Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 22.06.2017, Blaðsíða 20
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Hilmar Bragi á VF ætlar að fljúga með mig í drónanum upp í vitann á Garðsakga. Sjáumst þar! STARFSMAÐUR Í ÁHAFNAVAKT Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á vef Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 30. júní 2017. Icelandair óskar eftir starfsmanni í áhafnavakt á Keflavíkurflugvelli sem hefur áhuga á kreandi starfi í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Starfssvið: - Dagleg áhafnavakt - Tengiliður milli áhafna og ugdeildar - Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna - Samskipti við áhafnahótel og áhafnir á erlendri grundu - Halda utan um áætlunar- og leiguugsskrá áhafna - Samskipti við viðskiptavini ugdeildar auk annarra verkefna Hæfniskröfur: - Góð menntun/reynsla sem nýtist í star - Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem hluti af starnu fer fram á ensku - Góð tölvufærni - Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og góð samstarfshæfni Við leitum að liðsmanni til framtíðarstarfa með framúrskarandi samskiptahæleika og markvissan áhuga á að ná góðum árangri í star. Hér er um vaktavinnu að ræða. Starfsstöð er á Keavíkurugvelli.  Nánari upplýsingar veita: Álfheiður Sívertsen, netfang: alfheidur@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: starf@icelandair.is LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur Ekki átti ég von á því að verða vitni að einhvers konar formi sjálfsþurftar- búskaps nú á dögum. Það breyttist í síðustu viku þegar ég heimsótti Vestfirði í vettvangsferð með stjórn Íslandsstofu, í þeim tilgangi að heimsækja fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og útflutningi. Þegar talað er um ferðaþjónustu, sjávar- útveg og útflutning þá hugsar maður ósjálfrátt um mikinn vöxt, hagnað og möguleika á frekari skattlagningu. Þrátt fyrir 35% aukningu í fjölda ferðamanna til landsins þá eru hótel á Vestfjörðum að kljást við 30% samdrátt seldra gisti- nátta milli ára. Styrking krónunnar hefur einnig hoggið umtalsverð skörð í framlegð sjávarútvegsins en fyrirtæki eins og Arnarlax, sem er með starfssemi á Bíldudal, hefur náð að verjast að mestu leyti með því að binda allan kostnað nema laun við evruna. Það sama á við hjá iðnaðarfyrirtækjum eins og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. og húðlækn- ingafyrirtækinu Kerecis sem flytja út nánast alla sína framleiðslu og blæðir með sífellt sterkari krónu. Þessar at- vinnugreinar sem eru burðarásar at- vinnulífsins á Vestfjörðum blæðir öllum í núverandi ástandi. En neyðin kennir naktri konu að spinna og allt það og með þrautseigjuna að vopni hafa þau aðlagað sinn rekstur að því marki að nánast er um sjálfsþurftarbúskap að ræða. Haldi áfram sem horfir munu fyrirtækin flýja byggð og mögulega land. Það versta er að þessi þróun er ekki eingöngu bundin við Vestfirði. Íslenska krónan er sem fyrr í aðalhlut- verki í efnahagslífinu, þökk sé galla í lögum um Seðlabanka Íslands. Í 3. gr. þessara laga er meginhlutverk bank- ans skýrt sem „að stuðla að stöðugu verðlagi. Seðlabankinn skal stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu.“ Stöðugt verðlag, lesist: lág verðbólga, er meginmarkmiðið. Stjórntæki Seðla- bankans eru stýrivextir, en eftir að öll gjaldeyrisviðskipti í landinu voru sett undir valdsvið bankans í kjölfar banka- hrunsins þá hefur stjórntæki bankans verið gengi íslensku krónunnar. Þar sem bankinn stýrir genginu og stjórn- endur bankans eru metnir út frá lágri verðbólgu þá er ekki flókið að sjá fyrir afleiðingarnar; sterk króna (what you measure is what you get). Þessi skekkja í lögunum og völd Seðlabankans eftir hrun hafa gert bankann að miklu stærri geranda í íslensku efnahagslífi en ríkis- stjórnina. Seðlabankinn býr þannig til falska vel- megun til skemmri tíma í gegnum auðs- áhrif sem verður með þessu áframhaldi fylgt eftir með vænu efnahagshruni þegar fjöldi ferðamanna hrynur og eftir standa illa nýtt hótel og ferðaþjónustu- fyrirtæki sem ekki geta staðið við sínar skuldbindingar. Pendúllinn sveiflast alltaf of langt áður en jafnvægi er náð og því eru fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að auka álögur á ferðþjónustuna mögulega vanhugsaðar og gætu hraðað vegferð okkar inn í næstu kreppu, eða? Sjálfsþurftarbúskapur og ISK ■ Sólseturshátíð Garðmanna verður haldin hátíðleg um komandi helgi, en hátíðin hefur verið árlegur viðburður í Garði frá árinu 2005. Um er að ræða fjölskylduhátíð sem haldin er með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð, leiki og leiktæki, tón- listaratriði og málverkasýningar. Sólseturshátíðin hefst í dag, fimmtudag, og stendur til sunnudagsins. Laugar- dagurinn verður þó sem fyrr hápunktur hátíðarinnar en þá verður vegleg fjölskyldudagskrá á Garðskaga. Einar Karl Vilhjálmsson, framkvæmdarstjóri Víðis sem einnig sér um öryggis- og upplýsingasíma hátíðarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að allur undirbúningur gengi vel fyrir sig. „Við förum í kvöld að setja upp allt svæðið á Garðskaga. Þar eru bara sjálfboðaliðar, leikmenn félagsins, stjórn og aðrir í kringum félagið. Annars er allt annað klappað og klárt. Stemningin í bænum er þokkaleg en það eru ennþá þó nokkrir í burtu úr bænum.“ Sólseturshátíð í Garði um helgina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.