Víkurfréttir - 29.06.2017, Síða 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Auglýsingasími: 421 0001
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Hótel Lögga
klikkar ekki frekar
en fyrri daginn!
Mundi
Þeir sem fylgjast eitthvað með íslenskum
körfubolta vita að val á erlendum leik-
mönnum skiptir miklu máli. Aldr-
ei hefur það þó skipt eins miklu máli
og þegar „framsóknarleiðin“ var tekin
upp af KKÍ og farið var að reka körfu-
boltann á Íslandi eins og landbúnaðar-
kerfið. Framsóknarleiðin felst auðvitað
í hræðsluáróðri um að erlend vara sé
mikið dýrari, hún komi í veg fyrir vöxt
þeirrar íslensku og útrými henni alger-
lega að lokum. Nauðsynlegt sé því að
hygla íslensku vörunni á kostnað þeirrar
erlendu með kvótasetningu. Íslenska
varan er þar af leiðandi komin í einok-
unarstöðu, hækkar í verði og minna
verður um gæðavöru á markaði.
Í ár eru liðin 12 ár síðan Hermann
Helgason, fyrrum formaður KKDK,
ákvað að ráða og reka Jimmy Miggins
frá Keflavík. Þessi mikli heimspekingur
var aðeins í þrjár vikur en skildi þó eftir
minningar sem lifa að eilífu. Hann var
gangandi „one-liner“, þ.e. svör hans og
athugasemdir voru yfirleitt í stuttum
frösum eða setningum. Ekki ósvipað
Chevy Chase, einum besta gamanleikara
sögunnar!
Jimmy var handviss á fyrsta degi að
kaninn í kvennaliðinu væri ekki fyrir
karlmenn. Við félagarnir þrættum við
hann um stund en sammældumst loks
um að hann hringdi í hana til að komast
að því. Símtalið var afar stutt en eftir að
hún neitaði að hitta hann um kvöldið
því hún ætti „partner“ í Bandaríkjunum
endaði Minkurinn, eins og hann var
kallaður, símtalið með þessari ódauð-
legu línu; „Come on girl – it´s not like
I´m asking you to bend over and touch
your toes“.
Þegar við ungu leikmennirnir í Keflavík
@haskolinnireykjavik @haskolinn #haskolinnrvk @haskolinn
Opið fyrir
umsóknir til
1. ágúst
Haftengd
nýsköpun
Nýtt diplómanám í viðskiptafræði með áherslu á
sjávarútveg og nýsköpun. Hægt að taka í fjarnámi
eða staðarnámi í Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingar á hr.is
LOKAORÐ
Sævars Sævarssonar
Framsóknarleiðin og Chevy Chase
sóttum Jimmy á FIT-Hostel, þar sem
hann gisti í byrjun, spurðum við hann
hvort hann vildi ekki koma með okkur
á sportbar sem byði upp á „tveir fyrir
einn“ stóð ekki á svarinu; „Well, there
sure ain´t no happy hour over here...”.
Þess ber að geta að Jimmy Miggins var
yfirleitt aldrei edrú, hvorki fyrir eða eftir
æfingar né leiki. Drukknastur var hann
líklega daginn fyrir úrslitaleik Norður-
landamóts félagsliða í Osló í Noregi sem
við enduðum á að vinna og hann átti
glimrandi leik. Við vorum auðvitað ekki
fyrr komnir upp í flugstöð á leið okkar
til Noregs en okkar maður var búinn
að að gera kaupsamning um miniature
áfengisflöskur í fríhöfninni. Aðspurður
hvað hann væri að hugsa sagði hann;
„It´s gonna be a smooooth flight...“.
Fljótlega eftir að heim var komið var
hann rekinn, ekki aðeins vegna lakrar
frammistöðu á vellinum heldur einnig
vegna þess að honum þótti sopinn ein-
um of góður. Þegar Gunnar Stefánsson
var á leið með kappann upp í flugstöð
tók hann eftir útvarpi sem Jimmy hafið
keypt í Samkaup með „matarmiðum”.
Gunnar spyr hann furðulostinn hvort
hann ætli virkilega að fara með útvarpið
með sér heim enda annað rafmagnskerfi
í Bandaríkjunum. Svarið kom á óvart;
„No, drive by Hermann´s store! I´m
going to throw this into his window...”.
Áðurnefndur Hermann hafði þá verið
sá sem rak hann og vildi Jimmy launa
honum lambið gráa með því að brjóta
rúðu í skóverslun hans áður en hann
færi úr landi.
Já, ekki er öll vitleysan eins en á meðan
framsóknarleiðin er við líði er ólíklegt
að svona líflegir karakterar heiðri okkur
með nærveru sinni.
Sveitarfélagið Vogar
ákvað f y rir nok k r u
að setja sér reglur um
heiðursborgara og voru
þær samþykktar í bæjar-
stjórn í febrúar 2016.
Samkvæmt reglunum
er heimilt að útnefna
hvern þann íbúa, fyrr-
verandi sem núverandi,
sem heiðursborgara.
Við valið skal m.a. hafa
í huga að störf viðkom-
andi hafi haft veruleg, já-
kvæð áhrif á samfélagið,
störf og framganga hafi
verið til fyrirmyndar
og til eftirbreytni og að
viðkomandi hafi skapað
jákvæða ímynd bæði
innan sveitarfélagsins
sem utan.
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum þann 29. maí 2017 að
útnefna tvo heiðursborgara í sveitarfélaginu. Það eru þau
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson. Þau
eru bæði fædd árið 1922 og verða því 95 ára í ár. Þau eru
jafnframt elstu íbúar sveitarfélagsins.
Guðrún Lovísa, sem oftast er kölluð Lúlla, hefur látið til
sín taka í samfélaginu á margvíslegan hátt. Hún og eigini-
maður hennar, Guðmundur Björgvin Jónsson, eignuðust
12 börn, sem öll komust á legg. Afkomendur Lúllu er nú
orðnir 126 talsins, margir þeirra búsettir í Vogunum. Til
margra ára hafa afkomendurnir safnast saman á heimili
Lúllu á laugardagsmorgnum, þar sem stórfjölskyldan
kemur saman hjá ættmóðurinni. Lúlla hefur haldið dag-
bók allt frá árinu 1959 og
gerir enn. Þannig er til í
handriti drög að endur-
minningum hennar, sem
er ómetanleg heimild um
líf fólksins í Vogum og á
Vatnsleysuströnd. Í viður-
kenningarskjali bæjar-
stjórnar segir svo: Bæjar-
stjórn samþykkir að Guð-
rún Lovísa Magnúsdóttir
verði kjörin heiðursborgari
Sveitarfélagsins Voga fyrir
framlag sitt til mannlífs og
menningar í sveitarfélag-
inu.
Magnús lauk vélstjóraprófi
árið 1944. Hann stundaði
útgerð frá unga aldri, fyrst
á árabátum úr Halakots-
vör. Róið var til fiskjar í
Garðssjó með eina tíu neta
trossu. Upp úr 1940 var frystihús byggt í Vogum og síðar
voru kaup fest á mótorbátum. Síðar voru stærri skip keypt
og útgerðarfélagið Valdimar stofnað. Útgerðin var alla
tíð mikil lyftistöng í samfélaginu. Kona Magnúsar var
Hallveig Árnadóttir, sonur þeirra er Árni Magnússon.
Magnús lét til sín taka í félagsmálum í sveitarfélaginu,
var m.a. í hreppsnefndinni í 28 ár samfleytt frá árinu
1965. Hann var jafnframt oddviti hreppsnefndar í átta
ár. Í viðurkenningarskjali bæjarstjórnar segir svo: Bæjar-
stjórn samþykkir að Magnús Ágústsson verði kjörinn
heiðursborgari Sveitarfélagsins Voga fyrir framlag sitt til
atvinnuuppbyggingar, þátttöku í sveitarstjórn sem og fyrir
framlag sitt til mannlífs og menningar.
Guðrún Lovísa og Magnús
heiðursborgarar í Vogum