Fréttablaðið - 12.02.2018, Side 6

Fréttablaðið - 12.02.2018, Side 6
Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is P IPA R\TB W A - SÍA 60+ í BSRB-salnum, Grettisgötu 89miðvikudaginn 14. febrúar kl. 15.00.Farið verður yfir lög um almannatryggingarm.a. tekjutengingar og frítekjumörk.Skráning á tr.is. Fræðslufundur um rétt til ellilífeyris DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri var fyrir viku í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir almennu skilorði til tveggja ára. Maðurinn ók ónothæfri bifreið ökuréttindalaus á ofsahraða, allt að 162 km/klst., á Öxnadalsheiði í júní 2016. Við tilraun til framúraksturs ók hann aftan á aðra bifreið sem kastaðist í veg fyrir rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður bif- reiðarinnar sem ekið var aftan á lést nær samstundis og farþegi í rútunni slasaðist. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um slysið var kallað eftir því að skipaður yrði starfshópur sem myndi gera tillögur um breytingar á lagaumhverfi sem snýr að áfengis- og/eða vímuakstri. Sú tillaga er ítrekun úr skýrslu nefndarinnar vegna banaslyss sem varð árið 2012 í Hrútafirði. Hinn sakfelldi kom fyrir dóm og játaði sök. Hann á að baki langan sakaferil og hefur frá árinu 2013 ítrekað verið sektaður fyrir vímu- efnaakstur og sviptur ökurétti af sömu sökum. Auk refsingarinnar var hann sviptur ökuréttindum frá og með 1. september 2019 í eitt ár en þann 31. ágúst 2019 rennur núverandi ökuréttindasvipting hans sitt skeið. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða laun og útlagðan kostnað verjanda síns, tæplega 1,3 milljónir króna. Annar kostnaður sem hlaust af umfangsmikilli rannsókn máls- ins greiðist hins vegar úr ríkissjóði. Athygli vekur að málið var dóm- tekið 3. nóvember á síðasta ári og játaði maðurinn sök strax. Dómur var hins vegar ekki kveðinn upp fyrr en 5. febrúar síðastliðinn. Í dómsorði er þess ekki getið hví dómsuppsaga dróst með þessum hætti. – jóe Átta mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Öxnadalsheiði Maðurinn var ekki með ökuréttindi, ók ónothæfri bifreið, og varð valdur að dauða annars ökumanns. SAMFÉLAG Máttur #meetoo bylt- ingarinnar er mikill. Fjöldi þol- enda ofbeldis hafa stigið fram og sagt sögur sínar. Sigríður Hjálm- arsdóttir er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa þolað kynferðis- ofbeldi og það oftar en einu sinni. Barnungri var henni nauðgað af skólabróður sínum í bakgarði lög- reglustöðvarinnar á Sauðárkróki. Fjölmörgum árum síðar, þá fullorð- in kona var henni byrluð ólyfjan og henni nauðgað af tveimur mönn- um. Sigríður tók ákvörðun um að segja frá reynslu sinni og birti frásögnina á Facebook síðu sinni. Viðbrögðin hafa verið gífurleg og komu henni virkilega á óvart. „Fyrst þegar #metoo sögurnar voru að koma fram þá fann ég fyrir óþoli. Sögurnar rótuðu í mér og ýfðu upp gamlar minningar, vondar minningar. #metoo bylt- ingin þrengir ekki bara að ofbeld- ismönnunum heldur líka að okkur sem verðum fyrir þeim. Sögurnar þrýstast upp á yfirborðið og þær eru alls staðar. Í öllum fjölmiðlum, á kaffistofum og víðar svo engin leið er að komast hjá þeim. Ég skrif- aði þennan texta um miðjan janúar en birti hann síðastliðinn föstudag. Maðurinn minn las þetta yfir og sagði að þó að ég hefði sagt honum frá þessu þá hafi hann í gegnum textann enn frekar upplifað hversu mikið ofbeldi þetta hefði verið.“ Viðbrögðin við sögunum urðu önnur og meiri en Sigríður gerði sér í hugarlund. „Þegar ég setti þetta fram þá hugsaði ég: „Hvað er ég nú búin að gera? Hugsar fólk kannski bara með sér; hvað er hún að vilja upp á dekk? En það er ekki það sem gerðist. Ég hef fengið fullt af sím- tölum og skilaboðum, ég hélt að kannski myndi ég bara fá eitt læk en það var aldeilis ekki. Ég hef verið í hálfgerðri geðshræringu síðan og er svo þakklát fyrir viðbrögðin og stuðninginn. Fjölskyldan mín og maðurinn minn eru á bak við mig alla leið. Þessi bylting skiptir máli og allir þeir sem „skemmta sér“ kannski bara í tíu mínútur á þennan hátt, á kostnað annarrar manneskju, gera sér kannski ekki grein fyrir ævilöngum hryllilegum afleiðingum sem þetta hefur á líf þeirra sem fyrir verða. Ég á oft erfitt með að fara norður á Krók- inn því þar eru margar minningar sem hellast yfir. Ég er hætt að bera ábyrgð á þessu ofbeldi svo ég ákvað að henda því bara frá mér. Þetta er ekki minn kross að bera.“ Frásögn Sigríðar má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins www. frettabladid.is asta@frettabladid.is Var nauðgað af skólabróður sínum bakvið lögreglustöðina Sigríður Hjálmarsdóttir rifjar upp sára reynslu þar sem að hún segir frá hræðilegum nauðgunum sem hún varð tvívegis fyrir. Sækir innblástur í #metoo-byltinguna. „Þessi bylting skiptir máli,“ segir Sigríður sem vill skila skömminni. „Ég er hætt að bera ábyrgð á þessu ofbeldi. Þetta er ekki minn kross að bera.“ Sigríður Hjálmarsdóttir stígur fram og vill skila skömminni. Hún hefur fengið mikil viðbrögð. Fréttablaðið/Eyþór MenntAMÁL Menntamálaráðherrar Íslands og Suður-Kóreu ákváðu á fundi í Seúl í gær að hefja samstarf á milli ráðuneytanna „með það að leiðarljósi að efla menntun, rann- sóknir og þróun“. Lýstu ráðherrarnir jafnframt yfir vilja til að auka sam- starf um skiptinám enn frekar. „Stjórnvöld leggja mikla áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrir kennara. Að auki er mikil símenntun hjá kennurum sem tekur mið af þeim hröðu tæknibreyting- um sem eru að eiga sér stað,“ sagði Kim Sang-Kon, menntamálaráð- herra Suður-Kóreu, á fundinum. „Það er mikilvægt að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið og fara í markvissar aðgerðir til að takast á við þann mikla kenn- araskort sem blasir við að öðru óbreyttu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. – þea Samstarf við Suður-Kóreu SVÍÞJÓÐ Koma á upp sjálfvirku eftirliti við landamæri Svíþjóðar til að stöðva þjófagengi sem koma til landsins. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem Morgan Johansson dómsmálaráðherra hefur kynnt. Flest gengin eru með bæki- stöðvar í Litháen, Rúmeníu og Pól- landi. Vitað sé að þau herji einkum í Þýskalandi, Bretlandi og í Svíþjóð. Lágmarksrefsing fyrir stuld á að vera eins árs fangelsi í stað sex mán- aða fangelsis eins og nú. Það hefur í för með sér að auðveldara verður að vísa dæmdum úr landi. Lagt er til að fleiri dæmdir verði látnir afplána í heimalöndum sínum. - ibs Stöðva á þjófana við landamærin lilja alfreðsdóttir. Þetta er ekki minn kross að bera. Sigríður Hjálmarsdóttir 1 2 . F e b r ú A r 2 0 1 8 M Á n U D A G U r6 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A Ð i Ð 1 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E F 1 -8 6 4 0 1 E F 1 -8 5 0 4 1 E F 1 -8 3 C 8 1 E F 1 -8 2 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.