Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 10

Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 10
10 fimmtudagur 29. júní 2017VÍKURFRÉTTIR Deildarstjóri Umsjónarkennsla á yngsta stigi Sumarstörf á B-tímabili Leikskólakennarar Þroskaþjálfi Textílkennsla á mið- og elsta stigi Leikskólakennari LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. LEIKSKÓLINN HJALLATÚN HEIÐARSKÓLI VINNUSKÓLI 9. OG 10. BEKK LEIKSKÓLINN HJALLATÚN HÁALEITISSKÓLI HEIÐARSKÓLI LEIKSKÓLINN HOLT Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Keflavík er að hverfa í skóg! Þetta er það sem blasir við þeim sem skoða gróðurfar í bænum. Gróður í Reykja- nesbæ hefur tekið mikinn vaxtar- kipp á síðustu árum. Hlý sumur og mildir vetrarmánuðir eiga örugg- lega stóran þátt í því. Hús eru víða að hverfa í trjágróðri og opin svæði eru orðin mikið gróin. Það sést vel t.a.m. á Vatnsholtinu og við gönguleiðir, m.a. á svokölluðu rómantíska svæði, ofarlega í Keflavík. Á árunum upp úr 1950 er byggð farin að þróast ofan Hringbrautar í Kefla- vík. Húsin við Skólaveg, gengt gamla malarvellinum, eru byggð á þessum árum. Það voru allt starfsmenn varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli sem tóku sig saman og byggðu húsin við götuna og hjálpuðust að við húsbygg- ingar. Jón Stefánsson og Guðrún Sigurbergs- dóttir, Jón og Gunna, voru fyrst til að flytja inn í hús við Skólaveg ofan Hringbrautar en þau byggðu að Skóla- vegi 22. Þau fluttu inn snemmsumars 1953. Jón var þá starfsmaður varnar- liðsins en þar vann hann í 10 ár áður en hann tók við skósmíðaverkstæði tengdaföður síns, sem hann rak þar til fyrir fáeinum árum. Jón verður ní- ræður í haust. Heiðurshjónin Jón og Gunna á Skóla- vegi 22 tóku á móti blaðamanni Vík- urfrétta. Jón hafði þá nýverið lokið við slátt í garðinum en þau hjón hugsa vel um garðinn við heimili sitt. Í garð- inum þeirra eru tuttugu tegundir af trjám og þau hæstu örugglega um og yfir sex metra há. Gullregnið er þar í uppáhaldi en það blómstrar ekki strax. Trén eru allt frá því að vera þessi hefð- bundnu íslensku yfir í tré af erlendum uppruna. Þannig eru tvö eplatré í garðinum þeirra en hvorugt þeirra hefur gefið af sér ávöxt. Aðspurð hvenær fyrstu trjáplönturnar hafi verið gróðursettar, segir Gunna að það hafi verið strax. Hún segir að í gamla daga hafi verið talað um að það væri varla hægt að rækta rabbar- bara í Keflavík. Jón er hins vegar alinn upp austur á Héraði og með Hall- ormsstaðarskóg sem leiksvæði sitt í æsku. Hann hafi því viljað hafa trjá- gróður fyrir augunum og strax hafið gróðursetningu í garði þeirra hjóna og hugsað um hann alla tíð síðan. Trén veita í dag mikið skjól og draga úr vindi. Að sama skapi er útsýnið frá heimilinu við Skólaveg ekki eins mikið og í gamla daga, en það kemur ekki að sök að sögn þeirra hjóna. ●● Jón●Stefánsson●og●Guðrún●Sigurbergsdóttir●settu●niður●fyrstu●trén●árið●1953 Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Skógi vaxin Keflavík með Skólaveginn fremstan og svo horft yfir byggðina til norðurs. VF-myndir: Hilmar Bragi Heiðurshjónin Guðrún Sigurbergsdóttir og Jón Stefánsson í garðinum sínum að Skóla- vegi 22 í Keflavík. Þar fluttu þau inn í nýbyggt hús snemmsumars 1953 og hófu þegar að gróðursetja. KEFLAVÍK HVERFUR Í SKÓG! Sirena í blóma. Jón Stefánsson hugar að gróðri við innkeyrsluna að heimilinu við Skólaveg 22. Súluöspin þarf ekki mikið pláss, er grönn og spengileg og rís hátt til himins. Grindverkið að Skólavegi 22 var staðsteypt í bílskúrnum. Grindverk sem þessi voru algeng á árum áður og voru mikil prýði. Koparreynir með fallegum blómum. Gunna virðir fyrir sér garðinn að Skólavegi 22 en Jón hafði nýlokið við að slá blettinn. Rós í garðinum sem mun blómstra á næstu dögum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.