Fréttablaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 38
1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M Á N U D a G U r14 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a ð i ð
tímamót
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurður Stefánsson
bifvélavirkjameistari,
Miðteigi 9, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 5. febrúar. Jarðarförin fór
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Stefán Sigurðsson
Eiríkur Sigurðsson Ingibjörg Guðlaugsdóttir
Jóhann Rúnar Sigurðsson Líney Björk Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Cheg Wushueng Ywrée
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
6. febrúar. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn
14. febrúar kl. 14. Sérstakar þakkir eru til
starfsfólks Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun.
Óli Lin Kam Yu Anna Yung Yueh Lin
Wing Wa Yu
Wing Kit Yu
Áki Kim Feng Yu Dísa Chau Buu Truong
Ása Mei Ling Yu
Árni Rong Hao Yu
Ásgeir Rong Hui Yu
Ari Rong Liang Yu
Xiuyun Yu Chuantong Wu
Deyi Wu Anni Li
Kelly Wu
Yanping Wu
Linda Rós Wu
Yanzhen Wu Bingshun Chen
Yuwei Chen og Shiru Chen
Elskulegur bróðir okkar,
Þórir Magnússon
sem lést mánudaginn 29. janúar
verður jarðsunginn frá Áskirkju
þriðjudaginn 13. febrúar kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir, þeim sem vilja minnast
hans er bent á líknarfélög.
Hrefna Magnúsdóttir
Ragna Magnúsdóttir
Soffía Magnúsdóttir
Karl Höfðdal Magnússon
„Það er allt að gerast. Nýtt námskeið að
byrja á morgun meira að segja,“ segir
Ólöf Sverrisdóttir en hún ásamt Ólafi
Guðmundssyni hefur starfrækt leiklist-
arskólann Opnar dyr í áratug. Skólinn er
fyrir fullorðna, allt frá 17 ára aldri og upp
úr. Á þessum árum hafa þau látið fjölda
manns stíga út fyrir þægindahringinn
sinn og segir Ólöf að það eitt sé stórt
skref í átt til frelsis og óheftari tjáningar.
„Þetta er fyrir alla þá sem vilja en það
eru ekki margir sem hafa komið sem
eru eldri en 70 ára. Þetta er skemmti-
legt þegar blandast. Núna eru komnar
bókanir frá einum sem er nýorðinn 17
ára og einni sem er orðinn fimmtug.“
Leiklistarskólinn Opnar dyr eða nám-
skeiðin á vegum skólans einbeita sér að
æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði
og leikgleði á sama tíma og nemendur
læra leik og spunaæfingar sem nýtast
þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu.
„Það er alls konar fólk að koma. Sumir
sem eru á leiðinni til útlanda að læra eða
vilja komast í áhugamannaleikhús en
líka fólk sem er að koma og gera eitthvað
skemmtilegt og hrista upp í tilverunni.
Brjótast út úr hefðbundinni hegðun og
stíga út fyrir þægindaramman. Þeir eru
að fá mikið út úr þessum námskeiðinu
því þeir finna frelsið og fá orku og sjálfs-
traust. Aðrir hafa skipt um atvinnu eftir
þetta. Viðskiptafræðingur hætti og fór
að læra jóga. Sagði að þetta hefði bjargað
lífi hans. Honum fannst hann sjá aðrar
hliðar á lífinu.“
Hún bendir á að þegar fólk stígur út
úr þægindarammanum þá uppgötvi það
nýjar hliðar á sjálfu sér. „Það er ýmislegt
sem fólk segir við okkur. Við notumst
við spuna til að takast á við aðstæður í
lífinu. Fólk verður þá opið og tilbúið að
takast á við hvað sem er.“
Hún segir að það taki ekki langan tíma
að ná tökum og strax í þriðja tíma eru
þau farin að sjá mikinn mun á fólki. „Þá
er fólk komið á annan stað. Við erum
með æfingar sem losa um hömlur og
það sem er að stoppa fólk af. Það þarf að
þora. Um leið og rútínan er brotin upp
þá losnar um fólk.“
Byrjendanámskeiðið hefst á morgun
í Listdansskólanum við Engjateig.
Námskeiðið er eingöngu í sjö skipti
í þetta sinn. Þau Ólafur og Ólöf eru
bæði hámenntuð í leiklist og leiklistar-
kennslu.
„Ef einhvern langar en er eitthvað
feiminn eða óöruggur þá á hann auð-
vitað að skella sér á námskeiðið. Þetta
námskeið hjálpar fólki að finna öryggi í
sjálfu sér og blómstra í lífinu. Sköpunar-
gleði og frjáls tjáning hjálpa nemendum
að njóta augnabliksins og til að treysta
sjálfum sér í öllum aðstæðum.“
benediktboas@365.is
Finna frelsið og nýja sýn á
lífið í gegnum leiklistina
Í ár er leiklistarskólinn Opnar dyr 10 ára. Vorið 2008 kom fyrsti hópurinn á námskeið
fyrir fullorðna hjá skólanum sem er rekinn af Furðuleikhúsinu. Fyrst voru námskeiðin
styttri eða einu sinni í viku í fimm vikur. Nú eru þau að öllu jöfnu í sjö til tíu vikur.
Leiklistarskólinn Opnar dyr er tíu ára um þessar mundir. Þar hafa margir stigið út fyrir þægindarammann. FréttabLaðið/Opnar dyr
Það er mikið stuð á æfingum hjá leik-
listarskólanum Opnar dyr.
1049 Bruno varð Leó 9. páfi.
1354 Stralsund-sáttmálinn festi landamærin milli hertoga-
dæmanna Mecklenburg og Pommern.
1832 Ekvador innlimaði Galápagoseyjar.
1892 Afmælisdagur Abrahams Lincoln var valinn sem þjóð-
hátíðardagur Bandaríkjanna.
1912 Kínverska keisaraekkjan Longyu sagði af sér fyrir
hönd síðasta keisarans Puyi sem markaði endalok King-
veldisins.
1919 Skjaldarmerki Íslands var staðfest með konungs-
úrskurði. Merkinu var síðan breytt 17. júní 1944.
1924 Calvin Coolidge varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til að
flytja ræðu í útvarpi.
1940 Eldey var friðuð með lögum. Bannað var að ganga á
eyjuna án leyfis ríkisstjórnarinnar og bannað að granda þar
fugli.
1950 Íslenska íþróttafélagið Breiðablik UBK var stofnað.
1950 Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var stofnað.
1965 Hótel Holt í Reykjavík var opnað. Í öllum herbergjum,
36 að tölu, voru málverk eftir íslenska listamenn.
1989 Í illviðri settist selta á einangrara í spennistöð á Geit-
hálsi við Reykjavík sem olli rafmagnsleysi á öllu Íslandi.
1994 Vetrarólympíuleikarnir 1994 hófust í Lillehammer í
Noregi.
Merkisatburðir
Ótrúlegt en satt þá eru orðin 14 ár síðan
einhver óvæntasti skilnaður allra tíma
átti sér stað. Mattel-fyrirtækið tilkynnti
þá að sjálf Barbie og Ken væru hætt
saman eftir að hafa verið par í 43 ár.
Dúkkuunnendur voru harmi slegnir
en saman hafði parið átt margar gull-
stundir saman. Það voru ekki allir jafn
vissir um að skilnaðurinn væri endan-
legur og sögðu þetta aðeins ömurlegt
bragð hjá Mattel til að reyna að auka
sölu á Barbie sem hafði dregist hratt og
örugglega saman.
Ekki leið á löngu þar til Barbie, sem
heitir fullu nafni Barbie Millicent
Roberts var komin með annan mann
upp á arminn. Sá hét Blaine og var
frá Ástralíu og stundaði brimbretti af
miklum móð. Sjálf valdi hún þó ekki
sinn nýja mann því almenningur greiddi
atkvæði til að velja kauða.
Um tvær milljónir tóku þátt í at-
kvæðisgreiðslunni sem fyrirtækið stóð
fyrir á heimasíðunni sinni.
Barbie leit fyrst dags ins ljós árið 1959.
Mis mun andi út gáf ur af henni eru enn
fá an leg ar í yfir 150 lönd um víðsveg ar
um heim inn. – bb
Þ EttA G E r ð i St : 1 2 . F E B rúA r 2 0 0 4
Skilnaður skekur dúkkuheiminn
barbie ásamt vinkonu sinni að fara í
pottinn til að slaka á. nOricphOtOs/getty
1
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
F
1
-5
E
C
0
1
E
F
1
-5
D
8
4
1
E
F
1
-5
C
4
8
1
E
F
1
-5
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K