Víkurfréttir - 13.07.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 13. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR
Glæsilegt fimm herbergja 212 fm raðhús við Mardal 10 í Innri-Njarðvík.
Húsið skilast múrað að utan, steypt innkeyrsla með snjóbræðslukerfi, steyptir veggir á milli eigna.
Búið er að tyrfa og setja timburpall útfrá stofu. Að innan er húsið nánast tilbúið undir innréttingar,
en búið er að sparsla en eftir á að pússa og mála.
Nýji leik- og grunnskólinn í Innri Njarðvík verður byggður hinum megin við götuna.
Frábærlega staðsett hús á 2 hæðum.
Verð 47.900.000 kr
Íþróttir á Suðurnesjum
■ Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbb-
meistarar Golfklúbbs Suðurnesja. Guðmundur sigraði í níunda sinn og sigur
Karenar var sá áttundi. Guðmundur stefnir að því að ná Erni Ævari Hjartar-
syni sem hefur sigrað tólf sinnum en Þorbjörn Kjærbo, fyrir Íslandsmeistari
GS, varð tíu sinnum klúbbmeistari. Karen Guðnadóttir getur á næsta ári
jafnað við nöfnu sína Sævarsdóttur sem níu sinnum hefur unnið titilinn í
Leiru.
Guðmundur fékk harða keppni frá Björgvini Sigmundssyni en að lokum munaði
sjö höggum á þeim. Guðmundur lék á 4 höggum yfir pari en aðstæður voru
frekar erfiðar í Leirunni þar sem veðurguðirnir voru ekki sérstaklega góðu skapi.
Þriðji varð Davíð Jónsson á 315 höggum en á sama skori var Róbert Smári Jóns-
son og höggi á eftir Guðni Vignir Sveinsson.
Karen Guðnadóttir sigraði örugglega í kvennaflokki á 306 höggum en önnur
varð Laufey Jóna Jónsdóttir á 336. Korpak systurnar efnilegu tóku ekki þátt í
mótinu þar sem þær fóru með U18 stúlknalandsliðinu á Evrópumót í Póllandi.
■ Hjá Golfkúbbi Sandgerðis var hart
barist um sigurinn í öllum flokkum
en klúbbmeistarar urðu þau Pétur
Þór Jaidee og Milena Medic.
Pétur lék mjög stöðugt golf og kom
inn á 296 höggum og var sex höggum
á undan Svavari Grétarssyni. Þriðji
varð Erlingur Jónsson á 313 höggum.
Milena lék 54 holurnar í 304 höggum,
Steinunn Jónsdóttir varð önnur á 343
höggm og þriðja Katrín Benedikts-
dóttir á 368.
■ Hjá G olf kúbbi Vatnsl e ysu-
strandarhrepps sigraði Adam Örn
Stefánsson í meistaraflokki karla en
hann lék 72 holurnar á 297 höggum.
Jóhann Sigurðsson varð annar á
301 og Guðbjörn Ólafsson þriðji á
304. Sigurdís Reynisdóttir sigraði
í opnum kvennaflokki og lék á 272
höggum, Guðrún Egilsdóttir varð
önnur á 280 og Oddný Þ. Baldvins-
dóttir á 297.
Guðmundur vann í níunda sinn
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
og Karen Guðnadóttir eru klúbb-
meistarar GS 2017.
Njarðvíkingar halda áfram sigur-
göngu sinni í 2. deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu en þeir lögðu
Völsunga frá Húsavík á Njarðtaks-
vellinum í Njarðvík sl. laugardag.
Lokatölur 3-2 fyrir heimamenn.
Leikmenn með áhuga
„Um mitt mót er staðan í deildinni
skemmtileg fyrir alla sem koma að
Njarðvíkurliðinu. Fyrir tímabilið
lögðum við áherslu á að halda kjarna
þeirra leikmanna sem spilað hafa
með liðinu síðustu ár. Leikmönnum
sem hafa mikinn áhuga og metnað
til að koma félaginu ofar. Einnig að
bæta við sterkum leikmönnum, mis-
munandi karekturum úr mismunandi
áttum til að gera atlögu að efri hluta
deildarinnar. Leikmannahópurinn er
ungur, samheldnin og kraftmikill.“
segir Rafn.
Vel undirbúnir
„Liðið kom vel undirbúið til leiks í
vor, við spiluðum fjölda leikja á undir-
búningstímabilinu. Við fórum í æf-
ingaferð til Svíþjóðar og æfðum vel
við topp aðstæður í Reykjaneshöll.
Umgjörðin í kringum liðið er flott,
stjórnin er virk og dugleg að styðja við
bakið á liðinu. Fyrir utan flottan leik-
mannahóp og stjórn er flott þjálfara-
teymi sem á stóran þátt í stöðu liðsins.
Með okkur Snorra Má Jónssyni eru
Sævar Júlíusson markmannsþjálfari,
Gunnar Ástráðsson sjúkraþjálfari og
einnig aðstoðaði Steindór Gunnars-
son sundþjálfari okkur við æfingar i
vetur.
Keflavík sigraði HK 3:1 í Inkasso
deildinni á Nettóvellinum á þriðju-
dagskvöldið. Það var Jeppe Hansen
sem skoraði fyrsta markið fyrir Kefla-
vík á 26. mínútu. Staðan var 1:0 í hálf-
leik fyrir Keflavík. Seinni hálfleikur
fór rólega af stað en á 52 mínútu var
Jeppe Hansen aftur á ferðinni og skor-
aði sitt annað mark sitt fyrir Keflavík.
Reynir Már Sveinsson náði að minnka
muninn fyrir HK á 80. mínútu. Sigur-
bergur Elísson gulltryggði svo sigur-
inn aðeins tveim mínútum síðar.
Lokastaðan því 2:1 fyrir Keflavík.
Keflavík er í 2. sæti í Inkasso deildar-
innar en öll toppliðin unnu sína leiki í
kvöld. Næsti leikur Keflavíkur verður
á laugardaginn við Leikni úr Reykja-
vík, en leikurinn fer fram í Keflavík.
Grindavík sigraði KA 2:1 í Pepsi deild
karla í miklum baráttuleik sl. sunnu-
dag eftir að hafa lent undir. KA menn
voru sprækari í fyrri hálfleik og Hall-
grímur Már Steingrímsson skoraði
mark á 19. mínútu fyrir KA. Grind-
víkingar fengu víti á 22. mínútu en
Andri Rúnar Bjarnason brenndi af.
Seinni hálfleikur hófst með látum
og voru Grindvíkingar betri aðilinn.
Marinó Axel Helgason jafnaði fyrir
Grindavík á 70. mínútu. Þetta var hans
fyrsti leikur í byrjunarliðinu í sumar.
Á 81. mínútu var aftur dæmt víti á
KA. Andri Rúnar Bjarnason fór aftur
á punktinn og núna brást honum ekki
bogalistinn. Staðan því orðin 2:1 fyrir
Grindavík og þetta lokaniðurstaðan.
Grindavík er komið á topp í Pepsi
deildar karla ásamt Val með 21
stig. Óli Stefán Flóvents son þjálfari
Grindavíkur var að vonum ánægður
með sína menn og sagði að þetta væri
besti karaktersigur sem hann hefði séð
undir sinni stjórn.
Grindavík á toppinn eftir sigur á KA
Keflavík heldur sigurgöngunni áfram
Suðurnesjaliðin Reynir Sandgerði og
Þróttur Vogum mættust á Sandgerðis-
velli í 3. deild karla síðustu helgi. Það
voru Þróttarar sem höfðu betur og
sigruðu 3:2.
Andri Björn Sigurðsson gerði fyrsta
mark Þróttar á 36. mínútu. Staðan
var 1:0 fyrir Þrótt í hálfleik. Þróttarar
misstu mann út af í upphafi seinni
hálfleiks en þrátt fyrir að vera manni
færri skoraði Tómas Ingi Urbancic
mark á 78. mínútu fyrir Þrótt og kom
þeim í 2:0.
Lokamínúturnar voru æsispenn-
andi þar sem að Tomislav Misura
minnkaði munninn í uppbótartíma
og hleypti lífi í leikinn á ný. Það líf var
stutt þar sem að nánast í næstu sókn
fengu Þróttarar vítaspyrnu sem Andri
Björn Sigurðsson skoraði úr og kom
þeim í 3:1.
Reynismenn neituðu að gefast upp og
á 96. mínútu skoraði Jóhann Magni
Jóhannsson og minnkaði muninn
aftur í eitt mark. Það reyndist vera
lokamarkið og því niðurstaðan 3:2
sigur Þróttar. Þróttur er í 5. sæti en
Reynir er á botni 3. deildar.
Þróttur sigraði Reyni í Suðurnesjaslag
Njarðvíkingar á góðu skriði
■ Njarðvíkingar hafa farið vel af stað 2. deildinni í sumar og þegar mótið er hálfnað eru þeir 1. sæti. Rafn Markús
Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur er sáttur með sína menn. Rafn er uppalin í Garðinum og hefur spilað með Njarðvík,
Víði, Val og Keflavík á ferlinum. Hann hefur þjálfað frá árinu 2006, fyrst hjá yngri flokkum í Njarðvík. Aðstoðar-
þjálfari hjá meistaraflokk Njarðvíkur 2011 og þjálfaði meistaraflokk Víðis í Garði 2014-2015 og tók við þjálfun
Njarðvíkurliðsins í lok ágúst 2016.
„Staðan á hópnum er nokkuð góð fyrir
utan að Andri Fannar Freysson fyrir-
liði sem spilað hefur mjög vel á tíma-
bilinu hefur verið frá vegna meiðsla
í síðustu leikjum. Hörður Fannar
Björgvinsson verður í leikbanni gegn
Huginn en annars eru allir klárir í að
taka á móti Huginn á laugardaginn og
fylgja eftir góðum leik gegn Völsungi.
Ánægjulegt er að Ari Már Andrés-
son hefur verið að koma sterkur inn
en hann hefur verið mikið frá vegna
meiðsla frá upphafi árs 2016. Davíð
Guðlaugsson er á góðu róli eftir fót-
brot sem hann varð fyrir í byrjun maí
og á mánudaginn mætti hann á sína
fyrstu æfingu í takkaskóm eftir brotið.
Þrír markmenn
„Við förum i alla leiki til að vinna,
við spiluðum frábærlega í síðasta leik
gegn Völsungi og vonandi verður
framhald á þeirri spilamennsku á
laugardaginn. Við reynum að undir-
búa okkur eins vel og kostur er og
skoða styrkleika og veikleika hjá Hug-
inn. Huginn hefur verið a miklu skriði
á síðustu vikum, eru taplausir frá því í
2. umferð. Ólíkt mörgum liðum þá
höfum við þrjá flotta markmenn á
æfingum hjá okkur. Það kemur sér
vel á laugardaginn þar sem Hörður
Fannar verður í leikbanni og kemur
það í hlut Brynjars Atla Bragasonar að
standa vaktina í markinu.“
Jákvæður stuðningur
„Við erum bjartsýnir á að okkar unga
og skemmtilega lið haldi áfram að
safna stigum með það að markmiði að
haldast í toppbaráttunni. Mikil aukn-
ing frá fyrri árum hefur verið á áhorf-
endafjölda á Njarðtaksvelli í sumar
og jákvæður stuðningur hefur verið
á pöllunum. Vonandi halda Njarð-
víkingar og aðrir Suðurnesjamenn
áfram að mæta á völlinn og styðja
Njarðvíkurliðið í baráttunni fram á
haust,“ segir Rafn að lokum.
●● Flott●umgjörð●og●samheldni●í●ungum●og●kraftmiklum●leikmannahópi,“●segir●
Rafn●M.●Vilbergsson●þjálfari●UMFN●sem●er●á●toppi●2.●deildar●
100 leikir
Brynjar Freyr Garðarsson lék
sinn 100. leik með UMFN gegn
Völsungum og stóð sig vel.
Víðir tapaði 2:1 fyrir Magna á Grenivíkurvelli í 2. deild karla á laugardaginn.
Það var Helgi Þór Jónson sem skoraði fyrsta markið fyrir Víði á 13. mínútu.
Heimamenn jöfnuðu svo á 71. mínútu að Magni náði að jafna leikinn og
skoruðu svo sigurmarkið á 83. mínútu. Lokastaðan því 2:1 fyrir Magna.
Víðir hafa aðeins misst flugið eftir ágæta byrjun og eru í 6. sæti og eiga næst
útileik á sunnudaginn við Hött.
Víðismenn niður töfluna eftir tap á Grenivík
Rafn og Snorri Már,
þjálfarar UMFN.
Andri markaskorari skallar
boltann að marki KA.
Jeppe er mikill markaskorari.