Fréttablaðið - 12.02.2018, Side 34

Fréttablaðið - 12.02.2018, Side 34
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Fiskbollur eru herramanns- matur og fínasta leið til að brjóta upp fiskneysluna. Fiskbollur geta verið góður veislu- eða pinnamatur. Kjötbollurnar eru afbragð með spaghetti og góðri tómatsósu. Talið er að bolludagurinn eigi uppruna sinn í þeirri hefð að undirbúa líkamann fyrir lönguföstu með því að borða aðeins brauðmeti og bollur. Í dönskum heimildum frá því um 1700 er talað um hveitibollur sem muldar eru og hrærðar með mjólk og smjöri og borðaðar í föstuinn- gang og má ætla að nafn dagsins eigi upphaf sitt í þeirri hefð. Á bolludag tíðkast einnig að börn flengi foreldra sína og fái að launum bollur, eina fyrir hvert högg. Þar sem margir foreldrar vilja síður dæla mörgum stórum rjóma- bollum í börnin sín er góð lausn að útbúa gómsætar matbollur í kvöldmatinn á bolludag. þar sem allir geta borðað að vild. Hér eru tvær matbollu- uppskriftir sem gleðja alla munna, bæði stóra og smáa. . Langbestu fiskbollurnar 400 g ýsuhakk 2 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 tsk. karrý 1 tsk. aromat eftir smekk Einn laukur, smátt saxaður eða grófhakkaður Eitt egg 2 msk. kartöflumjöl 3-4 msk. hveiti 2-3 dl mjólk Setjið öll innihaldsefnin í skál, egg og mjólk síðast. Stundum þarf meira hveiti og stundum meiri mjólk. Mótið með teskeið eða matskeið eftir því hvað bollurnar eiga að vera stórar. Steikið í smjöri og olíu til helminga, best að feitin fljóti upp með hliðum bollanna á pönnunni. Bollurnar má frysta. Ef búa á til smábollur fyrir sam- kvæmi þá er uppskriftin gjarnan höfð fjórföld sem gefur 250 -300 litlar pinnabollur. Þá má vigta 120 g kartöflumjöl og um 220 g hveiti. Hitt mælt í skeiðum. Gott er að bera tannstöngla, remúlaði eða pítusósu fram með bollunum. Langbestu kjötbollurnar 500 g hakk (nauta- helst en má alveg blanda með svína- eða lambahakki) 2 egg 1/2 pakki Tuc Bacon kex Myljið kexið í mylsnu og blandið saman við hakk og egg þangað til komið er deig. Mótið litlar bollur og setjið á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið í 150-180 °C heitum ofni í 15-20 mínútur. Berið fram með tómatsósu og spagettíi eða bætið út í eftirlætis pasta- sósuna ykkar. Kjötbollurnar eru einnig góðar sem samkvæmis- veitingar og þá eru þær bornar fram með tannstönglum og sósu úr tómatsósu, sætri chilisósu og smá sojasósu sem best er að blanda eftir smekk og smakka til. Kringlótt í kvöldmatinn MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Á bolludag tíðkast hjá flestum að borða sætar bollur með rjóma með kaffinu eða í eftirrétt en sumir ganga lengra og vilja að allur matur sem neytt er þennan dag sé hring- lóttur. Kjötbollur og fiskbollur verða þá oftast fyrir valinu. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . F E B R úA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E F 1 -7 7 7 0 1 E F 1 -7 6 3 4 1 E F 1 -7 4 F 8 1 E F 1 -7 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.