Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Síða 18

Víkurfréttir - 22.06.2017, Síða 18
18 fimmtudagur 11. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Mikið var um að vera á leik- skólanum Heiðarseli í síðustu viku en börnin og aðstandendur þeirra héldu upp á sumarhátíð leikskólans. Ávaxtakarfan frá Leikfélagi Keflavíkur mætti á svæðið, börnunum til mikillar gleði. Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir. Keflvíkingar sigruðu ÍR-inga 3:1 á Hertzvellinum á föstudaginn í Inkasso deildinni. Það voru Keflvíkingar sem voru sterk- ari aðilinn í þessum leik og náðu þeir forystunni á 25. mínútu með marki frá Hólmari Erni. ÍR-ingar náðu þó að jafna fyrir leikhlé og var það Andri Jónasson sem að skoraði markið. 1-1 í leikhlé. Í seinni hálfleiknum voru það Kefl- víkingar sem sköpuðu sér meira af færum og skilaði það sér á 63. mínútu þegar Frans Elvarsson skoraði annað mark Keflvíkinga og kom þeim yfir á nýjan leik. Jeppe Hansen skoraði þriðja markið á 80. mínútu og það reyndist lokamark leiksins. Stigin þrjú fóru til Keflavíkur og lokastaðan 3:1 fyrir Keflavík. Keflavík er í fjórða sæti með 12 stig, fjórum stigum á eftir Fylki og Þrótti og einu stigi á eftir Sel- foss sem er í þriðja sæti. Næsti leikur Keflvíkinga er á móti Þór Akureyri í Keflavík. GRUNNSKÓLINN Í SANDGERÐI LAUS STÖRF Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða til starfa ölhæft, áhugasamt og skapandi fólk með hæfni í mannlegum samskiptum. Grunnskólinn er Heilsueandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu star skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og vinna með hópnum að því að mæta ólíkum einstaklingum með ölbreyttum hætti. Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: - Staða kennara í hönnun og smíði - Staða kennara í myndlist   Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við Grunnskólann í Sandgerði. Frekari upplýsingar er að nna á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2017. Umsóknir og ferilskrár skal senda á netfang skólastjóra: holmfridur@sandgerdisskoli.is Nánari upplýsingar veita: Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri holmfridur@sandgerdisskoli.is  og Elín Yngvadóttir, aðstoðarskólastjóri eliny@sandgerdisskoli.is Keflvíkingar í fjórða sæti Grindvíkingar steinlágu á heimavelli fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Blikas- túlkur höfðu skorað þrjú mörk þegar flautað var til hálfleiks og bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik. Lánið hefur ekki leikið við grindvískar knattspyrnukonur það sem af er Ís- landsmótinu. Lykilleikmenn eru frá vegna meiðsla. Þá hefur ekkert lið fengið á sig eins mikið af mörkum en 28 sinnum hafa þær grindvísku þurft að sækja knöttinn í eigið mark en hafa aðeins skorað 6 mörk í fyrstu 9 um- ferðum Íslandsmótsins. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi í Grindavík en aðstæður til að spila knattspyrnu voru erfiðar, rigning og sterkur vindur af suð-austri. Grindvískar hafa fengið á sig 28 mörk Keflavík gerði 2:2 jafntefli við HK/ Víking í fyrstu deild kvenna .Leikur- inn fór fram í blíðskaparveðri á Nettó- vellinum í Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu betur og var það var Aníta Lind Daníelsdóttir sem skoraði fyrsta markið fyrir Keflavík á 15. mínútu. Margrét Sif Magnúsdóttir jafnaði fyrir HK/Víking á 53. mínútu og Linda Líf Boama kom HK/Víking yfir á 65. mínútu. Þannig var staðan þangað til á lokamínútunni þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum yfir mark- línuna hjá HK/Víking fyrir Keflavík. Lokastaðan var því 2:2 og Keflavíkur- stúlkur eru í þriðja sæti í fyrstu deild kvenna. Keflavíkurstúlkur gerðu jafntefli við HK/Víking Njarðvíkingar eru í 2. sæti 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu en þeir töpuðu á heimavelli sl. laugardag fyrir Aftureldingu sem er um miðja deild. Lokatölur urðu 0-3. Víðismenn gerðu hins vegar betri ferð til Hafnar í Hornafirði og unnu magn- aðan 3-5 sigur. Víðismenn fengu á sig mark á 36. mín. en svöruðu með jöfn- unarmarki á 12. mín. Helgi Þór Jóns- son skoraði. Síðan komu fjögur mörk á tuttugu mínútna kafla frá Aleks- andar Stojkovic, Dejan Stamenkovic, Helga Þór Jónssyni og Róberti Erni Ólafssyni. Sindramenn mættu með tvö mörk í lokin. Njarðvík er með 14 stig, tveimur á eftir Magna sem er í efsta sæti. Vestri er í 3. sæti með 13 stig og Víðir í 4. sæti með 11 stig. Í 3. deild eru Þróttur í Vogum í 5. sæti með 10 stig og Reynir í Sandgerði eru í þriðja neðsta sæti með aðeins 4 stig. Sandgerðingar töpuðu fyrir Kára 4-1 í síðustu umferð og Þróttarar unnu Dal- vík/Reyni 3-1. Mörk Þróttar skoruðu Tómas Ingi Urbancic og hinn síungi Magnús Ólafsson sem skoraði þriðja markið. Annað markið var sjálfsmark Dalvíkur/Reynis. Njarðvíkingar og Víðismenn í toppbaráttu SPORT Sumarhátíð Heiðarsels

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.