Fréttablaðið - 12.02.2018, Page 4

Fréttablaðið - 12.02.2018, Page 4
Umboðsaðili Fiat - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.fiat.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ÁRA5ÁBYRGÐ 400.000 KR. AFSLÁTTUR INNIFALIÐ VETRAR- OG SUMARDEKK ÞJÓNUSTUSKOÐUN* Í 2 ÁR STAÐALBÚNAÐUR: Loftkæling, snertiskjár, 15” álfelgur, bluetooth, aksturstölva, bakkskynjarar ofl. FIAT 500 POP TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.990.000 KR. VERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. SÉRTILBOÐ Á FIAT 500 *M ið as t v ið h ám ar ks ak st ur 1 5. 00 0 km á á ri. T ak m ar ka ð m ag n bí la í bo ði . B íll á m yn d í L ou ng e út fæ rs lu . LögregLumáL Tollgæsla lagði hald á eitt kíló af kókaíni eftir að efnið fannst við eftirlit föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Í framhald- inu voru þrír menn handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Þetta stað- festir Margeir Sveinsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. Mennirnir þrír sem um ræðir eru íslenskir ríkisborgarar. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúma viku, eða allt frá því helgina eftir að efnið fannst. Þeir munu sitja áfram í gæsluvarðhaldi í eina viku til viðbótar. Lögregla vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið eða um hvernig efnið var flutt inn. Málið sé nú í rann- sókn. Samkvæmt mælingum SÁÁ er götuverð á grammi af kókaíni um sextán þúsund krón- ur. Má því reikna með að heildarvirði hins innflutta kóka- íns, sem lagt var hald á, væri um sextán milljónir króna ef efninu væri komið í verð. – þea Þrír í gæsluvarðhaldi eftir kókaínsmygl Mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í viku. Fréttablaðið/Eyþór mjanmar Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. Frá þessu greindi Zaw Htay, talsmaður ríkisstjórnarinnar, í gær en sagði ákvörðunina ótengda umfjöllun Reuters um málið. Reuters greindi fyrir helgi frá því þegar tíu Róhingjar voru teknir af lífi án dóms og laga í smábænum Inn Din. Sagði Htay þá við miðilinn að gripið yrði til aðgerða ef umfjöll- unin reyndist á rökum reist. „Þetta er ekki út af frétt Reuters. Rannsóknin var vel á veg komin áður en fréttin birtist,“ sagði Htay í gær. Hann greindi þó ekki frá því hvað fælist í refsingunni. Í frétt Reuters í  gær kom fram að þann 10. janúar hafi herinn sagt Róhingjana tíu hafa tilheyrt 200 manna hryðjuverkasellu sem ráðist hefði á hermenn. Hins vegar stangist sú frásögn á við vitnisburð almennra borgara í Rakhine sem voru vitni að morðunum. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað frá því í ágúst og farið til Bangladess. Samkomu- lag hefur náðst um að senda flótta- mennina til baka á árinu. Aðgerðir hersins í Rakhine hafa ýmist verið kallaðar þjóðernishreinsanir eða þjóðarmorð. – þea Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð róhingjar á flótta. Fréttablaðið/EPa Landbúnaður Ákvörðun land- búnaðarráðuneytisins um að leggja niður varnarlínu vegna sauðfjár- sjúkdóma sem dregin hefur verið um Blöndu er harðlega gagnrýnd af landbúnaðarráði Húnaþings vestra. „Það eru undarleg vinnubrögð að gengið hafi verið gegn tillögum starfshóps sem var skipaður af ráðu- neytinu sjálfu,“ segir ráðið. „Ekki hefur komið upp riða í Húnahólfi síðan 2007. Í Skagahólfi kom riða upp síðast 2016. Þarna munar nærri tíu árum og verður að teljast óeðli- legt að slíkt kallist sama sjúkdóma- staða.“ Ráðið bendir á starfshópur- inn hafi lagt til að Blöndulína yrði áfram varnarlína. – gar Húnaþing vildi halda varnarlínu aLÞIngI Samtök atvinnulífsins (SA) telja gert ráð fyrir of litlum rekstaraf- gangi í nýrri fjármálastefnu sem liggur fyrir á Alþingi. Að auki setja samtökin út á hve löngu hagvaxtar- skeiði er búist við í stefnunni og að ekki séu dregnar upp aðrar mögu- legar sviðsmyndir. Þetta er meðal þess sem segir í umsögn SA um fjár- málastefnu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er þriðja fjármálastefnan á jafnmörgum árum. Í raun er ekki mikil breyting frá fyrri stefnum en það sem einkennir þær allar er að gengið er út frá þeirri forsendu að hér verði eitt lengsta hagvaxtarskeiði sem við höfum upplifað í áratugi. “ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs SA. Í stefnunni er gert ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram til ársins 2022 en það myndi þýða að hagvaxtar- tímabilið nú teygði sig yfir ellefu ár. Almennt þá hafa hagvaxtarskeið á Íslandi varað í sex til sjö ár. Undanfarnar vikur hefur hag- kerfið sýnt viss merki þess að hjól hagkerfisins snúist aðeins hægar en áður. Hækkandi launakostn- aður hefur haft áhrif hjá mörgum fyrirtækjum og spár nú gera ráð fyrir minni hagvexti en undanfarin ár. „Það eru vísbendingar um að hér sé að hægja mjög hratt á hagkerfinu. Sé hagvöxturinn settur í samhengi við hinn agnarsmáa afgang sem gert er ráð fyrir þá má lítið út af bregða áður en við erum í hallarekstri.“ Í umsögn SA eru settar fram sviðs- myndir sem sýna afkomu ríkis- sjóðs með tilliti til mismunandi hagvaxtarforsendna. Verði hann til að mynda prósentustigi minni en stefnan gerir ráð fyrir má áætla að afgangur verði helmingi minni. „Það er mikilvægt að aðhalds sé gætt á tímum uppgangs. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn því það mun margborga sig þegar harðnar á dalnum. Fjármála- stefnan nú gerir meira að segja ráð fyrir minni afgangi en sú fyrri sem er gagnrýnivert,“ segir Ásdís. Hún segir einnig gagnrýnivert hversu lítil áhersla sé lögð á að draga úr umsvifum hins opinbera þó þau séu ein þau mestu meðal OECD. Ísland sé háskattaríki og stjórnvöld verði að skapa svigrúm til að lækka skatta. „Aukin útgjöld eru ekki ávísun á betri þjónustu. Það skiptir auðvitað máli hvernig er farið með skattfé landsmanna. Illa nýtt skattfé er ekk- ert annað en sóun á fjármagni og miður að sjá stjórnmálamenn kalla sífellt eftir auknum útgjöldum en gleyma eftirfylgninni. Það er eitt af því sem við köllum eftir í væntan- legri fjármálaáætlun,“ segir Ásdís. Þá setur SA út á útfærslu á reglum um opinber fjármál. Telja þau gagn- rýnivert að afkomureglan sem stjórnvöld horfa til leiðrétti ekki fyrir hagsveiflunni. „Í núverandi mynd tryggir afkomureglan ekki það aðhald sem þarf á tímum uppgangs,“ segir Ásdís. joli@frettabladid.is Óábyrgt að búast við lengsta hagvaxtartíma Að mati SA þarf að tryggja þarf aukinn afgang ríkissjóðs á meðan gott er í ári til að skapa svigrúm þegar halla fer undan fæti. Vísbendingar séu um að það sé að hægjast á hagkerfinu. Lítið þurfi út af að bregða til að afgangurinn verði minni. þrjár fjármálaáætlanir hafa verið lagðar fyrir þingið á jafnmörgum árum. Sam- tök atvinnulífsins telja margt athugavert í þeirri nýjustu. Fréttablaðið/ErNir Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðu- maður efnahags- sviðs Sa. 1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 m á n u d a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð 1 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E F 1 -7 2 8 0 1 E F 1 -7 1 4 4 1 E F 1 -7 0 0 8 1 E F 1 -6 E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.