Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 2

Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 2
2 fimmtudagur 29. júní 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Sigurjónsbakarí er eina bakaríið í Keflavík. Það má segja að bakaríið sé rót- gróið í Hólmgarði, þar sem Sigurjón Héðinsson hefur bakað í næstum þrjá áratugi. Sigurjónsbakarí hefur nú fært sig um set og opnað á nýjum og betri stað í sama húsi. Sigurjónsbakarí opnaði á dögunum stærra bakarí og kaffihús í Hólmgarði. Þar er öll framsetning á vöruframboði betri og þá hefur Sigurjónsbakarí stóraukið þjónustu við viðskiptavini. Eldri afgreiðsla bakarísins var þröng og hillupláss lítið. Nú er allt stærra og bjartara. Hægt er að setjast við borð og fá sér rjúkandi kaffi og nýtt bakk- elsi. Í hádeginu er svo í boði súpa og brauð. Bakaríið er opið virka daga kl. 7 til 17 og um helgar frá kl. 8 til 17. Sigurjón Héðinsson, bakarameistari, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi viljað opna barnvænt bakarí. Nú er góð aðstaða fyrir börnin, barna- horn og salernisaðstaða þar sem hægt er að skipta á minnstu krílunum. Sigurjón bakari hefur sjálfur séð um uppbyggingu á nýja bakaríinu með góðri hjálp. Hann tók sér góðan tíma í verkið en framkvæmdir hófust fyrir einu og hálfu ári síðan. Framleiðsla Sigurjónsbakarís er enn á sama stað í húsinu og gamla af- greiðslan verður tekin undir veislu- þjónustu Sigurjónsbakarís. Sigurjón er stór þegar kemur að smurbrauði og snittum fyrir veislur ýmis konar. Hann fær nú betri aðstöðu til að sinna því. Talsverðar framkvæmdir eru nú í Hólmgarði en þeim mun ljúka síðar á árinu. Sigurjón á von á því að stækka enn frekar þegar fram líður en hann er að festa kaup á meira rými í húsinu. Talsvert af verslunar- og þjónustu- rými sendur þó ennþá autt í húsinu. Fyrir nokkrum árum flutti Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins úr húsinu. Það rými stendur ennþá óbreytt frá því ríkið flutti út og bíður þess að þar verði sett upp starfsemi. Sigurjónsbakarí opnar kaffihús í Hólmgarði Veggurinn er klæddur með við sem kom úr umbúðum utan af nýjum ofni í bakaríinu. VF-myndir: Hilmar Bragi Hægt er að setjast við borð á kaffi- húsinu í bakaríinu og njóta veitinga. Sigurjón Héðinsson bakari í nýja bakaríinu. Hann hefur verið bakari í 29 ár og aldrei verið sprækari en einmitt nú. Tæplega tíu kílómetrar lag- færðir á Suðurnesjum í sumar ●● Garðmenn●óánægðir●með●litlar●vegaframkvæmdir Framkvæmdum á Reykjanesbraut er að mestu lokið, en samtals verða lagðir rúmlega sex kílómetrar á ak- reinum í sumar og rúmlega fjórir kílómetrar á öxlum brautarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni verður ráðist í fleiri fram- kvæmdir í sumar, meðal annars á Reykjanesbraut, Hafnarvegi og á Garðskagavegi, bæði milli Reykja- nesbrautar og Garðs og á milli Garðs og Sandgerðis. Einnig verður áfram unnið við holuviðgerðir á Reykjanesbraut. Á Hafnarvegi verða lagaðar axlir og klæðing lögð yfir, en áætlað er að þær framkvæmdir eigi sér stað í júlí eða ágúst. Þá verður Garðskagavegur milli Garðs og Sandgerðis einnig lagfærður á svipuðum tíma og Hafnarvegurinn, en þar verða gerðar kantviðgerðir og lagt verður yfir kanta með klæðingu. Á Garðskagavegi milli Reykjanes- brautar og Garðs verður rúmur kíló- metri malbikaður, á vegkaflanum nálægt Rósaselshringtorgi, og nær Garði verður malbik dregið í kanta á rúmlega tveggja kílómetra kafla, en þær framkvæmdir eru áætlaðar í byrjun júlí. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur lýst yfir vonbrigðum með þá við- haldsáætlun sem fram kemur í svari Vegagerðarinnar. Slæmt ástand Garð- vegar og Garðskagavegar kallar á mun meira viðhald og úrbætur en Vega- gerðin áformar, segir í gögnum bæjar- ráðs Garðs. „Það verður að fara að gera hlut- ina af alvöru og endurbyggja vega- kerfið hér fyrir sunnan þannig að hugsað sé tuttugu ár fram í tímann,“ segir Guðbergur Reynisson, einn af stofnendum hópsins „Stopp hingað og ekki lengra“, en hópurinn hefur barist fyrir tvöföldun Reykjanes- brautarinnar ásamt ýmsu öðru til að auka umferðaröryggi landsmanna. Guðbergur segir frábært að sjá allar þær vegaframkvæmdir sem komnar séu í gang á suðvesturhorninu. „Við Krísuvíkuraf leggjara eru fram- kvæmdir við mislæg gatnamót í fullum gangi, vinna er hafin við hringtorgin tvö á Aðalgötu og Þjóðbraut og miklar lagfæringar á Reykjanesbrautinni, sem mættu þó vera enn meiri. Aðrir vegir hér eru komnir að þolmörkum og ber að nefna fyrstan Grindavíkur- veg. Mér finnst til skammar hversu langan tíma öryggisúttekt tekur eða hvað það er sem tefur ákvarðanatöku. Hafnaveg þyrfti að lagfæra frá byrjun til enda. Garð- og Sandgerðisvegir eru líka komnir að þolmörkum og Vega- gerðin getur ekki hunsað þessa vegi eða hent í þá smáaurum.“ Hópurinn bíður eftir svari frá sam- gönguráðherra og vegamálastjóra varðandi erindi hópsins um hvort ekki megi hefjast handa við hönnun tvöföldunar á þeim köflum Reykja- nesbrautarinnar sem eftir eru. Guð- bergur segir þá vinnu þurfa að gerast hvað svo sem ákveðið verði í gjald- tökumálum. „Fyrir hönd Stopp hingað og ekki lengra-hópsins og allra íbúa Suður- nesja skora ég á þingmenn kjör- dæmisins að vinna betur í að tryggja að svæðið hér fái almennilega fjár- mögnun svo hægt sé að klára þessar löngu tímabæru vegaumbætur. Ef það er vilji þá er vegur.“ ●● Hópurinn●„Stopp●hingað●og●ekki●lengra“●vill●meiri●framkvæmdir Vegagerðin getur ekki hunsað þessa vegi Frá malbikun á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi Kóngareið á laugardaginn Karlakvartettinn Kóngar mun hjóla í allar kirkjur á Suðurnesjum þann 1. júlí nk. og taka lagið en markmiðið er að safna áheitum í orgelsjóð Kefla- víkurkirkju. Kóngar munu hjóla á milli kirkna á einum degi og eru allir velkomnir að taka þátt og hjóla með. Þeir munu syngja í hverri kirkju nokkur lög og sálma og verður bíll á staðnum sem getur hvílt hjólreiða- menn á leiðinni ef þörf krefur en leiðin er samtals 113 km. Þeir sem vilja sleppa hjólreiðaferðinni en hlýða á þá kappa geta nýtt sér kóngarútuna verð kr. 1.000. Lagt verður af stað frá Kefla- víkurkirkju kl. 9:00. Við hvetjum sem flesta til að heita á, en allur ágóði fer í orgelsjóð Kefla- víkurkirkju. Þeir sem vilja styðja kóng- areiðina geta lagt inn á reikn. 0121-15- 350005, Kt. 680169-5789.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.