Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 22.06.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 22. júní 2017VÍKURFRÉTTIR Strandhreinsiátak Nettó í samstarfi við Bláa herinn, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum og félagssamtök á svæðinu, standa fyrir strandhreinsun í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum í sumar. Þegar hefur hópurinn látið til sín taka í Grindavík, á svæðinu við Brimketil. Sú hreinsun gekk vonum framar, en alls tíndu sjálfboðaliðar 1500 kg. af rusli á aðeins tveimur klukkustundum. Nú verður haldið áfram með átakið í Garði kl. 16:30 í dag við Garðskaga- vita. Blásið verður til Sólseturshátíðar- innar þar um næstu helgi. Tómas J. Knútsen fer fyrir Bláa hernum líkt og áður og verður á svæðinu ásamt sjálfboðaliðum, m.a. úr knattspyrnudeild Víðis og Reynis. Nettó býður svo öllum sjálfboðaliðum uppá hressingu að hreinsun lokinni. Verkefnið er liður í samfélagslegri ábyrgð Nettó en fyrirtækið hefur beint sjónum sínum að því sem betur má fara í umhverfismálum á síðustu árum. Markmið strandhreinsunará- taksins er að safna saman rusli og færa það til endurvinnslu, en það er ekki síður til þess fallið að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála á Íslandi. Garður tekinn með trompi í strandhreinsiátaki ●● Átakið●yfirstaðið●í●Grindavík●þar●sem●1500●kg.●af●rusli●voru●tínd ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Úrbætur í fjarskiptamálum á Vatnsleysuströnd og Hvassahrauni voru til umræðu hjá bæjarráði Voga á dögunum. Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að gera samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis fyrir dreifbýli sveitarfélagsins. Stofnframlag sveitarfélagsins er tvær og hálf milljón króna sem rúmast innan framkvæmdaáætlunar ársins. Setja upp útsendingarbúnað fyrir netmerki á Vatnsleysuströnd Verslanir Nettó hafi verið öflugar í að beina sjónum sínum að því sem betur megi fara undir formerkjum átaka á borð við Minni sóun og Allt-nýtt. „Við höfum dregið gríðarlega úr sorp- magni frá verslunum okkar undan- farin ár og stefnum á að draga úr því um 100 tonn í ár. Við stefnum á að halda þessu áfram og viljum endilega hvetja fleiri fyrirtæki til að leggja sitt á vogarskálarnar líka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem reka Nettó. Megi aðeins gista á sérmerktum svæðum Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopart leggur til við sveitarfélögin á Suðurnessjum að þau breyti lögreglusamþykktum þannig að gisting í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum verði aðeins heimiluð á sér- merktum svæðum, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Þetta var sam- þykkt á fundi jarðvangsins í lok maí sl. Frá Vatnsleysuströnd á vordögum. Kirkjustaðurinn Kálfatjörn og golfvöllurinn fremst á myndinni. VF-mynd/hilmar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.