Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 12

Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 12
12 fimmtudagur 22. júníVÍKURFRÉTTIR Hjúkrunarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna hlutaúttektar Land- læknisembættisins. Það er ljóst að ýmislegt þarf að breyta til þess að mönnunarmál hjúkrunarfræðinga og öryggi sjúklinga fari í betri farveg. Á meðan komufjöldi t.d á bráða- móttöku hefur aukist gríðarlega þá er mönnun hjúkrunarfræðinga ófull- nægjandi miðað við fjölda skjólstæð- inga. Slysa- og bráðamóttaka er með minnstu mönnun miðað við aðrar stofnanir á landinu þrátt fyrir að vera ein af þremur stærstu slysa- og bráða- móttökum landsins. Á bráðamóttökunni eru tveir hjúkr- unarfræðingar á morgnana og tveir á kvöldin, enginn hjúkrunarfræðingur er á næturnar þrátt fyrir ítrekaða beiðni hjúkrunarráðs á sl. tveimur árum til framkvæmdarstjórnar. Þetta er óásættanlegt og kemur skýrt fram í úttektinni. Einnig hefur álagið á legudeildinni aukist mikið, mjög oft eru sjúklingar innlagðir á „ganginn“ sem sagt lagðir inn á ganga deildarinnar og einnig í dagsstofu sjúklinga. Álagið á heima- hjúkrun og skólahjúkrun hefur einnig aukist, sem og hjúkrunarmóttöku. Það er vel þekkt hvað gerist við lang- varandi álag á heilbrigðisstarfsfólk, þá aukast veikindi starfsmanna, aukin hætta er á kulnun í starfi og hætta er á að góðir starfsmenn með mikla reynslu fara til annarra starfa eða starfsgreina þar sem launin eru betri og álagið minna. Svo að dæmi séu nefnd eru 4 af 11 hjúkrunarfræðing- unum á bráðamóttöku HSS búin að minnka við sig í starfi eða eru að fara að starfa alfarið annars staðar. Þetta eru næstum 25% starfsmanna deildar- innar. Ljóst er að stefnumótun og stjórnun heilsugæslu HSS uppfyllir í mörgum tilfellum ekki kröfur um góða stjórnun og skýra stefnumótun. Það er því erfitt að meta gæði og öryggi þjónustunnar. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að umbóta er þörf og telur hjúkrunarráð ansi brýnt að það sé farið í þá stefnu- mótunarvinnu. Læknar eru einir á næturvöktum á bráðamóttökunni, þ.e. enginn hjúkr- unarfræðingur er á næturvakt og að sögn framkvæmdastjórnar hefur ekki fengist fjármagn til að ráða hjúkrunar- fræðing á næturvaktir, mikið álag er því á vakthafandi lækni. Lítið má bera út af vegna mönnunar lækna, þarf ekki annað en að einn veikist þá skap- ast mikil vandræði. Húsnæði heilsu- gæslunnar í Keflavík er barn síns tíma og mjög þröngt miðað við þá starf- semi sem þar fer fram. Skoðunar- og viðtalsherbergi eru lítil og ekki vistleg. Bráðamóttakan er sömuleiðis mjög lítil þótt hún taki við mörgum sjúkl- ingum og er ástandið á húsnæði þar mjög ábótavant þrátt fyrir að búið er að gera einhverjar breytingar til hins betra þá er langt í land. Um helgar sinna læknar sólarhringsvöktum með einn hjúkrunarfræðing frá kl.11-19 en annars eru þeir einir á bráða og slysa-og bráðamóttöku HSS sem er er óásættanlegt og ógnar öryggi þjón- ustunnar. Upptökusvæði HSS er stórt, 24 þús- und manns og til viðbótar er milli- landaflugvöllurinn og allir sem þar starfa, auk ferðamanna. Heilsu- gæslan þjónustar einnig íbúa í Ásbrú sem margir eiga lögheimili annars staðar á landinu. Því er fjármagni ekki úthlutað á sanngjarnan hátt til stofnunarinnar þar sem miðað er við lögheimili þeirra. Hjúkrunarráð hvetur þingmenn umdæmisins til þess að bregðast við þessari skýrslu á sanngjarnan hátt með hærri fjárfram- lögum til HSS. Mikill mönnunarvandi hefur einnig verið í geðteyminu og vantar meðal annars hjúkrunarfræðing þar og yfir- sálfræðing og lækna sem þurfa að sinna geðheilbrigðismálum en íbúa- samsetning svæðisins kallar á slíkt. Ekki hefur verið starfandi yfirhjúkr- unarfræðingur á heilsugæslu síðan 2015. Tvívegis hefur hjúkrunarráð síðan 2015 haft samband við fram- kvæmdastjórn HSS til að reyna að fá úr þessu bætt en það hefur ekki ennþá gerst. Í skýrslu Landlæknisembættisins eru ábendingar sem hjúkrunarráð hvetur framkvæmdarstjórn til þess að sinna þeim brýnu málefnum sem fyrst til að auka öryggi skjólstæðinga og halda utanum þann mannauð sem vinnur á HSS og skapa þeim viðunandi að- stæður til þess að vinna sína vinnu faglega og örugglega. Við sem störfum á HSS vitum að það hefur verið naumt skammtað af fjár- munum af hálfu stjórnvalda og vissu- lega hefur framkvæmdastjórn farið fram á úrbætur og reynt að frá auka- fjárveitingar en ekki haft erindi sem erfiði. Framundan er samstarfsverkefni stjórnenda og starfsmanna HSS ásamt þingmönnum þar sem allir verða að taka á honum stóra sínum. Nú er lag að í ljósi þessarar hlutaúttektar að fara fram á frekari fjárveitingar HSS til handa til þess að geta haldið áfram að stækka og dafna og þannig haldið áfram að geta tryggt okkar skjólstæð- ingum það öryggi og þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Hjúkrunarráð HSS, Jón Garðar Viðarsson, Katrín Guðmundsdóttir Steina Þórey Ragnarsdóttir Vigdís Elísdóttir. Nú verða allir að taka á honum stóra sínum ●● Ályktun●hjúkrunarráðs●eftir●hlutaúttekt●Landlæknisembættis● Íslands●á●HSS●●sem●gerð●var●í●apríl-maí●2017 Nú nýlega varð uppi fótur og fit þegar verktakar, sem unnu að vegagerð ofan Iðavalla, urðu varir við tjörumengun í jarðveginum. Margir Keflvíkingar sem eru komnir vel yfir miðjan aldur muna vel eftir því að varnarliðið fór ekki hefðbundnar leiðir við förgun úrgangsefna. Ef við lítum til baka um það bil 60 ár, þegar við, nokkrir pollar vorum að leik á fyrrnefndum stað, veittum við því athygli að fjöldi fugla voru fastir í einhvers konar leðju. Þegar betur var að gáð sáum við að stórt svæði var þakið tjöru og þarna voru hundruðir fugla, sem sátu fastir í tjörubaðinu og fjöldi þeirra voru soknir á kaf. Þarna höfðu Vendararnir opnað fleiri tuga tunna og látið renna úr þeim, án þess að biðja um leyfi, eða láta bæjaryfir- völd vita. Það var vor í lofti og sólin glampaði þannig á heita tjöruna og fuglarnir sem voru að koma yfir hafið renndu sér niður og álitu þetta vatn, en urðu fastir. Við pollarnir sóttum pappa- kassa, tókum c.a. 10 stk fugla úr leðj- unni, og geystumst niður á lögreglu- stöð og báðum lögregluna að gera eitt- hvað í málunum. Það síðasta sem við heyrðum þegar við lokuðum hurðinni hjá lögreglunni, var að annar lögreglu- maðurinn sagði við hinn: „Komdu með kutann, við skulum taka af þeim hausinn.“ Um það hvort eitthvað hafi verið gert í málunum veit enginn. En eitt vitum við bæjarbúar, að við- skilnaður varnarliðsins var ekki til fyrirmyndar í mengunarmálum. Þar má nefna Nikkelsvæðið, þar sem olía lak niður á grunnvatnið árum saman og lausnin við því var að færa leiðsl- una annað. Ég er hræddur um að einhverjum hefði brugðið ef olía hefði komist inn á dreifikerfi bæjarbúa. Hver var svo lausnin? Var henni dælt upp til eyð- ingar eða eitthvað gert til að lámarka skaðann. Nei, eins og svo oft áður fékk bærinn litla kommisjón. Thank you mister kommisar. Ég held að það sé löngu kominn tími til að við lifum í sátt við nátturuna, og framkvæmum eins vistvænt og mögu- leiki er hverju sinni. Látum Rögnu- nefndina ekki byggja flugvöll ofan á vatnsverndarsvæðunum okkar, hún gleymdi víst að kíkja undir yfirborðið. Friðrik Georgsson. Löngu kominn tími til að lifa í sátt við nátturuna „Það er okkar skylda sem þjóð að sýna útlendingum sem koma hingað í leit að betra lífi samhug, tillit- semi og þolinmæði er þau festa sig í sessi hér á landi og gera allt sem við getum til að létta þeim lífið,“ segir Atli Rafn Eyþórsson, en á dög- unum var hann staddur í fyrirtæki í Reykjanesbæ þar sem einstaklingur neitaði að leyfa útlendingum að af- greiða sig sökum þess að þeir töluðu ekki góða íslensku. Í fyrirtækinu voru tveir afgreiðslu- menn af erlendu bergi brotnir og segir Atli þá hafa reynt að gera sitt besta til að þjóna viðskiptavinum sínum. „Allt gekk vel þangað til að einstaklingur neitaði að láta þessa aðila afgreiða sig. Eftir leiðinda orðaskipti kom ís- lenskur afgreiðsluaðili og leysti málið, en þessum útlendingum leið mjög illa út af þessari neikvæðni gagnvart þeim. Staðreyndin er sú að hér er orðið al- þjóðlegt samfélag og ég tel það gott. Sýnum nýbúum að við erum sann- gjörn þjóð sem bjóðum alla þá, sem hér vilja búa og vinna, velkomna og burt með rasisma.“ Atli segir einstaklinginn hafa sýnt afgreiðslufólkinu mikla vanvirðingu og ókurteisi. „Það fór alveg óskap- lega í taugarnar á henni að þau töluðu litla sem enga íslensku. Hún var bara hin versta og æst. Þá kom þarna kona sem bjargaði því, að ég held verslunar- stjóri, og spurði bara hvað hægt væri að gera fyrir hana. Hún sagði: „Ég vil fá íslenskan afgreiðslumann. Ég er á Íslandi, ég er íslensk og ég kann ekk- ert útlendingamál,“ eða eitthvað í þá áttina. Hún fær þá afgreiðslu sem hún vildi og þessi kona var afgreidd.“ Atli segir þó afgreiðslufólkið hafa afgreitt sig án allra vandkvæða. „Maður getur alltaf einhvern veginn reynt að útskýra fyrir fólki með einhverjum handa- bendingum eða slíku. Allir sem voru þarna inni voru bara brosandi og allt í lagi. Það vantaði hjá henni alla til- litssemi og almenna kurteisi gagnvart fólki sem er að reyna að standa hérna í fæturna og lifa lífinu.“ Atli vill benda fólki á að það þurfi ekki þessi læti og að grunnatriðið sé að sýna virðingu og kurteisi því ef það sé gert gangi allt betur. „Það er alveg nauðsynlegt að fá mismunandi menn- ingu til Íslands. Mér finnst voðalega gott að hafa þetta svona. Þetta gerir fjölbreytnina meiri og lífið skemmti- legra.“ Sýnum nýbúum að við erum sanngjörn þjóð Bílabúð Benna, Reykjanesbæ, fagnar sumrinu með Suðurnesjamönnum á löngum fimmtudegi, 22. júní. Í fréttatilkynningu kemur fram að á svæðinu verði glæsilegt úrval af bílum frá fyrirtækinu og boðið uppá spenn- andi tilboð og ljúfar veitingar. Gestir eiga því von á góðu; Sumarævintýri SsangYong, með kaupaukum og ferða- vinningum verður í fullum gangi, sértilboð á völdum bílum frá Opel og lúxusbílar frá Porsche á svæðinu. Grillaðar pylsur og gos verða svo í boði milli kl. 16:00 og 21:00. Fólk er hvatt til að mæta og gera sér glaða stund á löngum fimmtudegi hjá Bíla- búð Benna, Njarðarbraut 9. Allir eru velkomnir. Langur fimmtudagur hjá Bílabúð Benna Vinnuslys varð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni þegar karlmaður féll úr sex metra hæð og lenti á steyptu undirlagi. Maðurinn var að vinna á vinnupalli í nýbyggingu í flugstöðinni þegar óhappið átti sér stað. Hann steig á gluggapóst sem lét undan þunga hans og féll hann fram fyrir sig. Hann var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á bráðamóttökuna á Landspítala. Ekki er vitað um líðan hans. Féll úr sex metra hæð í Leifsstöð

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.