Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 10

Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 10
10 fimmtudagur 22. júníVÍKURFRÉTTIR Fjölmenni sótti hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins 17. júní í Reykjanesbæ. Hefðbundin dagskrá var í skrúðgarðinum í Keflavík. Axel Jónsson, veitingamaður dróg stærsta fána á Íslandi að húni í blíðskaparveðri og Guðbrandur Einars- son, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar setti hátíðina. Fida Abu Libdeh, frumkvöðull, sem fædd er í Palestínu flutti ræðu dagsins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði meistaraliðs Keflavíkur í körfubolta kvenna, flutti ávarp fjallkonu. Fjölbreytt skemmtiatriði voru í skrúðgarðinum, m.a. söng Jón Jónsson og þá voru flutt atriði úr ávaxtakörfunni af félögum úr Leikfélagi Keflavíkur. Kaffisala var á nokkrum stöðum í bæjarfélaginu, söfn voru opin og síðan var einnig kvölddagskrá í ungmennagarði. Sjónvarp Víkurfrétta sýndi beint frá stórum hluta af hátíðinni í skrúðgarðinum. Kæru bæjarbúar, gleðilega hátíð! Það er mér mikill heiður að standa fyrir framan ykkur í dag og vera með ræðu dagsins. Ég heiti Fida Abu Libdeh og er fædd og alin upp í Palestínu. Ég og fjöl- skyldan mín fengum nóg af góða veðrinu, sólinni og sælunni alla daga, þannig við ákváðum að finna stað þar sem er vindasamast. Við leituðum hvar í heiminum væri hvassast og þá kom Reykjanesbær efst á lista, þess vegna er ég með ykkur hér í dag. Að öllu gríni slepptu, þá komum við að sjálfsögðu til Íslands til að leita að betri framtíð, betri menntun og betra lífi. Við erum komin hingað saman í dag til að fagna lýðræði. Ég tek ekki lýð- ræði sem sjálfsögðum hlut. Ég er alin upp í landi sem hefur ekkert lýðræði, fólkið mitt hefur ekki einu sinni kosn- ingarétt. Mest allan tímann sem ég var að alast upp var faðir minn í fangelsi fyrir það eitt að vera blaðamaður og skrifa sínar skoðanir. Ég tek ekki lýðræði sem sjálfsögðum hlut og fagna deginum í dag með ykkur sérstaklega! Ég veit að með lýð- ræðinu fylgir ábyrgð, jafnrétti og jöfn tækifæri. Ég get sagt það með stolti að við hérna í Reykjanesbæ tökum ábyrgð um jafnrétti og jöfn tækifæri alvarlega. Í dag eru akkúrat tíu ár frá því að ég flutti til Reykjanesbæjar. Það er ótrúlegt að horfa til baka á líf mitt fyrir 10 árum. Svo margt hefur gerst; frá því að vera með grunnskólapróf í Axel Jónsson dró stærsta fána landsins að húni Fjölmenni við hátíðarhöld 17. júní í Reykjanesbæ ●● Sjónvarp●Víkurfrétta●sýndi●beint●frá●hátíðinni●í●skrúðgarðinum●í●Keflavík Tek ekki lýðræði sem sjálfsögðum hlut ●● Fida●Abu●Libdeh,●frumkvöðull●og●framkvæmdastjóri●flutti● þjóðhátíðarræðu●dagsins●í●Reykjanesbæ að vera með meistaragráðu, frá því að vinna í láglauna starfi í að vera með mitt eigið fyrirtæki. Við yrðum í allan dag ef ég ætti að telja upp allt sem Reykjanesbær hefur fært mér. Þegar fólk sem þekkir mig ekki, þá aðalega fólk utan Reykjanesbæjar, (því ég er auðvitað svo fræg hérna:), spyr mig hvaðan ég sé, þá segi ég Suðurnesjum, þá spyrja þau aftur; nei hvaðan ertu? Ég segi Reykjanesbæ, þá segja þau aftur; ,,nei, nei, hvaðan ertu?“ …Ég; „Já, já, Keflavík, Ásbrú… ,,Nei, hvaðan ertu ættuð?“ Þá fatta ég hvað þau eru að meina og segi að ég sé fædd í Palestínu . En einmitt eitt af grundvallarþörfum okkar er að tilheyra samfélagi. Fyrsta skipti frá því ég flutti til Íslands finnst mér eins og ég tilheyri samfélagi, að ég sé jafningi, það er horft á það sem ég hef, en ekki það sem ég hef ekki. Ég tek ykkur ekki, sambæjarbúum mínum, sem sjálfsögðum hlut. Ég tek ekki tækifærum sem ég fékk hér í Reykjanesbæ sem sjálfsögðum hlut. Ég er þakklát þessum tækifærum sem ég hef fengið og vil hvetja ykkur til að halda áfram að gefa öllum jöfn tæki- færi. Sýnum umburðarlyndi, því við erum öll jafningjar og eigum skilið jafnrétti. Ég vil enda á því að segja: Hér á ég heima og vil hvergi annars staðar búa! átar í Heiðarbúum tóku að venju stór- an þátt í hátíðarhöldunum og settu skemmtilegan svip á þau. Fyrirliði meistaraliðs Keflavíkurstúlkna í körfubolta, Erna Hákonardóttir flutti ávarp fjallkonu. Fida Abu Libdeh, frum- kvöðull, flutti ræðu dagsins í skrúðgarðinum í Keflavík. VF-myndir/pket. Axel Jónsson, veitingamaður, fékk þann heiður að draga stærsta fána landsins að húni. VF-myndir/pket. Grindvíkingar héldu 17. júní hátíðlegan líkt og undanfarin ár og var há- tíðarsviðið við íþróttahúsið. Hestamannafélagið Brimfaxi sá um fánareiðina í skrúðgöngunni sem hófst á Landsbankatúninu og endaði við íþróttahúsið. Há- tíðardagskrá var með hefðbundnum hætti og Inga Fanney Rúnarsdóttir, flutti ávarp fjallkonunnar. Þá var karamellum dreift yfir svæðið og leiktæki af ýmsum gerðum biðu gesta. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur buðu upp á leik- tækin í samvinnu við Grindavíkurbæ. Arctic Horses leyfðu börnum svo að fara á hestbak við íþróttahúsið.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.