Fréttablaðið - 12.02.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 12.02.2018, Síða 16
Maðurinn minn hefur verið virkur í götuhjólreiðum undanfarin ár og fylgdist með Rynkeby verkefninu á síðasta ári. Sú hugmynd kviknaði í haust hvort við sæktum ekki um að komast í liðið á næsta ári og eftir stutta umhugsun ákváðum við að slá til. Við vorum svo heppin að vera tvö af þeim 40 sem valin voru í liðið og erum nú á fullu að undirbúa okkur. Þetta er heilmikil líkamleg áskorun, um 1.300 km leið sem hjóluð er á átta dögum. Ég er ekki orðin 100% viss hvort ég geti hjólað alla þessa leið en það er í það minnsta frábært að geta lagt góðu málefni lið,” segir Jónína. Samnorrænt góðgerðastarf Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðarstarf sem hófst árið 2002 þegar 11 hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods í Danmörku ákváðu að hjóla til Par- ísar til að sjá lok Tour de France. „Rynke by Foods styrkti þá til farar- innar en þegar heim var komið áttu hjólreiðamennirnir eftir dágóða summu sem þeir ánöfnuðu deild krabbameinssjúkra barna við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum. Árið eftir var leikurinn endur- tekinn og síðan þá hefur umfangið aukist jafnt og þétt frá ári til árs og hafa um tvö þúsund manns í Við erum löngu byrjuð að safna styrkjum og höfum fengið frábærar viðtökur. Mörg fyrirtæki hafa þegar lagt okkur lið og önnur eru alveg að detta í hús. Jónína Bjarnadóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ánægðir þátttakendur. MYND/THOMAS NÖRREMARK. Í ár hafa um 2.000 manns skráð sig til leiks. MYND/THO- MAS NÖRREMARK. Jónína æfir hjólreiðar af kappi fyrir verkefni sumarsins. MYND/ANTON BRINK Hjólar til góðs 44 liðum skráð sig til leiks í ár. Í fyrra, þegar Ísland tók þátt í fyrsta sinn, söfnuðust í heildina yfir 1,1 milljarður íslenskra króna,“ greinir Jónína frá. Hjóla innandyra og stunda CrossFit Þau hjónin hafa æft hjólreiðar af kappi í allan vetur til að undirbúa sig sem best fyrir áskorun sum- arsins. „Við hjólum innandyra að minnsta kosti þrisvar í viku og höfum komið upp góðri aðstöðu til þess í bílskúrnum okkar. Sam- hliða tökum við æfingar í Cross- Fit Sport til að fá aukinn alhliða styrk,“ segir hún. Jónína og Leifur Geir Haf- steinsson, maður hennar, eru ekki ókunnug CrossFit Sport því þau Jónína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gáska Sjúkraþjálfunar, ætlar að hjóla ásamt Team Rynkeby Ísland frá Kaupmannahöfn til Parísar í sumar til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna. Hún segir áskorunina ekki síður and- lega en líkamlega. stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ráku í mörg ár. „Við höfum samt aldrei gert neitt í líkingu við þetta. Verkefnið reynir ekki aðeins á líkamann heldur reynir einnig á andlegu hliðina. Ég þarf að vinna sérstaklega í þessari fimmtán senti- metra vegalengd á milli eyrnanna á mér, sem er kannski mikilvægasta vegalengdin í þessu öllu,“ segir Jónína hlæjandi Hvað er fram undan? „Um leið og veður leyfir ætlar hópurinn aftur að fara að hjóla saman úti. Planið er að hjóla 100 km daginn sem ég verð 48 ára. Síðan tröppum við okkur smám saman upp í allt að 200 km dag- leiðir,“ segir Jónína en áætlað er að það taki átta daga að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar. „Öll liðin hjóla af stað á svipuðum tíma en hvert lið fyrir sig planar sína leið. Svo hittum við öll hin liðin undir Eiffel turninum í París, gul og glöð,“ segir Jónína og bætir við að það sé einstaklega hvetjandi að vera hluti af liðsheild sem vinni saman að göfugu markmiði. „Við erum löngu byrjuð að safna styrkjum og höfum fengið frábærar viðtökur. Mörg fyrirtæki hafa þegar lagt okkur lið og önnur eru alveg að detta í hús. Öll framlög, hver einasta króna, renna beint til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og við vonumst auðvitað til að safna sem allra mestu,“ segir Jónína að lokum. Þú getur stutt söfnun Team Rynkeby með því að leggja inn á reikning 0301-26-3367, kennitala 630591-1129, vinsamlega skrifið í tilvísun „Styrkur“. Enginn kostn- aður er af millifærslunni og því fer allt framlag þitt til styrktar krabba- meinssjúkum börnum á Íslandi. FERMINGARBLAÐIÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um fermingar kemur út 27. febrúar nk. Allt sem viðkemur fermingunni og miklu miklu meira. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . F E B R úA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E F 1 -7 C 6 0 1 E F 1 -7 B 2 4 1 E F 1 -7 9 E 8 1 E F 1 -7 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.