Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 12

Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 12
12 fimmtudagur 29. júní 2017VÍKURFRÉTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,   Agnes Agnarsdóttir, Heimavöllum 3, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 21. júní. Útförin fer fram í Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. júlí kl. 13.   Gunnlaugur Guðmundsson Fanney Gunnlaugsdóttir  Guðmundur Davíð Gunnlaugsson Klara Hrönn Sigurðardóttir, Júlíus Geirmundur Gunnlaugsson Elín Ása Einarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,   Jóhanna Sæmundsdóttir, Vallargötu 25, Keflavík, sem lést mánudaginn 12. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 30. júní kl. 13:00.     Valdimar S. Gunnarsson Sæmundur Valdimarsson        Herdís Óskarsdóttir Gunnar B. Valdimarsson         Sigríður H. Guðmundsdóttir Sveinn Valdimarsson                Brynja Eiríksdóttir Rúnar Gísli Valdimarsson       Guðrún Huld Kristinsdóttir barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Sveinsson, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Landsspítala, Fossvogi, 21. júní. Auður Guðvinnsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Ólafsson, Jói á Lindinni, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. júní s.l. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvikurkirkju mánudaginn 3. júli kl. 13:00. Jóna Björg Georgsdóttir Guðbjörg Lilja Jónsdóttir Sigurður Ásgrímsson Kristján Jóhannsson Svanhildur Eiriksdóttir Rut Jónsdóttir Þórarinn Sveinn Jónasson Barnabörn og barnabarnabörn. Bílaumboðið Askja hefur formlega samið við fyrirtækið Bílar & Hjól í Reykjanesbæ sem þjónustuverk- stæði fyrir KIA bíla á Suðurnesjum. Bílar & Hjól hafa annast þjónustuna fyrir Öskju frá árinu 2011 en það er ekki fyrr en nú sem formlega hefur verið gengið frá samningum milli fyrirtækjanna. Mikill vöxtur hefur verið í sölu KIA bíla á Suðurnesjum á síðustu árum en frá árinu 2011 hefur K. Steinarsson í Reykjanesbæ selt um 2.000 KIA bíla á svæðinu. Garðar Gunnarsson stofnaði Bíla & Hjól árið 2003. Fyrst annaðist verk- stæði hans bílasprautun og réttingar ásamt tjónaskoðun á bifreiðum fyrir tryggingafélögin. Starfsmenn fyrir- tækisins voru þá þrír en eftir að verk- stæðið tók að sér þjónustuviðgerðir og þjónustuskoðanir fyrir Öskju á KIA bílum hefur fyrirtækið stækkað jafnt og þétt og í dag eru starfsmenn átta talsins og má segja að þjónustan við KIA bílana hafi skapað fimm störf hjá fyrirtækinu. Með samningi við Öskju er starfsmönnum fyrirtækisins tryggð sérhæfð þjálfun og fræðsla í öllu sem kemur að KIA bílum. KIA bílar eru með sjö ára ábyrgð svo framarlega sem þeir fái sínar reglu- bundnu þjónustuskoðanir. Þær verði að fara fram á viðurkenndum þjónustuverkstæðum en ekki smur- stöðvum. Bílaþjónusta er orðin stór atvinnugrein í Reykjanesbæ. Fjölmörg þjónustuverk- stæði eru í bænum, enda hefur bæði íbúum fjölgað ört og þá skipta bílaleigu- bílar á svæðinu þúsundum og verkstæði spretta upp í kringum þær. Garðar segir að það sé nóg að gera í bílaviðgerðum af öllu tagi. Það sé í raun vitlaust að gera og í raun anni menn ekki eftirspurn þegar kemur að viðgerðum og málningar- vinnu. Þar sem KIA bílar eru fjölmargir á Suðurnesjum fara margir bílar í gegnum þjónustu- og málningar- verkstæðið hjá Garðari í hverri viku. Lætur nærri að hans fólk afgreiði um tug bíla á hverjum virkum degi. Garðar segir að í dag skipti tölvur í bílum orðið miklu máli og með því að tengja bíl við tölvu og lesa af honum upplýsingar megi finna bilanir sem útilokað væri að finna án tölvugrein- ingar. Þess vegna leggur hann áherslu á að eigendur KIA bíla komi á sérhæfð KIA verkstæði eins og Toyota-eig- endur fari á sérhæfð Toyota verkstæði o.s.frv. Við báðum Garðar að horfa til baka og segja okkur hvað hefði breyst frá því hann stofnaði sitt verkstæði árið 2003. Hann sagði tæknina hafa breyst mikið en vildi þó fara aðeins lengra aftur í tímann. Félagi hans hafi stofnað bílasprautun árið 1990. Þá var notast við heimasmíðaðan málningarklefa og kvittanahefti. Það er eitthvað sem gengi ekki í dag. Þá er mikið meira um það í dag að skipt sé um bílaparta í stað þess að rétta þá sem skemm- ast. Það séu helst afturbretti bíla sem þurfi að rétta því þau séu soðin föst við skrokk bílsins og það því í raun meiri skemmd á bílnum að losa um allt brettið í stað þess að rétta og mála upp á nýtt. Í dag er vöntun á starfsmönnum í bílaviðgerðir. Verkstæðin eru eins og aðrir að keppa við flugvöllinn um starfsmenn. Vaktavinnan heillar marga en það er eitthvað sem þjón- ustuverkstæðin geta ekki boðið. Garðar sagði að verkstæðin væru þó að bjóða fín laun en því miður væri lítil endurnýjun í bransanum. Hann sagði líka að bílaviðgerðir væru ekki auðveld vinna. Þar er hröð þróun og mikil endurmenntun t.a.m. hjá bif- vélavirkjum. Garðar segist þó vera heppinn með starfsfólk og sé með starfsmenn sem brenna af áhuga fyrir starfinu. Viðskipti & atvinnulíf á Suðurnesjum Bílar & Hjól þjónusta bíla frá KIA -yfir 2000 KIA bílar seldir á Suðurnesjum frá 2011 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, Harpa María Sturludóttir og Garðar Gunnarsson, frá Bílar & Hjól, og Óskar Páll Þorgilsson, forstöðumaður þjón- ustusviðs Öskju, við undirritun samninga um þjónustu- verkstæði KIA á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bílar & Hjól eru í þessu húsi við Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ. KIA bifreið í þjónustuskoðun. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, og langalangamma, Stefanía Bergmann, Hrafnistu, Reykjanesbæ, áður Skólavegi 14, Keflavík, lést þann 21. júní. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 13. Hulda Matthíasdóttir Magnús Björgvinsson Stefán B. Matthíasson Ingunn Ingimundardóttir Ingólfur H. Matthíasson Sóley Birgisdóttir Magnús B. Matthíasson Mekkín Bjarnadóttir Guðlaug B. Matthíasdóttir Birgir Þór Runólfsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Magnúsdóttir, Faxabraut 11, Keflavík, lést á Hlévangi miðvikudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 13. Magnús Kristinn Ásmundsson María M. Sissing Þórarinn Ásmundsson Arndís Kristjánsdóttir Hildur Kristín Ásmundsdóttir Ásþór Kjartansson Jón Örn Ásmundsson Jóhanna Sturlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.