Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2017, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 23.02.2017, Qupperneq 8
8 fimmtudagur 23. febrúar 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykja- nesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. ■ Húsfyllir var á tónleikum tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum í Hljómahöll á dögunum þar sem flutt var tónlist Ingibjargar Þorbergs. Ingi- björg var heiðursgestur tónleikanna en hún fagnar 90 ára afmæli á árinu. Næstu tónleikar söngvaskálda munu fjalla um söngvarann og textaskáldið Þorstein Eggertsson þar sem fluttir verða þekktir slagarar eins og Gvendur á Eyrinni, Slappaðu af, Mamma grét og Söngur um lífið en lífsgleðin er einmitt einkennandi í textum Þorsteins sem stundum voru framleiddir á færibandi. Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 2. mars og er miðasala í Hljómahöll og á hljomaholl.is. ■ Dansbyltingin Milljarður rís er haldin á vegum UN Women víða um heim. Á Suðurnesjum var dansað í Hljóma- höllinni þar sem minning Birnu Brjánsdóttur var heiðruð. „Tökum höndum saman og berjumst gegn kynbundnu ofbeldi með væntumþykju, hlýju og dansi,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Yfir milljarður karla, kvenna og barna komu saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur þurfa ekki að óttast ofbeldi og áreiti fyrir það eitt að vera konur. Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur hér á landi stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali er þær ferðast milli staða að kvöld- og næturlagi. Þessi veruleiki er þó síður en svo aðeins bundinn við Reykjavík. Ofbeldi eða ótti við að verða fyrir því er hluti af daglegu lífi kvenna víða um heim. stemmning Í DANSBYLTINGUNNI Frá tónleikum tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum í Hljómahöll á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi HÚSFYLLIR Á SÖNGVASKÁLDUM „Þetta er búið að gerast ótrúlega hratt. Ég sé eiginlega mest eftir því að á þeim tíma sem var verið að skera niður, að þá höfum við ekki verið að skipuleggja á fullu fyrir svona tíð. Það átti enginn von á þessari svaka- legu uppsveiflu sem við erum í núna. Þetta kemur allt í bylgjum en þetta virðist vera heilbrigðara núna,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar sem segir feikilegan uppgang í bæjarfélaginu og mikil ásókn sé í lausar lóðir. Fasteignasalar sem VF ræddi við eru á sama máli varðandi fasteigna- markaðinn, hann sé á fleygiferð. Þá sé fólk á höfuðborgarsvæðinu búið að uppgötva Suðurnesin sem hagstæðan kost, þar sé lægra fasteignaverð en mjög góð þjónusta á flestum sviðum, til dæmis skólum og leikskólum og síðast en ekki síst, hér sé næga atvinnu að hafa. Já, það kannast flestir við magnaðan uppgang á Suðurnesjum að undan- förnu. Fjörið hófst fyrir um það bil þremur árum en mestu lætin hafa verið síðustu eitt til tvö ár. „Suðurnes eru mesti vaxtarsproti Íslands um þessar mundir og fólk mun flykkjast hingað frá höfuðborginni,“ segir fasteignasali um stöðuna. Og það er sama hvert litið er á Suður- nesjum, þetta er ekki bara staðan í Reykjanesbæ heldur er svipað uppi á teningnum í nágrannasveitarfélögunum. Fyrir tæpum tveimur árum funduðu fulltrúar Garðs og Sandgerðis með Íbúðalánasjóði vegna fjölda tómra íbúða í sveitarfélögunum. Í dag er búið í öllum íbúðum og skortur á eignum. Sama má segja um Reykjanesbæ og tómar íbúðir. Þær eru allar nýttar, þrátt fyrir fjölda eigna á Ásbrú sem hafa komið inn á leigu- markaðinn. Nú vilja margir reyna að kaupa í stað þess að leigja því leigu- markaðurinn hafi hækkað mikið og eins sé um þessar mundir lítið sem ekkert framboð af leiguhúsnæði. Bankarnir hafa fundið fyrir stöðunni en segja fasteignakaupendur skoða betur lánamálin en í góðærinu fyrir um áratug. Verktakar eru komnir í framkvæmdagír og framundan má búast við fjöri í þeim geira. Nýlega var úthlutað landssvæði á svokölluðu Nikkel-svæði í Reykjanesbæ en þar er gert ráð fyrir nærri 500 íbúðum. Þá eru aðilar að fara af stað með stór fjölbýlishús við Pósthússtræti í Reykjanesbæ, við gömlu sundhöllina og á fleiri stöðum. Svo eru að koma inn á markaðinn nærri 500 íbúðir á Ásbrú, flestar til leigu en einnig til sölu. Það má því búast við áframhaldandi fjöri á fasteignamarkaði. Fasteigna- sali segir Suðurnesin áfram heit: „Já, við erum flottasta stelpan á ballinu,“ sagði hann. Í blaði og sjónvarpsþætti vikunnar erum við með ítarlega umfjöllun um fasteignamarkaðinn. FJÖR Á FASTEIGNAMARKAÐI RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson Afhendingaröryggið er ófullnægjandi ■ „Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur Suðurnesjamenn því afhendingar- öryggið er ófullnægjandi með aðeins eina línu inn á svæðið. Einnig er vaxandi þörf fyrir meiri raforku til dæmis vegna mikillar uppbyggingar í kringum Leifsstöð og fjölgunar íbúa,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, í viðbrögðum við frétt þar sem greint er frá því að Hæstirétt ur hafi staðfest dóm Héraðsdóms Reykja ness, þar sem fellt var úr gildi fram kvæmda leyfi sem sveit ar fé lagið Vog ar gaf út til Landsnets vegna Suður nesjalínu 2. Í mál inu höfðu nokkr ir ein stak ling ar og tvö fyr ir tæki kraf ist þess að ógilt yrði ákvörðun sveit ar fé lags ins, frá því í mars 2015, um að veita Landsneti um rætt fram kvæmda leyfi. Greint er frá úrskurði Hæstaréttar á vef mbl.is. Hagnaður HS Veitna 736 milljónir kr. ■ Rekstur HS Veitna skilaði 736 milljónum króna á síðasta ári en það er örlítið minni hagnaður en var árið á undan en hann hljóðaði upp á 780 milljónir. EBITDA Veitna árið 2016 nam 1.899 milljónum samanborið við 1.896 milljón krónur árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fé- lagsins sem kynntur var á dögunum. Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að minnkun hagnaðar um 44 milljónir króna skýrist með hækkun fjármagnsliða upp á 23 milljónir króna og hækkun annars rekstrarkostnaðar um 28 milljónir króna. Tekjur félags- ins lækkuðu um 73 milljónir króna vegna minni vatnssölu. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Veitna hf. þann 2016 bók- færðar 20.704 milljónir króna. Eignir hækkuðu um 399 milljónir króna frá ársbyrjun. Fjárfestingar í veitukerfum 2016 námu 1.343 milljónum. Eigið fé HS Veitna í lok árs 2016 nam 8.760 milljónum króna. Veltufjárhlutfall var 2,52 í lok árs 2016 samanborið við 3,49 í árslok 2015. Hluthafar í HS Veitum eru fjórir og þar af áttu þrír yfir 10% hlut í félaginu. Reykjanesbær á 50,10%, HSV Eignar- haldsfélag 34,38% og Hafnarfjarðar- bær 15,42%. Töluverðan reyk lagði frá kísilveri United Silicon á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Þá um morguninn höfðu 58 ábendingar um mengun borist Umhverfisstofnun. Samkvæmt upp- lýsingum frá stofnuninni er fáheyrt að svo mikill fjöldi ábendinga berist á svo stuttum tíma. Að sögn Kristleifs Andréssonar, stjórnanda umhverfis- og öryggismála hjá United Silicon, voru mannleg mis- tök þess valdandi að reykinn lagði frá verksmiðjunni. Of lítið hráefni var sett inn á ofn verksmiðjunnar aðfarar- nótt fimmtudagsins. Á fimmtudags- morgunn var svo hráefni aftur sett inn á ofninn. „Hráefnið er rakt og kalt þegar það er sett inn á ofninn og þarf að hitna hægt þannig að rakinn fari úr því. Þar sem of lítið hráefni var í ofninum var yfirborð þess heitara en við eðlilegar aðstæður. Afleiðingarnar voru þær að kalda og raka hráefnið hitnaði of hratt og brann að hluta þannig að mikill reykur myndaðist,“ sagði Kristleifur í samtali við Víkur- fréttir. Afsog af ofninum hafði ekki undan og því slapp reykur út frá verk- smiðjunni. Á samfélagsmiðlum sögðu nokkrir íbúar í nágrenni við kísilverið frá brunalykt sem lagði yfir byggðina á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Sú lykt var vegna þess að slökkt hafði verið á ofni verksmiðjunnar í tvo klukku- tíma það kvöld, samkvæmt frétt á vef RÚV. Íbúi í Heiðarhverfi, sem Víkur- fréttir ræddu við, segir lyktina hafa verið það sterka að ekki hafi verið hægt að vera lengi úti við. „Ég hugsaði með mér að það væri ekki séns að fara út að hlaupa í þessari mengun,“ sagði hann. Þá var annar íbúi í Reykjanesbæ sem ók um Reykjanesbraut fyrir ofan Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið á miðvikudag og hélt að kviknað væri í bílnum, svo sterk var brunalyktin. Eftir athugun kom í ljós að ekkert var að bílnum en mikil brunalykt í loftinu. Þá fannst lyktin inni á heimili þó svo að gluggar væru lokaðir. Íbúar höfðu glugga lokaða vegna mengunar ●● Reykur●barst●frá●kísilveri●vegna●mannlegra●mistaka

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.