Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 1

Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • Fimmtudagur 22. júní 2017 • 25. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA ■ Lögreglan á Suðurnesjum fór ný- verið, ásamt fulltrúum frá Vinnu- málastofnun, í eftirlit á nokkra vinnustaði í umdæminu til að at- huga hvort skráningar starfsmanna væru með lögbundnum hætti. Eftir- litið er þáttur í aðgerðardögum Europol gegn vinnumansali. Farið var á fimm vinnustaði og á þremur þeirra reyndust vera samtals tólf starfsmenn sem ekki voru með at- vinnuleyfi. Forráðamönnum viðkom- andi fyrirtækja var gerð grein fyrir því að málum yrði fylgt eftir þar til að þau væru komin í lag. Lögregla og Vinnumálastofnun munu á næstu dögum heimsækja fleiri vinnustaði í umdæminu í sömu er- indagjörðum. Þar á meðal verða veit- ingahús og skemmtistaðir. Á annan tug starfsmanna án leyfis Flutningi á Heilsuleikskólanum Háaleiti hefur verið frestað um eitt ár. Eins og kynnt var á skóla- slitum Háaleitisskóla stóð til að flytja Heilsuleikskólann Háaleiti í annað húsnæði í sumar, vegna væntanlegrar mikillar og skyndi- legrar íbúafjölgunar á Ásbrú, og nýta núverandi húsnæði leikskólans í þágu yngstu nemenda grunnskól- ans. Þetta kemur fram í tilkynningu skólastjórnenda Háaleitisskóla til foreldra og forráðamanna barna í Háaleitisskóla á Ásbrú „Nú hefur verið tekin ákvörðun um að seinka flutningnum um allt að eitt ár þar sem forsendur hafa breyst og útlit fyrir að íbúafjölgun á Ásbrú verði hægari en upphaflega var gert ráð fyrir. Aðal ástæða þessa er að nýir eigendur íbúðarhúsnæðis að Ásbrú hafa ákveðið að selja stóran hluta íbúða í stað þess að leigja og það mun væntanlega hægja talsvert á flutningi nýrra íbúa inn á svæðið,“ segir í til- kynningunni. Félagið Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. hefur verið rekið með miklu tapi frá stofnun þess árið 2002 og nemur uppsafnað tap nú rúmlega 1,6 millj- örðum króna. Frá þessu greindi Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Reykjanes- bæjar, á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag. Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. eru í eigu Reykjanesbæjar og telst til b-hluta stofnana sveitarfélagsins. Fé- lagið á og rekur um 240 íbúðir til af- nota fyrir fjölskyldur og einstaklinga, sem ekki geta séð sér fyrir húsnæði vegna félagslegra aðstæðna, sem og fyrir aldraða. Löggiltir endurskoðendur félagsins hafa ítrekað bent á rekstrarvanda fé- lagsins en ljóst er að við óbreyttar for- sendur muni rekstur félagsins hvorki geta staðið undir afborgunum lána né eðlilegu viðhaldi hússins. Leiguverð félagsins hefur í mörgum tilfellum verið afar lágt, eða allt frá 800 krónum á fermetra. Jafnframt er mikill munur á leiguverði á milli íbúða innan félags- ins og nemur sá munur rúmlega 40% þar sem bilið er mest. Mikið tap á félagslegu húsnæði Reykjanesbæjar Sala fasteigna hægir á íbúa- fjölgun á Ásbrú ●● Flutningi●á●Heilsuleikskól- anum●Háaleiti●hefur●verið● frestað●um●eitt●ár. Þeir komu sér vel fyrir í skrúðgarð- inum í Keflavík á þjóðhátíðardaginn þessir flottu peyjar þegar ljósmynd- ari Víkurfrétta lyfti myndavélinni og smellti af. Fleiri myndir frá 17. júní inni í blaðinu. VF-mynd/pket. Þjóðhátíð í skrúðgarðinum Sumarsólstöður voru í gær 21. júlí en þá var dagur lengstur á Íslandi. Hér má sjá bjarma sólarinnar teygja sig yfir Snæfellsjökul og lang leiðina inn í linsu flygildis Víkurfrétta sem Hilmar Bragi flaug í góðviðrinu í vikunni. Hvalreki í Garði Hval hefur rekið á fjörur Garðmanna. Hrefnutarfur fannst þar sem hann var sjórekinn í grýttri fjöru rétt innan við Réttarholt í Garði í síðustu viku. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar skoðaði hræið og tók úr því sýni. Hrefnutarfurinn reyndist 7,7 metra langur og sporðurinn var 1,9 metrar í þvermál. Nú er hins vegar spurning hvað verður um hræið. Staðurinn þar sem dýrið liggur á er við vinsæla gönguleið um Leiruna og því lítill áhugi á að fá grút af dýrinu yfir svæðið. Íbúi í nágrenni við staðinn vill að dýrið verði dregið í land við höfnina í Garði, þar sem það verði hlutað niður og urðað. Meðfylgjandi mynd var tekin yfir staðinn þar sem dýrið liggur dautt í grýttri fjörunni.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.