Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 25.11.2004, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n 8 Hönnunarkeppnin Stíll í Grunnskóla Grindavíkur: Fermingarbörnin í Grindavík fengu góða heimsókn á fimmtudagskvöldið í síðustu viku þegar Þorsteinn Haukur Þorsteins- son og leitarhundurinn Bassi frá Tollstjóraemb- ættinu komu til að fræða börnin um skaðsemi fíkniefna. Þorsteinn Haukur útskýrði fyrir börn- unum á mjög skýran hátt hvað fíkniefni eru skaðleg og einnig að eina markmið fíkniefnasala væri að græða peninga. Hann lýsti því hvernig fíkniefnasalar reyna að selja börnum dóp, hvernig þeir smygla t.d. dópi til að selja á þjóðhátíð og hvernig dópi er smyglað inn í landið. Fjöldi foreldra kom á fundinn og fræddi Þorsteinn þá um ýmislegt varðandi dóp- neyslu unglinga eins og því hvernig unglingar breyta hegðun sinni og útliti, nýir vinir sem koma helst aldrei inn fyrir hússins dyr og aldrei er sagt nákvæmlega hvað er verið að fara eða gera. Einnig fræddi hann foreldra um heiti og útlit á flestum dóptegundum og skaðsemi þess. Þá varaði hann sérstaklega við því að stúlkur og bara allt kvennfólk ætti aldrei að fá sér sopa af glasi á veitingastað ef viðkomandi hefur litið augum af glasinu. Það sem þessir glæpamenn gera er að þeir setja smjörsýru í glasið en hún er nær al- veg lyktar- og bragðlaus og verður fólk hálf rænu- laust af smjörsýrunni en þá er fórnarlambinu oftast nær nauðgað. Þó nokkuð mörg tilfelli eru kærð til lögreglu og nefndi Þorsteinn dæmi um 49 ára gamla konu sem lenti í þessu en var bjargað fyrir utan veitingastaðinn áður en skaði hlaust af svo að það eru ekki bara ungar stúlkur sem verða að passa sig. Óskipta athygli fermingarbarna vakti svo Bassi, svartur labrador leitarhundur en hann er 8 ára og hefur verið í þjónustu Tollgæslunar við að finna dóp sem verið er að smygla til landsins eða á milli landshluta. Strax á sínu fyrsta ári fann Bassi eitt mesta magn E-taflna sem fundist hefur og er það met ekki enn slegið. Bassi er hvers manns hug- ljúfi og kann ýmsar aðrar kúnstir og sýndi hann fermingarbörnunum þær undir leiðsögn félaga síns, Þorsteins Hauks. Þess má geta að Bassi (fullt nafn: Rocky Star Black Odinn Bassi Þorsteinsson) fékk 9,9 á fyrsta prófinu sem hann tók og hefði fengið 10 ef félagi (Þorsteinn Haukur) hans hefði ekki klikkað á einu smáatriði. Fermingarbörn fá leitarhund í heimsókn Kaldalónsklúbburinn í Grindavík hélt mjög vel heppnaða tónleika í Kvennó á miðvikudagskvöldið og sóttu meira en 100 gestir tónleikana. Það voru þau Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór og Alda Ingibergsdóttir sópran ásamt píanóleikara frá Ungverjalandi sem heilluðu tónleikagesti upp úr skónum. Fyrir hlé voru flutt lög eftir Sigvalda Kaldalóns og eftir hlé voru fluttar aríur úr þekktum óperum. Aðalgeir Jóhannsson greindi frá því að Kaldalónsklúbburinn hefði verið stofnaður af um 40 manns og er aðalmarkmið klúbbsins að styðja við fótboltann og halda nafni Sigvalda Kaldalóns, tónskálds á lofti. Er það gert með því að efna til tónlistarviðburða sem þessa og er þetta í 4 skiptið sem það er gert. Í lok tónleikanna lofaði Aðalgeir tónleikum með Ríó Tríó í janúar og gantaðist með það að slá við Salnum í Kópa- vogi með því að fjölga tónlistarviðburðum. Að endingu fluttu söngvararnir “Á Sprengisandi” eftir Kaldalóns svo undirtók í húsinu. Söngvarar sem sungið hafa í húsinu segja allir að mjög gott sé að syngja þar og hljómburðurinn gerist vart betri og er það því synd að halda ekki fleiri slíka tónleika. Sigvaldi Kaldalóns kom til Grindavíkur árið 1929 og samdi hann flest af sínum þekktustu lögum þar. Sigvaldi var héraðslæknir Kefla- víkurlæknishéraðs og er sá eini sem búsettur hefur verið í Grindavík en það var sökum þess að ekki var til húsnæði í Keflavík. Sigvaldi Fór frá Grindavík árið 1945, ári áður en hann dó. Kvennó er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins og voru það konur í Kvenfélagi Grindavíkur sem stóðu að byggingu hússins en það var tekið í notkun um 1930. Til að standa straum af kostnaði við byggingu hússins leituðu kvenfélagskonur m.a. til sjómanna og skapaðist sú hefð að sjómenn gáfu hlut sinn á Sumar- daginn fyrsta og er sá siður enn við lýði hjá nokkrum áhöfnum í Grindavík. Frábærir tón- leikar í Kvennó Félagsmiðstöðin Þruman í Grindavík lenti í öðru sæti í hönnunarkepninni „Stíll 2004“. Það er Samfés sem stendur fyrir keppninni og er keppnin um fatahönnun, förðun og hárgreiðslu meðal grunnskólanema. Eins og við greindum frá í síðasta blaði fór fram forkeppni í grunnskólunum á landinu og unnu hópar þar rétt til að taka þátt í “stóru” kepninni sem var haldin að þessu sinni í íþróttahúsi Digranesskóla. Við óskum þeim Elínborgu, Stefaníu, Grétu og Hrönn með þennan frábæra árangur og það er aldrei að vita nema Grindvíkingar eignist hönn- uði á heimsmælikvarða í framtíðinni. Þruman í öðru sæti í Stíl-keppninni VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RS TE IN N G U N N AR K RI ST JÁ N SS O N VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RS TE IN N G U N N AR K RI ST JÁ N SS O N VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RS TE IN N G U N N AR K RI ST JÁ N SS O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.