Fréttablaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 2
Rafvirkjar
LED rakaþétt ljós
www.olafsson.is
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
Veður Óveður gekk yfir landið í gær
og voru vegir víða lokaðir. Gular og
appelsínugular viðvaranir veðurstofu
voru í gildi fyrir stóran hluta lands í
allan gærdag en í dag er gul viðvörun
í gildi fyrir Suðausturland frá og með
klukkan 20 og á Austfjörðum frá og
með klukkan 22.
Vegir voru víða lokaðir og lögregla
og björgunarsveitafólk á fullu. Til að
mynda voru Hellisheiði, Biskups-
tungnabraut, Mosfellsheiði og Öxna-
dalsheiði lokaðar, svo fátt eitt sé talið.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafull-
trúi Landsbjargar, sagði við Frétta-
blaðið í gær að tilfelli hafi komið upp
þar sem fólk virti ekki lokanir. Það
hafi skapað hættu.
Fjöldahjálparmiðstöðvar voru
einnig vel sóttar. Í gær voru um fimm-
tíu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða
krossins í Klébergsskóla á Kjalarnesi
þegar mest var. „Það var slatti af fólki
sem varveðurteppt því allt er búið
að vera lokað, það varð úr að við
opnuðum þarna,“ sagði Brynhildur
Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða
krossins, við Fréttablaðið í gær.
Á suðvesturhorni landsins þurfti
að loka bæði Kringlumýrarbraut
og Reykjanesbraut vegna átta bíla
árekstra. Ein þeirra sem sat föst í bíl
sínum á Kringlumýrarbraut sagði fólk
rólegt þrátt fyrir langa bið og fegið að
ekki hafi verið um alvarlegra slys að
ræða. – þea
Lokanir og
árekstrar í
óveðrinu
Veðrið hefur oft verið betra. Frétta-
blaðið/Eyþór
Veður
Suðlæg átt, 5-13 m/s með éljum á
morgun, en bjart norðan og austan
til. Kólnar í veðri, frost 2 til 12 stig
um kvöldið, kaldast í innsveitum.
sjá síðu 16
Skærasta stjarnan
Frægðarsól Kim Yo Jong, systur norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un, hefur risið hátt og hratt undanfarna daga. Kim er í sendinefnd Norður-
Kóreu á Vetrarólympíuleikunum sem nú fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Hefur hún meðal annars fundað með Moon Jae-in, forseta Suður-
Kóreu. Hér sjást þau ræða málin á tónleikum með norðurkóresku Samjiyon-sinfóníuhljómsveitinni í þjóðleikhúsi Suður-Kóreu. Nordicphotos/aFp
samfélag Drjúgur hluti lands-
manna hélt sig innandyra í gær
enda lítið hægt að vera á ferðinni
sökum veðurs. Það gilti líka um
þá tvo kínversku ferðamenn sem
Viðar Guðmundsson, bóndi í Mið-
húsum í Kollafirði, hefur hýst frá
því á laugardaginn.
„Við fundum þau hérna þar sem
bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau
voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir
Viðar.
Ljóst var að mati Viðars að þau
væru ekki að fara neitt áfram á
bílnum sem þau voru á. Til þess
hafi færðin verið allt of þung.
Miðhúsamenn brugðu þá á það
ráð að bjóða ferðamönnunum
heim með sér til að bíða storminn
af sér. „Þau eru hér enn. Það er allt
ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið
náði af honum tali í gærkvöldi.
Býst Viðar við því að ferðamenn-
irnir komist í burtu í dag enda
hvorki færð né ferðaveður í gær.
Ekki var boðlegt að ferðamenn-
irnir sætu bara og létu sér leiðast.
„Þau eru áhugasöm um Ísland og
eru búin að koma með okkur í
fjárhúsin og hafa fengið að fræðast
um eitt og annað tengt landinu.
Svo hafa þau fengið í nefið og gert
ýmislegt annað sem allir þurfa
að gera sem hingað koma,“ segir
Viðar.
Að sögn Viðars eru ferðamenn-
irnir ánægðir með ævintýrið.
„Þau eru afskaplega ánægð með
að hafa lent í einhverju svona lókal.
Hann sagði, maðurinn, að hann
hefði komið á sama tíma í fyrra.
Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir
Viðar.
Hann bætir því við að karl-
maðurinn kínverski hafi því verið
að vonast eftir því, eftir snjólausa
síðustu ferð sína, að hann fengi að
sjá smá snjó í þetta skiptið.
„En núna er hann á því að hann
sé búinn að fá að sjá alveg nóg af
snjó,“ segir Viðar enn fremur.
thorgnyr@frettabladid.is
Sýndi tveimur föstum
Kínverjum sveitina og
gaf þeim síðan í nefið
Viðar Guðmundsson í Miðhúsum í Kollafirði fann tvo kínverska ferðamenn
sem fest höfðu bíl sinn skammt frá bænum. Hann bauð þeim heim til sín, tók
með í fjárhúsin, gaf í nefið og leyfði þeim svo að gista. Ferðamennirnir eru afar
ánægðir með ævintýrið og halda áfram för sinni í dag ef veður leyfir.
Ferðamennirnir tveir, sáttir við matarborðið. MyNd/Viðar
Þau eru áhugasöm
um Ísland og eru
búin að koma með okkur í
fjárhúsin og hafa fengið að
fræðast um eitt og
annað tengt
landinu.
Viðar Guðmunds-
son bóndi
rússland Farþegaflugvél Saratov
Airlines hrapaði skammt frá rúss-
neska bænum Argunovo, suðaust-
ur af Moskvu, í gær með 71 innan-
borðs. Talið er að allir hafi farist í
slysinu. 65 farþegar voru um borð
í vélinni auk sex manna áhafnar.
Eitt barn og tveir táningar voru á
meðal farþega.
Flugvélin hvarf af ratsjám stuttu
eftir flugtak en hún var á leiðinni
til borgarinnar Orsk í Úralfjöll-
um, nærri landamærunum við
Kasakstan. Í tísti frá Flightradar24
segir að flughæð vélarinnar hafi
lækkað um kílómetra á mínútu
einungis fimm mínútum eftir
flugtak.
Vitni sögðu vélina hafa verið
alelda þegar hún hrapaði. Rann-
sakendur skoða nú hvort veður,
mannleg mistök og tæknibilanir
hafi valdið slysinu. Ekki er talið að
um hryðjuverk sé að ræða. – þea
Hrapaði með 71
innanborðs
1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 m á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
F
1
-5
E
C
0
1
E
F
1
-5
D
8
4
1
E
F
1
-5
C
4
8
1
E
F
1
-5
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K