Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2017, Page 12

Víkurfréttir - 13.07.2017, Page 12
12 fimmtudagur 13. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR 11fimmtudagur 22. júní VÍKURFRÉTTIR Það borgar sig ekki að bíða of lengi með að fá sér heyrnartæki Tekið er á móti tímapöntunum í heyrnarmælingu, ráðgjöf eða stillingu á heyrnartækjum í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þriðja algengasta króníska heilsufarsvandamálið sem hrjáir eldri borgara. Um það bil 30% einstaklinga á aldrinum 65 ára og eldri eru með einhverja skerðingu á heyrn og er talið að tíðnin fari upp í 70-90% hjá þeim sem eru 85 ára og eldri. Þrátt fyrir algengi og heilsufarslegar afleiðingar þá er heyrnarskerðing oft vangreind og þarf af leiðandi ómeðhöndluð. Vaxandi heyrnarskerðingu fylgir oft aukinn pirringur og félagsleg einagrun. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að ómeðhöndluð heyrnarskerðing tengist aukinni áhættu á vitrænni hrörnun. Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni segir að það sé afar mikilvægt að greina heyrnarskerðingu sem fyrst svo hægt sé að bregðast við snemma í ferlinu. „Með notkun heyrnartækja verður auðveldara að eiga samskipti og taka þátt í ýmsum félagslegum viðburðum. Það hjálpar heilanum að halda sér í formi“, segir Anna Linda. Heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónusta í Reykjanesbæ Nýlega bætti Heyrnartækni Reykjanesbæ í hóp þeirra staða á landsbyggðinni þar sem boðið verður upp á reglulega heyrnartækjaþjónustu. Árni Hafstað, heyrnarfræðingur mun sjá um heyrnarmælingar, ráðgjöf, sölu heyrnartækja og þjónustu við heyrnartækjanotendur á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja. Árni hefur sinnt landbyggðarþjónustu fyrir Heyrnartækni í um 15 ár og í dag sækir hann heim um 20 staði á landsbyggðinni. „Margir eiga erfitt með að sækja þjónustu til Reykjavíkur vegna ýmissa ástæðna og vonum við að íbúar á Suðurnesjum verði ánægðir með að þjónustan færist nú nær þeim,“ segir Anna Linda. Heyrnartæki til prufu Hjá Heyrnartækni er hægt að fá heyrnartæki til prufu í vikutíma en það getur verið mikilvægt fyrir þá sem eru að fá sér heyrnartæki í fyrsta sinn að vera með þau í einhvern tíma áður en tækin eru keypt. „Vikuprófun getur gefið þér nokkuð góða mynd af því hvernig þér líður með tækin, bæði hvernig það er að vera með þau í eyrunum og eins hvernig þau hljóma. Fyrsta skrefið er að bóka tíma í heyrnarmælingu til að sjá hvort tímabært sé að fara að nota heyrnartæki,“ segir Anna Linda KYNNING ■ Krak karnir í Vinnuskóla Reykjanesbæjar hafa verið að vinna við að fegra og hreinsa í sveitarfélaginu síðustu vik- urnar. Einn hópurinn var að snyrta við Heiðarskóla og stilltu þau sér upp fyrir myndatöku. Nú er fyrra tímabili Vinnu- skólans í Reykjanesbæ lokið. Keppni hefur verið í gangi á milli hópa þar sem teknar hafa verið fyrir og eftir myndir af þeim svæðum sem þau hafa unnið í og gefin stig fyrir flott- ustu svæðin. Í gær var svo til- kynnt hvaða hópar höfðu sigrað og fengu þau pizzuveislu í verð- laun fyrir vel unnin störf. Næsta tímabil í vinnuskólanum hefst á mánudaginn og þá mæta nýir og erskir krakkar tilbúnir að taka til hendinni. Líf og fjör í Vinnuskóla Reykjanesbæjar Á sunnudaginn var gengið frá Út-skálakirkju og Keflavíkurkirkju að prestsvörðunni þar sem séra Sigurður B. Sívertssen varð næstum úti fyrir margt löngu. Glaðir göngumenn komu að vörðunni í blíðskaparveðri. Gengið var ca. 7 km frá hvorri kirkju. Sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir leiddu göngurnar og sáu um helgistund við vörðuna. Kristjana Kjartansdóttir (Sjana) sagði söguna af hrakningum sr. Sigurðar og englavernd Guðs yfir honum þessa nótt í hríðarbylnum. „Við nutum þess besta sem veður býður upp á Suður- nesjum," segir sr. Bára Friðriksdóttir, en þetta var hennar síðasta opinbera helgistund við Útskálakirkju. Göng- unni lauk í Golfskálanum þar sem var boðið í messukaffi. Gengið að prestvörðunni í blíðskaparveðri Blái herinn fékk umhverfisstyrk Blái herinn fékk nýlega 500.000 kr. umhverfisstyrk úr Samfélags- sjóði Landsbankans. Blái herinn er 22 ára í ár og hefur frá upphafi fjarlægt um 1.340 tonn af rusli úr náttúru Íslands. Hreinsunarverk- efnin eru orðin 140 talsins. Það voru 15 verkefni sem hlutu styrki í ár. Tómas J. Knútsson stofnandi Bláa hersins tók við styrknum fyrir hönd Bláa hersins á sérstakri afhendingu verðlaunana.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.