11:00 Barna- og fjölskyldusamkoma Þriðjudaga kl. 19.00 Bænasamkoma Fimmtudaga kl. 20:00 Vakningarsamkoma www.gospel.is Baptistakirkjan á Suðurnesjum Alla fimmtudaga kl. 19.30: Kennsla fyrir fullorðna. Barnagæsla meðan sam- koman stendur yfir. Sunnudagaskóli: Alla sunnudaga. Fyrir börnin og unglingana 11:30 - 12:30: Börnin eru sótt í kirkjuna. 11:50 - 12:30: Leiktími. 12:30 - 12:45: Bænastund, söngvar, inngangur. 12:45 - 13:15: Handbók- artími: Lærið minnisvers og lesið Biblíuna. 13:15 - 13:30: Skyndibiti. 13:30 - 14:00: Kennslu- tími, prédikun. 14:00 - 14:20: Spurn- ingarkeppni. 14:20 - 14:30: Lokaorð og bænastund. 14:30 - Leiktími. Samkomuhúsið á Iðavöllum 9 e.h. (fyrir ofan Dósasel) Allir velkomnir! Prédikari/Prestur: Pat- rick Vincent Weimer B.A. guðfræði 847 1756 Kirkjustarfið Hekla í Reykja nes bæ af henti fy r ir helgi umboðsaðilum Olís á Suðurnesja nýjar Volkswagen Caddy sendibif reiðar. Þessi tegund sendibifreiða nýtur nú aukinna vinsælda hér á landi. Caddy er núna kominn með hleðsluhurðir báðum megin og tvöfalda afturhurð. Bíllinn er afar vel búinn, hefur aukið flutningsrými sem nemur 300 lítrum, miðað við eldri gerð og er heildarflutningsrými bílsins 3,2 rúmmetrar. Staðalbúnaður í Volkswagen Caddy er meðal annars ABS hemlalæsivörn með hjálparafli, ASR spólvörn, geislaspilari með útvarpi, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, hæð- arstillingu á bílstjórasæti svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fá Caddy með 1400cc 16 ventla bensínhreyfli og einnig með 2000cc dísilhreyfli. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Sigmar Eðvarðsson og Steinar Sigtryggsson ásamt Kjartani Steinarssyni umboðsaðila Heklu á Suðurnesjum. Olís á Suðurnesjum fær nýja sendibíla Góð mæting var á 4x4 sýningu Heklu í Reykjanesbæ, þar sem sýndir voru mikið breyttir og óbreyttir MMC Pajero jeppar. Eigendur breyttu bílanna sýndu hversu auðvelt væri að breyta MMC Pajero jeppanum. Þá mætti formaður Pajero-klúbbsins og kynnti þeirra starf sem hefur undið verulega upp á sig frá stofnun og komnir tæpir 600 félagsmenn strax. Hugmyndir eru uppi um að halda starfinu vel áfram og fara minnst þrjár ferðir á ári, mislangar og mis erfiðar. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á sýningunni. Breyttir Pajero-jeppar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.