Víkurfréttir - 13.07.2017, Blaðsíða 11
11fimmtudagur 13. júLí 2017 VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
Starfsmaður óskast í afgreiðslu
á Fitjabakka 2 - 4.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00.
Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig
er hægt að sækja um á steinar@olis.is
Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.
flügger.is
Starfsmaður óskast
Flügger óskar eftir að að ráða
starfsmann/konu í hálfsdagsstarf í
verslun sína í Keflavík.
Í starfinu felst afgreiðsla á málningarvörum til viðskiptavina
auk annars sem tilheyrir starfinu.
Vinnutími er 13:00 – 18:00 virka daga og 10:00 – 15:00
annan hvern laugardag.
Einnig vantar starfsfólk um helgar í vetur.
Umsóknir óskast sendar á netfangið eirag@flugger.com
Nánari upplýsingar veitir Einar L. Ragnarsson
í verslun Flügger í Reykjanesbæ.
Hagnaður ríkis á kostn-
að Reykjanesbæjar
■ Það hefur nú feng-
ist staðfest að ríkið
hefur haft u.þ.b. 10
milljarða í beinan
hagnað af sölu fast-
eigna á gamla varn-
arsvæðinu. Nú er svo
komið að flestar fast-
eignir eru komnar í
hendur einkaaðila
sem ætla sér að há-
marka arð sinn af þessum fjárfest-
ingum. Það setur aukna fjárhags-
lega pressu á sveitarfélagið sem
þarf að auka þjónustu á svæðinu
m.a. með því að fjölga leikskóla-
rýmum og stækka grunnskóla, á
sama tíma og verið er að glíma við
miklar skuldir fortíðar.
Reykjanesbær hefur alveg frá árinu
2006 þjónustað þá sem fluttu inn
á varnarsvæðið og hafa útgjöld
verið umtalsverð umfram tekjur. Á
sama tíma setti ríkisvaldið sérlög
fyrir sjálft sig til þess að þurfa ekki
að greiða fasteignagjöld til sveitar-
félagsins og juku þannig enn meira
við hagnað sinn.
Ætla má að sú hagnaðaraukning hafi
numið nokkur hundruð milljónum
á kostnað Reykjanes-
bæjar. Núverandi og
fyrrverandi fjármála-
ráðherrar hafa ekki
ljáð máls á því að
skilja eftir eitthvað af
þessum mikla hagn-
aði hér á svæðinu.
Mé r f i n n s t h i n s
vegar eð l i legt að
r ík ið endurgreiði
okkur fasteignagjöldin sem tekin
voru af okkur með sérlögum. Rökin
fyrir þessum sérlögum voru að
þessar eignir væru ekki í notkun.
Ég veit hins vegar ekki til þess að
við íbúar höfum fengið einhvern
afslátt af fasteignagjöldum bara af
því að húsin okkar hafi staðið auð.
Það er ósanngjarnt að krefjast þess
af Reykjanesbæ að veita þjónustu
á sama tíma og tekjumöguleikar
sveitarfélagsins voru skertir. Ríkið
bara selur og eftirlætur Reykjanesbæ
að vinna úr þeim afleiðingum sem
þessari sölu fylgir. Það er gott að geta
verið stikkfrí.
Guðbrandur Einarsson
oddviti Beinnar leiðar
-aðsent pósturu vf@vf.is
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Til leigu
Einstaklings Íbud til leigu í Keflavik.
Aðeins fyrir Reyklausan, reglusaman
karlmann með fasta vinnu. Ekkert
dyrahald. 8630733. Milli 13- 19
Óska eftir
Óska eftir herbergi til leigu í Reykja-
nesbæ eða nágrenni. Er á fertugsaldri,
hámenntaður, í öruggri vinnu og hef
fín meðmæli. Hermann sími: 696-
0431.
SMÁAUGLÝSINGAR
Við stöndum fréttavaktina alla daga
vikunnar á vefnum okkar, vf.is
■ „Ég kom hingað til Keflavíkur
af því að ég vildi nýjar áskoranir.
Ég lít á Keflavík sem eitt af stærstu
liðunum á Íslandi. Lið með góða
aðstöðu og mikinn metnað. Eftir
fyrstu æfinguna með liðinu í nóv-
ember, fann ég að mórallinn var
góður innan liðsins, sem skiptir
mig miklu máli. Eftir það var ég viss
um að ég vildi koma til liðsins. Mér
líður mjög vel hér og finnst liðið
vera orðið eins og önnur fjölskyldan
mín.“
Marko Nikolic er nýr leikmaður
meistaraflokks Keflavíkur en hann
kom í byrjun keppnistímabilsins.
Hann er frá Sebíu og lék með þremur
liðum þar í landi áður en hann kom til
landsins það eru Radnicki Pirot, Rad-
nicki Nis og Timok Zajecar.
Marko kom til Íslands árið 2012 og lék
með Huginn á Seyðisfirði fyrstu fimm
árin á Íslandi. Hann spilar í stöðu
vinstri bakvarðar hjá Keflavík en lék
líka vinstri kanntinn hjá Huginn.
Ertu orðin Keflvíkingur? „Nei, en ætli
það komi ekki bara með tímanum.
Það er erfitt að hrista Seyðfirðinginn
úr sér.“
Marko líkaði vel á Seyðisfirði þó að
stundum hafi verið erfitt á veturnar
þar sem var vegurinn til Egilsstaðar
var stundum lokaður. Á Seyðisfirði
kynntist hann konu sinni, þau eiga
von á sínu fyrsta barni á árinu og eru
búin að koma sér vel fyrir í Keflavík.
„Markmið okkar Keflvíkinga er að
komast upp í Pepsi-deildina á ný
og auðvitað að fá bikarinn í haust.
Í hverjum leik höfum við þá stefnu
að vinna leikinn. Við erum búnir að
undirbúa okkur vel fyrir næsta leik og
erum klárir í slaginn.“
Marko talar um að uppáhaldsliðið sitt
sé Rauða stjarnan frá heimalandinu
Serbíu, uppáhaldsleikmenn eru Dejan
Stankovic frá Serbíu og Cristiano Ro-
naldo frá Portúgal.
Þessa dagana starfar Marko í Nettó
Krossmóa og líkar vel. „Ég starfa við
að baka í bakaríinu í Nettó Kross-
móa og baka bestu kleinuhringina í
bænum,“ sagði Marko að lokum.
Keflavík orðið eins og
önnur fjölskylda mín
●● segir●Marko●Nikolic●leikmaður●
Keflavíkur●sem●bakar●bestu●
kleinuhringina
Útivist í Reykjanes UNESCO Geopark
Útivist í Reykjanes UNESCO Geop-
ark er samstarfsverkefni Reykjanes
Geopark, Bláa Lónsins og HS Orku
hf. Markmið verkefnisins er að fólk
kynnist einstöku umhverfi í gegnum
útivist, fróðleik og skemmtun.
Dagskrá sumarsins 2017 hófst með
Jónsmessugöngu laugardaginn 24.
júní. Boðið var upp á hjólaferð í sam-
starfi við 3N þann 6. júlí. Gengið
verður um Eldvörp þann 13. júlí
undir leiðsögn Guðmundar Ómars,
jarðfræðings hjá HS Orku hf. Gangan
þann 20. júlí verður um umhverfi
Garðs og Sandgerðis undir leiðsögn
Sunnu Bjarkar Ragnarsdóttur, frá
Náttúrufræðistofunni í Sandgerði.
Reynir Sveinsson mun leiða göngu
frá Sandgerði að Garðskagavita þann
10. ágúst. Þann 17. ágúst býðst göngu-
fólki að ganga um söguslóðir tón-
listarsögunnar í Höfnum með söng
og undirspili. En systkinin Ellý og
Vilhjálmur Vilhjálmsbörn ólust upp
í Höfnum. Loks verður gengið á Há-
leyjarbungu þann 24. ágúst undir
leiðsögn Eggerts Sólbergs Jónssonar,
verkefnastjóra Reykjanes Geopark.
Eggert Sólberg segir það vera mikil-
vægt fyrir Reykjanes Geopark að geta
boðið upp á útivistarverkefnið. “Ein
af megináherslum okkar er að veita
fjölbreytta fræðslu og hvetja fólk til
að upplifa einstaka náttúru svæðisins.
Stuðningur Bláa Lónsins og HS Orku
við verkefnið gerir okkur kleift að
bjóða upp á fjölbreytta útivistardag-
skrá þátttakendum að kostnaðarlausu.”
Dagskráin er kynnt á Facebook síðu
verkefnisins.
https://www.facebook.com/geopar-
kutivist/?fref=ts
Gengið verður um Eldvörp
þann 13. júlí .