Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2017, Síða 15

Víkurfréttir - 29.06.2017, Síða 15
15fimmtudagur 29. júní 2017 VÍKURFRÉTTIR Misjafnt gengi hjá Suðurnesjaliðunum í knattspyrnu Grindvíkingar náðu einu stig í Kópavogi Grindavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Pepsi-deild karla í vikunni. Breiðablik byrjaði leikinn betur og voru betri allan fyrri hálf- leikinn. Grindvíkingar komu ákveðn- ir inn í seinni hálfleikinn og komust í gott færi þegar Aron Freyr Róberts- son skaut að marki en skotið fór fram hjá markinu. Markalaust jafntefli því staðreynd. Grindavík er því áfram í öðru sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir toppliði Vals. Næsti leikur Grindavíkur er heima við KA sunnu- daginn 9. júlí. Grindavíkurstúlkur komnar áfram í Borgunarbikarnum Grindavík vann Tindastól 3:2 í Borg- unarbikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu í Grindavík sl. föstudag. El- ena Brynjarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Grindavíkur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu og það seinna á 41. mínútu. Isabel Jasmín Almarsdóttir skoraði þriðja mark Grindavíkur tveimur mínútum síðar. Staðan var 3:0 fyrir Grindavík í hálfleik. Emily Key skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í seinni hálfleik en lokastaðan 3:2 og Grindavík komið áfram í undanúrslit. Keflavík í þriðja sæti eftir sigur á Þór Akureyri Keflavík sigraði Þór Akureyri 1:0 í Inkasso deildinni í Keflavík á laugar- daginn. Það var Jeppe Hansen sem skoraði eina mark leiksins á 57. mín- útu. Það voru ekki mörg marktæki- færi í leiknum en Keflvíkingar nýttu færin sín betur og uppskáru markið úr einu þeirra. Frans Elvarsson átti góðan leik og var gríðarlega vinnu- samur og duglegur. Keflavík komst í þriðja sæti deildarinnar við þennan sigur og eru einu stigi á eftir Þrótti Reykjavík sem er í öðru sæti. Njarðvík á toppnum eftir sigur á Vestra Njarðvík sigraði Vestra 4:2 á Ísafirði í 2. deild um síðustu helgi. Fyrsta mark Njarðvíkur var sjálfsmark á 20. mínútu. Annað markið gerði Andri Fannar Freysson á 35. mínútu. Staðan var 2:0 í hálfleik. Aurelien Norest minnkaði muninn fyrir Vestra á 61. mínútu. Arnar Helgi Magnússon jók muninn aftur með marki á 66. mínútu. Tvö mörk komu í uppbótar- tíma. Fyrst var það Þórður Gunnar Hafþórsson sem skoraði fyrir Vestra á 92. mínútu og síðan Krystian Wik- torowicz á 93. mínútu fyrir Njarðvík. Njarðvík er á toppnum með 17 stig ásamt Magna. Vestri er síðan í 3. sæti með 13 stig. Næsti leikur Njarðvíkur er við nágrannana úr Garðinum. Markalaust jafntefni í Garðinum Víðir og Tindastóll gerðu markalaust jafntefli í 2. deild karla í Garðinum á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Víðis í deildinni þar sem þeir fá ekki á sig mark. Víðir er með tólf stig í 5. sæti deildarinnar. Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir toppliði Þróttar Keflavík tapaði fyrir 1:0 Þrótti Reykja- vík á Nettó-vellinum í Keflavík í 1. deild kvenna á þriðjudagskvöldið. Það var Michaela Mansfield sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fyrir Þrótt. Ekkert mark kom í seinni hálfleik og því var lokaniður- staðan 1:0 fyrir Þrótti. Keflavík er nú í fimmta sæti með 11 stig. Þróttur Vogum sótti eitt stig í Garðabæinn Þróttur Vogum gerðu 3:3 jafntefli við KFG á Samsung-vellinum um helgina. KFG byrjaði leikinn betur og voru komnir 2:0 yfir þegar 27 mín- útur voru búnar af leiknum. Þrótt- arar náðu að minnka muninn fjórum mínútum síðar. Fyrsta mark Þróttar gerði Andri Björn Sigurðsson á 31. mínútu. Hilmar Þór Hilmarsson gerði annað markið á 68. mínútu og Krist- inn Aron Hjartarson það þriðja á 89. mínútu. Þróttarar eru í 5. sæti með 11 stig og eiga næst leik við Vængi Júpi- ters heima. Reynir í næst neðsta sæti eftir enn eitt tapið Reynir tapaði 3:0 fyrir KF frá Fjalla- byggð í Sandgerði um helgina í 3. deild karla. Það gengur ekki vel hjá Reyni þessa dagana og enn eitt tapið staðreynd. Reynir er með fjögur stig og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Næsti leikur Reynis er við KFG á Samsung-vellinum í Garðabæ á föstu- daginn. Íbúðakjarni við Túngötu 15-17 Starfsmenn óskast til starfa í íbúðakjarna við Túngötu 15 - 17 í Grindavík sem heyrir undir heima- þjónustudeild Grindavíkurbæjar. Störfin byggja á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall eftir samkomulagi. Helsu verkefni og ábyrgð: • Einstaklingsmiðaður og persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í þeirra daglega lífi • Samvinna við starfsfólk og þátttaka í faglegu starfi • Almenn heimilisstörf Menntun, hæfni og reynsla: • Reynsla af störfum með fötluðu fólki æskileg • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Þolinmæði og hvetjandi í starfi • Æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Hlín Sigurþórsdóttir í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is Umsóknum með upplýsingum um starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið hlin.s@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí næstkomandi. ATVINNA LAUSAR STÖÐUR VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA SÉRKENNARI / ÞROSKAÞJÁLFI KENNARI Í RAFIÐNGREINUM Óskum eftir að ráða sérkennara eða þroskaþjálfa og kennara í rafiðngreinum næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun, réttindi og reynslu sem hentar kennslu á viðkomandi sviðum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptahæfni og áhuga á vinnu með ungu fólki. Starf sérkennara eða þroskaþjálfa felur meðal annars í sér vinnu með nemendum á starfsbraut skólans sem þarfnast sérstakrar umönnunar og hæfingar. Umsóknum með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og annað sem viðkomandi telur skipta máli skal skila til skólameistara eigi síðar en 20. júlí 2017. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttar- félags. Nánari upplýsingar má fá hjá Kristjáni Ásmundssyni skólameistara, kras@fss.is og Guð- laugu M. Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, gp@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna upplýsingar um hann og sjá myndir úr skóla- lífinu. Skólameistari Vantar starfsmann á verkstæði Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða mann í vinnu við bílasprautun og réttingar. Upplýsingar í síma 421-4117. Íþróttir á Suðurnesjum ●● Rétt●misstu●af●meistaratitlinum●sjöunda●árið●í●röð Sundlið ÍRB náði frábærum árangri á AMÍ, Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi 2017, sem haldið var í Laugardalslaug í Reykjavík um síðustu helgi. Liðið átti þrjá af sex stigahæstu sundmönnum mótsins og endaði í öðru sæti ásamt því að fá verðlaun fyrir að vera prúðasta lið mótsins. Eva Margrét Falsdóttir var stigahæst í meyjaflokki ásamt því að vinna Ólafsbikarinn fyrir frábæran árangur, Aron Fannar Kristínarson var stigahæstur í í drengjaflokki og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var stiga- hæst í stúlknaflokki. Margir sundmenn frá ÍRB urðu Ís- landsmeistarar á mótinu. Aron Fannar Kristínarson varð Íslandsmeistari í 400m skriðsundi, 200m skriðsundi, 200m baksundi, 100m baksundi og 400m fjórsundi. Eva Margrét Fals- dóttir varð Íslandsmeistari í 400m skriðsundi, 100m bringusundi, 800m skriðsundi, 200m fjórsundi, 200m bringusundi og 100m fjórsundi. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð Íslands- meistari í 400m skriðsundi, 200m skriðsundi, 800m skriðsundi og 400m fjórsundi. Þá varð Thelma Lind Ein- arsdóttir Íslandsmeistari í 200m bak- sundi, 200m skriðsundi, 100m bak- sundi og 100m skriðsundi. Stefanía Sigurþórsdóttir varð Íslandsmeistari í 200m fjórsundi, Gunnhildur Björg Baldursdóttir í 200m flugsundi og Fannar Snævar Hauksson í 200m flugsundi og 100m flugsundi. Einnig urðu meðlimir Meyjasveitar ÍRB Íslandsmeistarar í 4 x 50m skrið- sund en hana skipuðu þær Thelma Lind Einarsdóttir, Bergþóra Árna- dóttir, Rebekka Marín Arngeirsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir. Meyjasveit ÍRB í 4 x 50 m fjórsundi, sem saman- stóð af þeim Thelmu Lind Einars- dóttur, Stefaníu Ósk Halldórsdóttur, Evu Margréti Falsdóttir og Bergþóru Árnadóttur, urðu einnig Íslands- meistarar. Þá varð drengjasveit ÍRB í 4 x 100m fjórsundi það einnig, en hana skipuðu þeir Aron Fannar Kristínar- son, Kári Snær Halldórsson, Fannar Snævar Hauksson og Flosi Ómarsson. Steindór Gunnarsson, einn af þjálf- urum liðsins segir að annan eins ár- angur á AMÍ móti hafi þjálfararnir ekki upplifað. „Sundmennirnir okkar stóðu sig hreint stórkostlega. Frábært mót að baki þar sem við misstum af efsta sætinu með ótrúlega litlum mun og því varð meistaratitill sjöunda árið í röð ekki staðreynd. En upp úr stendur frábært mót hjá frábæru sundfólki sem lagði allt í sölurnar, gaf liðinu sínu stig eða sýndi gott for- dæmi með góðum bætingum eða öflugri hvatningu.“ Glæsilegur árangur ÍRB á AMÍ mótinu í sundi Lið ÍRB var prúðasta lið mótsins. Eva Margrét með Ólafsbikarinn og verðlaunapeningana.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.