Fréttablaðið - 12.02.2018, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8
VERTU LAUS VIÐ
LIÐVERKI
www.artasan.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
7
1
1
0
3
0
Betolvex
B-12
Fæst án
lyfseðils
ViðsKiPti Ekkert verður af kaupum
íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion
banka fyrir útboð og skráningu
bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóð-
irnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt
að fara í óskuldbindandi viðræður
við Kaupþing um kaup á tæplega tíu
prósenta hlut, tekið ákvörðun um
að fjárfesta ekki í bankanum áður
en ársuppgjör hans verður birt næst-
komandi miðvikudag, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
Þetta varð ljóst undir lok síðustu
viku þegar fyrir lá að enginn af fjór-
um stærstu lífeyrissjóðum landsins –
LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna,
Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í
bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir,
meðal annars Frjálsi lífeyrissjóður-
inn, ákváðu því einnig að draga sig
út úr viðræðunum við Kaupþing,
en það er Kvika banki sem er ráð-
gjafi félagsins í söluferlinu, enda var
aðkoma helstu tveggja af stærstu
lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg
ættu kaupin að geta gengið eftir.
Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að
sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa
metið það sem svo að skynsamlegra
væri – og áhættuminna – að skoða
fremur kaup á hlut í bankanum í
fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið
kynni þá að reynast eitthvað hærra.
Enn er því haldið opnu að trygg-
ingafélög og verðbréfasjóðir kaupi
mögulega lítinn hlut í bankanum
á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs
Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði
sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við
eigið fé Arion banka í lok þriðja árs-
fjórðungs 2017.
Samkvæmt svörum sem Kaup-
þingi bárust frá sjóðunum föstu-
daginn 2. febrúar lýstu á annan tug
sjóða áhuga á að kaupa samanlagt
nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis
samþykkti þannig að fara í viðræður
um kaup á talsverðum hlut í Arion,
þó með þeim skilyrðum að ekki yrði
fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og
þá vildi LSR skoða málið frekar. Að
lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og
Birta og Lífeyrissjóður verslunar-
manna, að slíta viðræðunum.
hordur@frettabladid.is
Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð
Lífeyrissjóðir slitu viðræðum við Kaupþing í lok síðustu viku. Á annan tug lífeyrissjóða hafði áður lýst yfir áhuga á að kaupa samanlagt
tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka. Horfa frekar til þess að kaupa í bankanum við útboð. Áhættuminna að kaupa hlut í útboði.
sKOðun Pawel Bartoszek þakkar
Stellu Blómkvist fyrir að hafa
gert strætó loks kúl. 9
sPOrt Carlos Carvalhal hefur
snúið gengi Swansea við. 11
lÍfið Tvíburasysturnar Hrefna
Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru
aldrei langt frá hvor annarri. 22
Fréttablaðið í dag
Plús 2 sérblöð
l fólK l fasteignir
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Halldór
saMfélag Viðar Guðmundsson,
bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur
hýst tvo kínverska ferðamenn frá
því á laugardaginn. Þau festu bíl
sinn og hefur verið ófært síðan.
„Þau eru áhugasöm um Ísland og
eru búin að koma með okkur í fjár-
húsin og hafa fengið að fræðast um
eitt og annað tengt landinu,“ segir
Viðar en hann býst við því að ferða-
mennirnir komist leiðar sinnar í
dag. – þea / sjá síðu 2
Hýsti tvo fasta
ferðamenn
Aftakaveður, eða svokallað appelsínugult veður, gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær. Veðurofsinn var mikill víðast hvar um landið. Dagurinn gekk þó stóráfallalaust fyrir sig í borginni. Svo
virðist sem borgarbúar hafi tekið því rólega innandyra. Þessi fallegi silfurmáfur lét sér fátt um finnast, enda öllu vanur, er hann flaug yfir öldurótinu við Grandatorg. Fréttablaðið/Eyþór
saMfélg „Ég er hætt að bera ábyrgð
á þessu ofbeldi, svo ég ákvað að
henda því bara frá mér. Þetta er
ekki minn kross að bera.“ Þetta
segir Sigríður Hjálmarsdóttir sem
var barnungri nauðgað af skóla-
bróður sínum í bakgarði lögreglu-
stöðvarinnar á Sauðárkróki.
Fjölmörgum árum síðar var henni
byrlað ólyfjan og henni nauðgað af
tveimur mönnum.
„#MeToo-byltingin þrengir ekki
bara að ofbeldismönnum heldur
líka að okkur sem verðum fyrir
þeim,“ segir Sigríður í samtali við
Fréttablaðið. „Sögurnar þrýstast
upp á yfirborðið og þær eru alls-
staðar.“
Innblásin af þessari miklu bylt-
ingu vill Sigríður nú skila skömm-
inni. – áhg / sjá síðu 6
Sigríður skilar
skömminni
Þau eru alveg
afskaplega ánægð
með það að hafa lent í
einhverju svona lókal.
Viðar Guðmundsson bóndi
1
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
F
1
-5
9
D
0
1
E
F
1
-5
8
9
4
1
E
F
1
-5
7
5
8
1
E
F
1
-5
6
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K